Börn og menning - 2017, Blaðsíða 22
Börn og menning22
lega stelpna væntanlega en mögulega stráka, þó ég telji
næsta víst að þeir hafi ekki margir lesið þessar bækur
þegar þær komu út).
Án þess að hér liggi nákvæmar rannsóknir að baki
þá tel ég að það sé að minnsta kosti að hluta til vegna
þess að Emmubækurnar ná að vera bæði raunsæislegar
og framandi á sama tíma. Höfundinum tekst vel til
við það að tvinna saman hið ofurhversdagslega og hið
framandi – líf barnastjörnu í London, heila fjölskyldu
af listamönnum og sigrum þeirra. Sögusviðið, bresk
iðnaðarborg sem kallast Headstone er bæði afar hvers-
dagsleg en jafnframt sérstök að því leytinu til að hún
er heimaborg „Svansins“ sem er sinfóníuhljómsveit á
heimsmælikvarða. Sömu sögu er að segja af söguhetj-
unum, bæði Emmu og Robinson-fjölskyldunni sem
hún býr hjá. Við fyrstu sýn virðist Robinson-fjölskyld-
an ósköp venjuleg og jafnvel óspennandi. Þau búa í
litlu raðhúsi við Þrastargötu, þar sem öll húsin eru alveg
eins og allt virðist hálf litlaust og voðalega venjulegt.
Þótt yfirborðið sé hversdagslegt þá er veruleiki Robin-
son-fjölskyldunnar það síður en svo því í ljós kemur
að fjölskyldumeðlimir eru allir einstaklega hæfileika-
ríkir og listrænir. Það er í raun bara Aldís, mamman í
fjölskyldunni, sem ekki er listamaður, en henni er lýst
þannig að hún hafi ein staka samskiptahæfileika auk
þess sem hún lifi fyrir fjölskylduna. Filip, pabbinn, hef-
ur nýlega þurft að hætta sem fiðluleikari í Svaninum
vegna gigtar í höndum. Anna, elsta systirin, er efnileg
söngkona sem syngur í kórum en er lítið fyrir að trana
sér fram og gefur ekki mikið fyrir glys og glingur. Lydía,
yngri systirin, er andstæða Önnu, ýtin og framagjörn
og einstaklega hæfileika ríkur dansari. Robin, litli bróð-
irinn, er snillingur að spila á píanó auk þess sem hann
semur og útsetur lög. Inn í þessa sviðsmynd kemur
svo titilpersónan Emma, en hún er systurdóttir Aldís-
ar. Emma er barnastjarna, leikkona sem hefur leikið í
fjöldanum öllum af sjónvarpsþáttum og bíómyndum.
Regína mamma hennar er líka fræg leikkona og ástæða
þess að Emma er send til langdvalar hjá Robinson-fjöl-
skyldunni er sú að Regínu hefur boðist að leika í sjón-
varpsþáttum í Hollywood og það hentar ekki að Emma
fari með þar sem hún er á þeim aldri að hún er talin of
gömul í barnahlutverk og ekki nægilega gömul til að fá
fullorðinshlutverk. Emma er því í þeirri sérstöku stöðu,
varla orðin tólf ára gömul, að vera atvinnulaus leik-
Höfundinum tekst vel til
við það að tvinna saman
hið ofurhversdagslega
og hið framandi – líf
barnastjörnu í London,
heila fjölskyldu af lista-
mönnum og sigrum þeirra.