Börn og menning - 2017, Blaðsíða 38
Hrópað til baka
IBBY fréttir
Íslandsdeild IBBY á Íslandi, sem gefur út Börn og menn
ingu, sinnir mörgum verkefnum, bæði á sviðum lestrar-
hvatningar og fræðilegrar umræðu um barnamenningu.
Einn þáttur í starfi félagsins er að koma að ýmsum verð-
launum og viðurkenningum, bæði innan lands og utan.
Þetta er mikilvægt af tvennum sökum: Í fyrsta lagi gefur
þetta félaginu tækifæri til þess að vekja athygli á því sem
vel er gert og hjálpa til við útbreiðslu þess. Í öðru og ekki
ómerkara lagi er það alkunna að það er bölvað hark að
vinna að listsköpun fyrir börn á Íslandi. Launin eru lág,
það er erfitt að fá starfslaun listamanna og oft getur fólki
liðið eins og það sé að hrópa út í tómið, þegar listaverki
er sleppt út í heiminn. Viðurkenningar IBBY eru leið
félagsins til að hrópa til baka. Það getur reynst mörgum
mikils virði að fá slíkt svar.
Innanlands
Lesendur Barna og menningar þekkja flestir til Vor-
vindaviðurkenninganna sem afhentar eru á hverju vori.
Þar eru þrjár til fimm viðurkenningar veittar einstak-
lingum og verkefnum sem þykja skara fram úr á sviði
barnamenningar. Vorvindaviðurkenningar ársins 2016
hlutu Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og rithöfund-
ur, Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson
höfundar Þriggja heima sögu, Ragnheiður Hólmgeirs-
dóttir höfundur Koparborgarinnar og hópurinn sem
stendur að snjallforritinu Study Cake.
Félagið á einnig fulltrúa í dómnefndinni í handrita-
samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin, en
síðast fékk Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkin Beck
verðlaunin.
Loks má telja Sögustein, bókmenntaverðlaun sem
voru síðast afhent Guðna Kolbeinssyni árið 2015 og
verða hér eftir afhent á fimm ára fresti. Verðlaunin eru
peningaverðlaun til þeirra sem lagt hafa þungt lóð á
vogarskálar íslenskra barnabókmennta, nokkurskonar
þakkir fyrir umfangsmikið starf á sviðinu.
Heiðurslisti alþjóðasamtaka IBBY
Alþjóðasamtök IBBY hafa þá hugsjón að nota barna-
bókmenntir til þess að byggja brýr á milli þjóða. Því
skiptir miklu máli að aðildarlöndin fái, í gegnum
samtökin, tækifæri til þess að sjá brot af bestu barna-
bókmenntum hinna þjóðdeildanna. Annað hvert ár, á
heimsþingi IBBY, er því opnuð sýning þar sem hvert
aðildarland hefur tilnefnt þrjár bækur – eina skáldsögu,
eina myndabók og eina þýðingu. Sýningin stendur allt
þingið og fer svo á ferðalag í kringum heiminn áður
en bækurnar hafna á Alþjóðlega barnabókasafninu í
München.
Á heimsþinginu á Nýja Sjálandi síðastliðið haust
lagði Ísland fram bækurnar Skrímslakisa, fyrir mynd-
verk Áslaugar Jónsdóttur (sem einnig er einn textahöf-
unda), Síðasta galdrameistarann, eftir Ármann Jakobs-
son og þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur á Afbrigði
eftir Veronicu Roth.
Bókmenntaverðlaun Astridar Lindgren
Ein stærstu bókmenntaverðlaun á sviði barnabók-
mennta eru Bókmenntaverðlaun Astridar Lindgren. Á
Íslandi geta nokkrir aðilar tilnefnt til verðlaunanna og
undanfarin ár hafa Íslandsdeild IBBY, Rithöfundasam-
band Íslands og Upplýsing haft samflot um tilnefningar
sínar. Síðast tilnefndu félögin þær Áslaugu Jónsdóttur
og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, en heimilt er að til-
nefna fleiri en einn aðila.
Úrvalsbækur fyrir ungt fólk með fatlanir
Um árabil hafa alþjóðlegu IBBY-samtökin tekið saman
lista yfir bækur sem eru annað hvort fyrir ungt fólk með
fatlanir, eða um það (nema hvort tveggja sé). Íslands-
deildin hafði aldrei tilnefnt neinar bækur á þennan lista,
en í fyrra kom tækifærið. Okkur til mikillar gleði var
Mamma klikk eftir Gunnar Helgason valin í hóp bók-
anna sem komast á listann árið 2017, en hann er gefinn
út annað hvert ár og á hann rata um 50 bækur. Listinn
var kynntur á barnabókamessunni í Bologna nú í vor.
Arndís Þórarinsdóttir