Börn og menning - 2017, Blaðsíða 7
7 „Ekki kalla mig Finn“
að hann sé af afrískum uppruna, það einfaldlega kemur
ekki fram.
Vel meintur „hvítþvottur“ af þessu tagi getur þó orkað
tvímælis. Jói er vitaskuld illmenni í bókinni en um leið
kemur skýrt fram að hann er í raun bráðgáfaður („Jói
er slunginn karl“) þó að hann hafi þóst vera heimskur.
Væri hann svartur gætu lesendur vitaskuld velt því fyrir
sér hvort vanmat barnanna á honum tengist því en með
því að þurrka út afrískan uppruna hans er eiginlega tek-
in sú afstaða að flýja frá vandamálinu. Annar skálkur í
bókinni (Kobbi, Jake á frummálinu) er eineygður og
með lepp en því er ekki breytt þannig að umræða um
staðlaða fötlun illmenna hefur greinilega enn ekki náð
eyrum útgefenda Enid Blyton.
Í raun dugar þetta skammt. Ævintýrafljótið (e. The
River of Adventure) er þannig í nýlegri útgáfu jafn fullt af
hugarfari heimsvaldastefnunnar og í elstu gerð. Dökki
drengurinn Oola fyllist aðdáun á Finni og fylgir honum
eins og eitt af dýrum hans; þó að hann sé jákvæð persóna
en Jói neikvæð er hann fyrst
og fremst þjónn sem kemur
til aðstoðar þegar mest liggur
við (manngerð sem banda-
ríski kvikmyndaleikstjórinn
Spike Lee kallaði „magical
negro“) og því er engin leið
að breyta með ritskoðun.
Enn hefur Jói ekki verið
„hvítþveginn“ í íslenskri gerð
Ævintýraeyjunnar en yrði
bókin þýdd á ný mætti fast-
lega búast við því. Engin leið er þó að færa bækur Enid
Blyton í einu og öllu til nútímans því að sem betur fer
hafa orðið margar jákvæðar samfélagsbreytingar síðan
bækur hennar komu fyrstu út. Í framtíðinni hljóta börn
því að lesa þær sem bækur frá öðrum tíma með öllum
nauðsynlegum fyrirvörum um viðhorf til ólíkra kyn-
þátta, kynhlutverka og margs annars.
Finnur og Finnur, Dísa og Dísa
Þegar bækur Enid Blyton voru þýddar á íslensku á 6.
og 7. áratugnum ríkti greinilega samstaða um að nöfn
aðalpersónanna skyldu þýdd, fram að útgáfu á Leyni
félaginu sjö saman (1967) þar sem erlendur uppruni
flestra nafnanna leynir sér ekki (fyrir utan Pétur, Bar-
böru og Georg heita þau Jack, Pam, Colin og Janet). Í
Ævintýrabókunum heita aðalpersónurnar Finnur, Dísa,
Jonni og Anna en á frummálinu heita systkinapörin
Philip og Dinah Mannering annars vegar en hins vegar
Jack og Lucy-Ann Trent.
Aldrei er minnst á eftir-
nöfn barnanna í íslensku
gerðinni og móðir Finns og
Dísu (Alison Mannering á
frummálinu) heitir aðeins
Aðalheiður. Hin fullorðna
lykilpersónan í flokknum,
Vilhjálmur Konráðsson,
heitir Bill Cunningham á
frummálinu en kemur fyrst
fram undir dulnefninu
Í framtíðinni hljóta börn
því að lesa þær sem bækur
frá öðrum tíma með öllum
nauðsynlegum fyrirvör-
um um viðhorf til ólíkra
kynþátta, kynhlutverka og
margs annars.