Börn og menning - 2017, Blaðsíða 31
31Um loft þú líður
og þessi frásagnaraðferð verður til þess að lesandinn
tengist persónunum fljótt og örugglega.
Spennan er byggð upp með því að sýna af og til atriði
úr lífi gamals manns sem býr yfir mikilvægum upplýs-
ingum um leiðangurinn en vegna elliglapa er hann ekki
fær um að skýra frá þeim.
Flokkun bókarinnar er ekki eins einföld og ætla
mætti. Við fyrstu sýn virðist frásögnin frekar dæmigerð
scifi hrollvekja, eins og hún er merkt á bókarkápunni.
Í vísindaskáldsögum (e. science fiction) má ekkert yfir-
náttúrulegt gerast og helst ekkert sem ekki væri hægt
að útskýra í þaula ef það gerðist í raunheimum. Aðal-
einkenni hrollvekja er hins vegar óttinn sem þær vekja
með lesandanum og í hrollvekjum er næstum alltaf
eitthvað yfirnáttúrulegt á ferðinni. Þess vegna eru vís-
indaskáldskapur og hrollvekjur nánast ósamræmanlegir
bókmenntaflokkar og bækur eins og 172 tímar á tungl
inu geta þá helst fallið í flokk vísindafantasía (e. science
fantasy), en þar blandast þættir vísindaskáldsagna og
fantasía.
Þótt bókin sé oft flokkuð með ungmennabókmennt-
um (e. young adult literature) er sú flokkun heldur ekki
eins einföld og hún virðist við fyrstu sýn. Í fyrsta lagi
er hún frá upphafi ætluð sem krosslestrarbók (e. cross
over literature), en það þýðir að hún er bæði ætluð ung-
mennum og fullorðnum lesendum, og í öðru lagi hefur
hún verið gefin út í kilju fyrir fullorðna í Noregi. Eins er
ákveðið lykilatriði í hrollvekjum fyrir börn að skrímslið
sé sigrað, en því er sannarlega ekki að heilsa hér.
Spennandi hryllingur
Ef leitin að heppilegum kassa fyrir þessa frásögn er sett
til hliðar er um feiknarskemmtilega bók að ræða. Les-
andanum er haldið í spennu fram á síðustu stundu. Það
er talsvert um dauða og ofbeldi í frásögninni en hún er
þó ekkert sérlega blóðug. Þar er ef til vill kominn galli
á bókinni – ég er í raun tvístígandi hvort það er galli
eða snilld. Persónurnar lenda í stórhættu hvað eftir ann-
að og sumar þeirra deyja. Það er þó yfirleitt ekki mjög
átakanlegt, því dramað í kringum dauðsföllin er í al-
gjöru lágmarki og þess vegna hreyfir dauði persónanna
ekkert sérstaklega við lesandanum þótt hann tengist
persónunum sjálfum mjög vel.
Endir sögunnar kemur mikið á óvart. Þegar les-
andinn heldur að hann sé sloppinn úr klóm sögunnar
kemur harkalegur viðsnúningur. Þó er aldrei fyllilega
skýrt frá því á fullnægjandi hátt hvað hið illa í sögunni
er eða hvaðan það kemur. Það er ákveðin mótsögn í
skýringunni sem er erfitt að sætta sig við en gerir söguna
þeim mun meira ógnvekjandi.
172 tímar á tunglinu er hörkuskemmtileg og
spennandi bók sem höfðar bæði til ungmenna og full-
orðinna. Það er ekki erfitt að skilja af hverju hún er
verðlaunabók sem komið hefur út á mörgum tungu-
málum. Það er ferskur blær í þessari sögu og henni tekst
það sem svo mörgum bókum fyrir börn og unglinga
mistekst: Að vera fræðandi án þess að það sé vottur af
predikunartón í henni. Ungmennin taka ákvarðanir
sem fullorðnir eru vanalega ekkert mjög sáttir við og
eru stundum mjög þröngsýn og kjánaleg en sögumað-
urinn dæmir þau ekki, heldur er í liði með þeim. Þetta
er hressandi viðhorf og lesandinn upplifir að höfundur
þessarar bókar beri virðingu fyrir börnum og ungmenn-
um á þeirra eigin forsendum.
Höfundur er íslensku og bókmenntafræðingur.