Börn og menning - 2017, Blaðsíða 16

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 16
Allir sem hafa lesið fyrir börn vita að þau lifa sig sér- staklega sterkt inn í sögur. Sjálf átti ég fallega, rússneska myndabók í æsku um Pétur og úlfinn og myndirnar í þessari bók bæði skelfdu mig og heilluðu í senn. Í bók- inni var opna sem alltaf þurfti að fletta yfir vegna þess að ég treysti mér ekki til að sjá öndina í tannhvössu gini úlfsins. Raunar treysti ég mér ekki til að skoða myndina fyrr en ég var orðin 11 eða 12 ára, en held að ég geti samt fullyrt að þessar svörtu grafíkmyndir hafi ekki skaðað mig til langframa! Það sem situr mér allra sterkast í minni af bókum úr æsku er samt ekki Pétur og úlfurinn heldur það sem ég las á aldrinum 10–12 ára. Skáldsögur eins og Sagan endalausa, Sesselja Agnes og Krossferð á gallabux­ um höfðu meiri áhrif á mig heldur en flest sem ég hef seinna lesið. Allar voru þær ógleymanleg lesning og ég fæ ennþá unaðshroll við það að rifja titla þeirra upp. Fólk á þessum aldri er sérstaklega tilfinninganæmt, þetta eru mikil umbrotaár. Það gefur augaleið að það skiptir heil- miklu máli hvað börn lesa almennt, ekki síst á þessum miklu mótunarárum undir lok barnaskólans, og hvaðan það efni er upprunnið. Vangaveltur um breytt lesefni Þegar mín eigin börn komust á þennan aldur, tók ég eft- ir því að lesefnið sem í boði var hafði breyst talsvert. Ég fór að velta fyrir mér hvaðan þau hefðu komið, menn- ingaráhrifin sem mótuðu börn og ungmenni á þessum næma aldri fyrir 30 árum og hvaða menningaráhrif það væru sem mótuðu lesendur á sama aldri í dag. Úr hvaða tungumálum voru og eru sögur fyrir börn og ungmenni þýddar á íslensku? Þessar vangaveltur enduðu sem rannsóknarefni í meistaranámi í ritstjórn sem ég lauk við Háskóla Íslands árið 2015 og er ætlunin að segja frá hluta af niðurstöðum þeirrar rannsóknar í þessari grein. Ég held ég sé ekkert að spilla endinum þótt ég játi strax að niðurstöður rannsóknarinnar komu ekkert sérstaklega á óvart – öll þekkjum við hversu sterk áhrif ensku málsvæðanna eru í dag – en það er óneitanlega áhugavert að skoða stöðuna þá og nú með beinharða tölfræðina að vopni og velta aðeins fyrir sér hvaðan sögurnar fyrir þennan lesendahóp koma. Vitanlega er nokkuð stórt spurt þegar grennslast á fyrir um flæði menningaráhrifa milli landa og hafa bæði menningar- og bókmenntafræðingar notast við býsna flókin líkön til að lýsa Hvert sækjum við sögurnar? Sigríður Ásta Árnadóttir Í bókinni var opna sem alltaf þurfti að fletta yfir vegna þess að ég treysti mér ekki til að sjá öndina í tannhvössu gini úlfsins. Lítil rannsókn á þýddum barna- og ungmennabókum á Íslandi nú og fyrir þrjátíu árum

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.