Börn og menning - 2017, Blaðsíða 26
Börn og menning26
ára stoppaði mig af í lestrinum til að segja frá því að í
sínum bekk væri nýr strákur og foreldrar hans töluðu
ekki íslensku. Og sá yngri, fjögurra ára, sem ég hélt að
væri ekki að fylgjast með, sagði að það sama ætti við
um foreldra vinkonu hans á leikskólanum. Samtalið
sem fylgdi í kjölfarið færði mér heim sanninn um það
að synir mínir alast upp í samfélagi sem er um margt
ólíkt því sem ég þekkti sem barn. Bókin endurspeglar
þennan nýja veruleika að því leyti að persónurnar sem
birtast á síðum hennar hafa mismunandi litarhaft en
aftur á móti virðist textinn beinlínis ýta undir það að
heiminum sé skipt upp í „okkur“ og „þau“.
Hvers vegna? Hvað svo?
Á bakhlið bókarinnar kemur fram
að texti hennar sé aðgengilegur og
að „öll fjölskyldan geti lesið saman“.
Trúlega eru synir mínir aðeins of
ungir til að vera í markhópi bók-
arinnar en engu að síður áttum við
mjög góðar samverustundir meðan
við skoðuðum hana. En mig grunar
að „saman“ sé lykilorð þegar þessi
bók er annars vegar. Myndir Lindu
Ólafsdóttur fundust mér virka eins
og spilaborð sem hinn fullorðni gat
notað sem ramma um leik eða samræðu. Myndir bók-
arinnar eru líka til þess fallnar að vekja minningar bæði
hjá börnum og fullorðnum um ferðalög og upplifanir
af ýmsu tagi. Hins vegar kom mér á óvart hversu hratt
hafði fennt yfir mikið af skólalærdómnum hjá mér og í
mörgum tilvikum reyndist mér erfitt að svara spurning-
um sona minna. Þar fannst mér texti bókarinnar ekki
alltaf veita nægilega mikinn stuðning og þurfti ítrekað
að leita svara í bókaskáp heimilisins. Dæmi um þetta
er umfjöllun um „Landvættirnar“ sem sonum mínum
þótti mjög spennandi. Þar er gripið niður í frásögn
Heimskringlu í miðju kafi og sagt frá „manni sem synti
til Íslands í hvalslíki“. Það sem höfundur textans hefur
kosið að fella út eru ástæðurnar
fyrir ferðinni sem voru þær að
Danakonungur ætlaði að sigla
til Íslands og hefna níðs og að
maðurinn sem fór hamförum
til Íslands var sendiboði hans.
Móttökur landvættanna urðu
hins vegar til þess að konungur
sneri liði sínu við og ekkert varð
úr fyrirhugaðri herför. Hér vant-
ar sem sé bæði upphaf og endi
sem gerði það að verkum að ég
gat hvorki svarað spurningunni:
„Hvers vegna?“ né „hvað svo?“