Börn og menning - 2017, Blaðsíða 12

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 12
Börn og menning12 fróðleiks um landshætti og siði hjá öðrum þjóðum eða annað sem þýðandinn mat hégóma. Um aldamótin 1900 fara að rata hingað sögur sem eru fyrst og fremst markaðssettar handa börnum, þó að lítill greinarmunur sé gerður á barna- eða fullorðinssög- um. Margar komu frá enskumælandi löndum og fjalla oft um söguhetjur sem öllum eru kunnar, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi, og mætti ef til vill kalla sameiginlegan menningararf Evrópu. Róbínson Krúsóe eftir Daniel Defoe kom til dæmis út 1886 í „ágripi“ Steingríms Thorsteinssonar – les: mikið stytt og endur- sögð – og fékk þá umsögn að hún væri „hentug bók handa börnum“ en varla neitt „afbragð í skáldlegu til- liti“. Annar bókardómur var heldur mildari: „Róbinson Krúsóe er einhver algengasta barnabók í útlöndum, enda er sagan mjög vel löguð til að glæða ímyndun og íhugun unglinga, og flytr börnunum hollar kenningar um hlýðni við foreldrana og um iðni og atorku.“ Sagan af Róbinson Krúsó hefur komið út í mörg- um endursögnum á íslensku síðan þá en ég veit ekki til þess að hún hafi verið þýdd í upprunalegri mynd og sama máli gegnir um ýmsar sígildar sögur, bæði handa börnum og fullorðnum, þótt ein og ein heildarþýðing sé farin að tínast til íslenskra lesenda. Þar má til dæmis nefna þýðinguna á Reisubók Gúllívers (2011), sem við þekktum fram að því bara sem útþynnta og endursagða barnasögu af kappanum í Putalandi, en einnig Ferðina að miðju jarðar eftir Jules Verne (2013) og Fjársjóðaeyj­ una eftir Robert Louis Stevenson (2016), að ógleymdri Önnu í Grænuhlíð sem fór að koma út í óstyttri gerð með talsvert óhlýðnari og uppátækjasamari söguhetju árið 2013. Styttingar- og endursagnarárátta íslenskra barnabókaþýðenda á fyrri tíð veldur því að af nógu er að taka og vonandi fáum við fleiri heildarþýðingar á sí- gildum verkum, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Fyrst við nefndum sígildar sögupersónur er Hrói höttur líka alþekktur víða um lönd og honum dugðu ekki minna en tvær útgáfur aldamótaárið 1900, annars vegar Hrói höttur: Ensk þjóðsaga í þýðingu Halldórs Briem og hins vegar Sagan af Hróbjarti hetti og köppum hans: Strengleika­saga frá 13. öld / saman sett á norrænu eftir fornum strengleika­kvæðum enskum, ungum mönn­ um og gömlum til skapfelllegrar skemtunar af Jóani Aust­ firðing. Á bak við það dulnefni leyndist útgefandinn og þýðandinn Jón Ólafsson, sem „endursamdi“ söguna á íslensku og valdi út það sem skemmtilegast þótti og líklegast til vinsælda hjá alþýðu manna. Halldór Briem virðist hins vegar hafa nálgast viðfangsefnið af meiri alvöru en í umfjöllun um þýðingu hans í Heimskringlu sama ár koma reyndar bæði nöfn söguhetjunnar fyrir: „Hrói höttur, sem menn ætla að heitið hafi réttu nafni Hróbjartur Fitzoon, var kominn af háum stigum.“ Í greininni er Hrói kynntur til sögunnar eins og hann hafi verið maður af holdi og blóði en ekki þjóðsaga. Tekið er fram að Matthías Jochumsson hafi þýtt vísurn- ar í bókinni en óvíst hvort hann þýddi líka vísuna sem fylgir ritdómnum: Sagan um hann Hróa Hött og hraustan Litla-Jón lifa í minni lýða um lofsælt Engla-frón. Úr myndskreyttri útgáfu Róbínson Krúsóe sem bókaútgáf­ an Lilja gaf út árið 1952.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.