Börn og menning - 2017, Blaðsíða 30

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 30
172 tímar á tunglinu Johan Harstad Þýðandi: Harpa Magnadóttir Björt, 2016 Bókin 172 tímar á tunglinu, eftir Johan Harstad, kom fyrst út á norsku árið 2008 og hlaut Brageprisen sama ár. Bókin heitir á frummálinu Darlah ­ 172 timer på månen, en í titlinum er vísað til geimstöðvarinnar DARLAH, sem í söguheiminum er staðsett á tungl- inu. Réttur til þýðinga hefur verið seldur til a.m.k. 16 landa, þar á meðal Íslands, en Bókabeitan gaf bókina út á íslensku árið 2016 í þýðingu Hörpu Magnadóttur. Vafasamt happdrætti Bókin fjallar um þrjú ungmenni sem vinna í happdrætti NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, og fá að fara til tunglsins ásamt geimförum frá NASA. Antoine er 17 ára drengur frá París, sem sækir um til þess að komast burt. Hann er í ástarsorg vegna þess að kærasta hans, Simone, sagði honum upp fyrir annan. Hann tekur því vægast sagt illa og er kominn á hættulega braut í sam- skiptum þeirra. Antoine er farinn að sitja um Simone, þegar hann fær þær fréttir að hann sé að fara til tunglsins. Midori frá Japan vill ekki verða hefðbundin japönsk húsmóðir þegar fram líða stundir og finnst hún þar að auki ekki passa í hóp jafnaldra sinna, sem hafa lagt hana í einelti árum saman. Hana dreymir um að flytja til New York og hyggst nota tunglferðina sem stökkpall þangað. Mía er frá Noregi og hefur engan áhuga á að fara til tunglsins. Foreldrar hennar hvetja hana til að sækja um en hún aftekur það með öllu. Hún er söngkona í hljómsveit og hefur nánast áráttukenndan áhuga á tón- list. Foreldrum hennar finnst þetta of gott tækifæri til að láta það sér úr greipum ganga, svo þau sækja um fyrir hennar hönd án þess að láta hana vita. Þegar hún fréttir að hún hafi verið valin verður hún fyrst öskureið, en lætur svo að lokum til leiðast, í þeirri von að hljóm- sveitin fái heimsathygli þegar hún kemur í fjölmiðlum sem tunglfari. Ungmennin þrjú fara í langa og stranga þjálfun hjá NASA og kynnast vel þar. Mía og Antoine hafa áhuga hvort á öðru, eins og gengur, og þar er komin ástarsagan sem virðist vera ómissandi í ungmennabókmenntum nútímans. Tunglferðin sjálf gengur í fyrstu vel en þegar leið- angursfólkið er búið að koma sér fyrir í geimstöðinni DARLAH 2, rofnar sambandið við jörðina og miður skemmtileg atburðarás fer af stað. Sagan verður af- skaplega spennandi þegar ungmenni og geimfarar taka höndum saman til að reyna að sigrast á öflum sem þau gera sér enga grein fyrir hver eru í raun og veru. Vísindafantasía? Sagan er í sjálfu sér fremur einföld ferðasaga. Hún hefst við skipulagningu og undirbúning ferðarinnar og nær yfir nokkurn veginn sama tímaskeið og ferðin sjálf. Það sem gerir söguna einstaka er hversu vel lesandinn nær að tengja við persónur innan hennar. Lesandanum er strax hleypt nálægt persónunum, hverri á fætur annarri Um loft þú líður Hildur Ýr Ísberg Bækur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.