Börn og menning - 2017, Blaðsíða 20

Börn og menning - 2017, Blaðsíða 20
Börn og menning20 tungumálið fyrir utan enskuna sem vaxið hefur frá því fyrir 30 árum, á orðið langstærstan hlut í bókum þýdd- um úr Norðurlandamálunum. Sérstaklega hefur orðið samdráttur í þýðingum úr dönsku og norsku frá því sem áður var. Litlar breytingar hafa orðið á því úr hvaða tungu- málum er þýtt núna og fyrir 30 árum síðan, þrátt fyrir aukinn hlut enskunnar. Um nánast sömu málsvæði/ menningarsvæði er að ræða á báðum tímabilum. Þó er eftirtektarvert að þýskan virðist vera alveg horfin úr út- gáfunni. Hafa verður smæð bókaútgáfu hérlendis í huga þegar þessar niðurstöður eru túlkaðar og muna að lítið þarf til að tölurnar sveiflist. Til dæmis þarf ekki nema einn öflugur þýðandi frá einhverju málsvæði að hverfa til annarra starfa til að viðkomandi málsvæði detti út. Minnkandi tengsl við Norðurlöndin? Ekki fer fram hjá neinum að enskumælandi menningar- svæði njóta menningarlegra yfirburða í dag og – eins og hér hefur komið fram – hefur farið sívaxandi síðustu áratugina. Fyrir þessu finnum við mjög sem búum á jaðarmálsvæði með örtungumáli og örmenningu. Enskt menningarefni hellist yfir okkur í stríðum straumum í formi kvikmynda, sjónvarpsþátta, bókmennta og svo framvegis. Reyndar er vert að hafa í huga að sterk staða breskra barnabókmennta á heimsvísu er síður en svo nýtil- komin. Breskar barnabókmenntir hafa lengi haft mikla yfir burðastöðu en það á rætur aftur í iðnbyltingu þegar þéttbýlismyndun og tilurð sterkrar borgarastétt- ar olli því að Bretland varð eitt allra fyrsta landið til að eignast sérstakar sjálfsmeðvitaðar barnabókmenntir og viðskiptastofnanir sem gátu stutt og nært þær. Sú hraða aukning sem lesa má úr niðurstöðum rannsóknar minnar er eftir sem áður dálítið sláandi. Tengsl íslenskra barna og ungmenna við Norðurlöndin hafa minnkað mikið á þessum 30 árum, það er enginn danskur Andrés Önd lengur og heimili eru yfirleitt ekki áskrifendur að dönsku eða norsku blöðunum í dag. Nú er ekki svo að skilja að ég hafi neitt við breskar eða bandarískar barnabókmenntir að athuga, bæði J. K. Rowling og Lemony Snicket eiga heiðurssess í barnabókasafni heimilisins. En það hlýtur að vera um- hugsunarefni hversu einsleitur uppruni þýddra barna- bókmennta er orðinn. Fjölbreytt lesefni er mikilvægur lykill að víðsýni og staðan eins og hún er orðin hlýtur að veikja tengsl þeirra Íslendinga sem eru að vaxa úr grasi við aðrar Norðurlandaþjóðir, sem oft hafa verið okk- ar sterkustu bandamenn. En kannski felst samnorræn framtíð hreinlega frekar í drittkul sjónvarpsþáttaröðum í dag heldur en í skáldsögum. Höfundur starfar við textasmíðar og harmónikuleik og er barnabókaaðdáandi fram í fingurgóma. Áhugasamir geta lesið alla rannsóknarritgerð höfundar og kynnt sér heimildir að baki henni inni á Skemmunni.is: Hvert sækjum við sögurnar? Rannsókn á uppruna þýddra skáldsagna fyrir börn og ungmenni á Íslandi og þáttur ritstjóra í vali þeirra.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.