Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 62
60 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Næringarefnin og moldin
Moldin fæðir rætur plantna með nauðsynlegum næringarefnum. Mikilvægustu
næringarefnin eru bundin lífrænu efni jarðvegs. Lífrænt næringarefni er óaðgengilegt
plöntum en með hjálp ensíma er þeim umbreytt í ólífrænt form sem er aðgengilegt
plöntum. Lítil virkni ensíma í jarðvegi er fyrsta vísbendingin um að ekki sé allt með
felldu í moldinni, en þau bregðast skjótt við bæði ofgnótt og skorti á næringarefnum
(t.d. Killham og Staddon, 2002; Dawson o.fl., 2007). Næringarefnum er venjulega
skipt niður í nokkra hópa eftir því hve mikið plöntur þarfnast af þessum efnum, svo
sem meginefni og snefilefni, en lífefnafræði og jarðefhafræði notar annars konar
flokkun þessara efna.
Rannsóknir á næringarefnum í jarðvegi í tengslum við ræktun snúast að langstærstum
hluta um meginefnin nitur, kalí og fósfór, sem oftast er meginuppistaða áburðar. En
önnur meginefni sem oft eru í áburði eru kalsíum, súlfur (brennistein) o.fl. Með
vaxandi þrýstingi á jarðvegsauðlindina, bættri mælitækni og aukinni umræðu um
tengsl snefilefhaframboðs og lýðheilsu hefur umfjöllun stóraukist um snefilefni í
jarðvegi. Slík umræða er þó oft á tilfinningalegum nótum og mikið er um yfirlýsingar
og tillögur um skyndilausnir sem ekki eiga sér ffæðilegar forsendur. Guðni
Þorvaldsson og Þorsteinn Guðmundsson (2006) birtu aðgengilegt yfirlit um snefilefni
í jarðrækt í Fræðaþingi landbúnaðarins.
Næringarframboð
Við jarðvegsmyndun öðlast moldin smám saman mikilvæga eiginleika sem eru
nauðsynlegir fyrir miðlun næringarefna (t.d. Brady og Weil, 2002,; sjá einnig t.d.
Mordvedt, 2000; Kirkham, 2008; Oertli, 2008). Hér eru nefndir nokkrir þættir eða
eiginleikar sem eru afar mikilvægir fyrir næringarhingrás og framboð næringarefna.
Lífræn efni. Uppsöfnun lífrænna sameinda er afar mikilvæg, lífræn efni eru
næringarforði sem m.a. stjómar miðlun meginefna á borð við kolefni og nitur.
Örvemr bæði umbreyta og losa um næringarefni sem plöntur nýta. Örvemr nota
einnig næringarefni, sem m.a getur valdið tímabundnum skorti á efnum á borð við
nitur. Nýting örvera á næringarefnum hægir á tapi næringar úr jarðveginum með
útskolun. Örvemmar vinna einnig í sambýli við rætur og örva upptöku á
margvíslegum snefilefhum.
Oxun-afoxun, Framboð og form flestra snefilefna er háð afoxunarspennu í jarðvegi.
Þannig stuðlar afoxun í súrefnissnauðum jarðvegi að auknu framboði Fe, Co, Cu, Mn,
Mo, Ni og Zn. Þetta getur einnig valdið eitran í jarðvegi við vissar aðstæður. Oxun
og afoxun stjómar einnig framboði lífrænt bundinna næringarefna en við oxun þeirra
verða þau aðgengileg plöntum. Framboð snefilefna í jarðvegi hefur áhrif á virkni
ensíma en mörg þeirra em mikilvægur hluti af byggingu þeirra en önnur kveikja á
virkni þeirra. Oxun á sér stað fyrir tilstuðlan ensíma sem liðka fyrir bæði oxun og
afoxun með því að bera rafeindir milli mismunandi efnasambanda jarðvegsins. Ensím
sem stuðla að afoxun lífrænna efna við loftfirrtar aðstæður stuðla að losun
gróðurhúsloftegunda úr jarðvegi á borð við hlátur- og metangas.
Jónrvmd. Lífræn efni og leirefni gefa moldinni svokallaða jónrýmd (cation exchange
capacity). Lífrænar sameindir og leirsteindir hafa hleðslu, sem yfirleitt er jákvæð,
sem veldur því að jákvætt hlaðnar jónir á borð við Ca++, Mn+, K+ og Mg++ loða við
agnimar. Þeim er síðan miðlað til róta plantna eftir því sem þörf er á, meginefnum
jafht sem snefilefnum. Jónrýmd er afar breytileg á milli jarðvegsgerða, en alla jafna