Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 474
472 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Marktæk neikvæð fylgni reyndist vera á milli þyngdar búrsu og milta (r = -0,327, p =
0,011). Þeir einstaklingar sem voru með litla búrsu voru að jafnaði með stórt milta og
öfugt. Engin fylgni er á þessum breytum við holdastuðul (búrsustuðull r = 0,0382, p =
0,0774; milta r = 0,115, p = 0,386). Fervikagreining með holdastuðul sem háða breytu
og búrsustuðul og þyngd á milta sem skýribreytur gaf engin marktæk tengsl (F2^, =
0,561,/7 = 0,574).
Umræða
Rjúpum fækkaði á rannsóknatímanum og þéttleiki fugla seinna árið var liðlega 60% af
því sem var fyrra árið. Enginn munur var hins vegar á holdafari fuglanna á milli ára.
Marktækur munur var þó á aldurs- og kynjahópum og þá þannig að fullorðnir
kvenfuglar voru að jafnaði í betri holdum en aðrir hópar. Milta í fullorðnum fuglum
var minna en í ungum fuglum. Neikvæð tengsl fundust á milli stærðar á búrsu og
milta líkt og þekkt er fyrir fugla. Ekki var að sjá nein tengsl á milli holdastuðuls og
þessara tveggja ávita á virkni ónæmiskerfis, milta og búrsu.
Rétt er að ítreka að rannsóknimar spanna einungis tvö ár enn sem komið er - annað
og þriðja ár fækkunar stofnsins. Að því gefnu að heilsufarstengdir þættir skipti máli
við stofnsveiflu rjúpunnar og þeir komi m.a. fram í holdafari fuglanna þá ættu
fuglamir miðað við 10 ára stofhsveiflu að vera í hvað lélegustum holdum þessi tvö
rannsóknarár og síðan ætti ástandið að batna (May 1976, Holmstad o.fl. 2005).
Athygli vekur að þeir ávitar sem vistfræðingar hafa notað sem mælikvarða á virkni
ónæmiskerfis, stærð milta og búrsu, sýna engin tengsl við holdafar (Möller o.fl.
1996).
Heimildir
Berryman, A., 2002. Population cycles: the case for trophic interactions. Oxford, University Press.
Cooper, M. D., Peterson, R. D. A., South, M. A. & Good, R. A., 1966. The functions of the thymus
system and the bursa system in the chicken. J. Exp. Med. 123: 75-102.
Holmstad, P.R., Hudson, P.J. & Skorping, A., 2005. The influence of a parasite community on the
dynamics of a host population: a longitudinal study on willow ptarmigan and their parasites. Oikos 111:
377-391.
Hudson, P.J., Dobson, A.P. & Newbom, D., 1998. Prevention of population cycles by parasite removal.
Science 282: 2256-2258.
John, J.L., 1994. The avian spleen: a neglected organ. The Quarterly Review ofBioIogy 69: 327-351.
May, R., 1976. Models for single populations. I: Theoretical Ecology: Principles and Applications
(ritstj. R.May). W.B. Saunders, Philadelphia, 4-25.
Möller, A.P., Kimball, R.T. & Erritzöe, J., 1996. Sexual omamentation, condition, and immune defence
in the house sparrow Passer domesticus. Behavioral Ecology and Sociobiology 39:317—322.
Olafur K. Nielsen, 1999. Gyrfalcon predation on ptarmigan: numerical and functional responses.
Journal ofAnimal Ecology 68: 1034-1050.
Weeden, R.B. & Watson, A., 1967. Determining the age of rock ptarmigan in Alaska and Scotland.
Journal of Wildlife Management 31: 825-826.