Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 88
86 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Upplifun í heilsugörðum og garðrækt
Við bregðumst við náttúrunni bæði í verki og tilfinningalega. Upplifun í heilsugörðum
er tvennskonar virk og óvirk. Virknin fellst í því að taka þátt í garðinum meðan að
óvirknin leggur áheyrslu á að upplifa hann. Báðar þessar nálganir hafa jákvæð áhrif á
sjálfsímynd og þar með heilsu. Ovirk reynsla er ekki bara að horfa á garðinn heldur
að skynja hann og örva þannig skilningarvitin. Með vinnu í heilsugarði og við ræktun,
fæst tiltinning fyrir mismunadi áferð. Við hönnun heilsugarðs er því mikilvægt að
taka tillit til beggjaþátta, virk og óvirk aðkoma að garðinum helst mjðg í hendur.
Garður er aldrei fullkláraður, hann er alltaf að breytast og þróast með tímanum.
Markmið
Með verkefninu er markmiðið að hanna og skapa umhverfi sem uppfyllir flesta þá
jákvæðu þætti sem hafa áhrif á heilsu í íslensku umhverfi. Meðferðar heilsugarður
sem markvisst er hannaður með ákveðin hóp sjúklinga í huga, þarfir þeirra, óskir og
kröfur. Garðmeðferð er meðferðarform þar sem sjálft garðrýmið, garðyrkjuvinnan og
önnur starfsemi þarf að samþættast til að bæta líkamlega og andlega heilsu fólks.
Tekið er tillit til félagslegra þátta, vinnuþreks, endumæringu og slökun fyrir hvem og
einn. Garðurinn er fyrst og fremst hannaður til meðferðar fyrir manneskjur sem þjást
af streitu, sársauka, þunglyndi, kvíða og kulnun í starfi.
Staðsetning og hönnun á meðferðarheilsugarði
Við Landbúnaðarháskóla Islands að Reykjum í Ölfúsi. Staður sem er umvafinn trjám í
faðmi fjalla. Við fjallsrætur Reykjafjalls, staður sem hefur marga kosti til að bera,
gróskumikill trjágróður með grösugum aflíðandi flákum á milli, heitar og kaldar
vatnsuppsprettur, lækir sem líða um svæðið og innan svæðisins er leirhver. Utsýni er
yfir grösugar sveitir Ölfuss og allt til hafs yfir sjóndeildarhringin. Afmarkað svæði er
2 ha. Skógurinn og vatn leika aðalhlutverkið í sviðsetningunni. Svæðinu er skipt niður
í rými, og tekið er tillit til þeirra náttúruleu þátta sem fyrir em og unnið út frá þeim til
að skapa umhverfi sem henta notendum garðsins.
1. Aðkoman og móttaka/velkomin, ekki sterkir litir eingin sterk skynjunar áhrif.
2. Friðsæld. Vatn, volgir lækir og laugar. Umgirt trjám og rannum.
3. Villta og tegundarika. Skógur með stígum og rýmum til athafna.
4. Hverasvæði. Þar sem hægt er að sjóða mat og baka brauð. Umgirt stómm
trjám með opnu úsýni til fjalls og ijöm.
5. Rými fyrir hugsanir og til að gleyma sér. Grjót, lækir og fossar.
6. Lundur. Trjálundir með óslegnu grasi. Gróska.
7. Jarðhitalaugar úti og inni. Leirböð, slökun, sjúkraþjálfún og leikfimi.
8. Gróðurhús. Skapandi umhverfi. Ræktun, berjamnar, ræktunnar reitir,
afmarkað með sterkum formum. Gróðurskálar til slökunar, vinnu og samvem.
9. Menningarrými. Arfurinn. Sögulegt svæði, hleðslur og fl.
10. Matjurtagarður.
11. Tún og engi, slegið og óslegið. Stórt rými með miklu útsýni.