Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 197
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT I 195
Efni og aðferðir
Finna má nákvæma lýsingu á tilraunaskipulagi og uppgjöri í Kirwan et al. (2007). Hér
á landi var sáð eftirfarandi tegundum: Vallarfoxgrasi (G1 - hraðvaxta), vallarsveif-
grasi (G2 - hægvaxta), rauðsmára (L1 - hraðvaxta) og hvítsmára (L2 - hægvaxta).
Fylgt var svokölluðu simplex kerfi (Comell, 2002) þar sem tegundunum fjórum var
sáð í hreinrækt og í 11 mismunandi blöndur þar sem hlutdeild hverrar tegundar var
breytileg: fjórir reitir þar sem ein tegund var ríkjandi (70%, 10%, 10%, 10%), sex
reitir þar sem tvær tegundir vom ríkjandi (40%, 40%, 10%, 10%) og einn reitur þar
sem jafnt var af öllum tegundum (25%, 25%, 25%, 25%), eða samtals 15 reitir.
Gengið var út frá meðmæltu sáðmagni í hreinrækt (kg ha"1) þegar hlutdeild hverrar
tegundar var ákvörðuð. Sáð var við tvenns konar þéttleika (lítill var 60% af fúllum
þéttleika) og vom reitir því samtals 30.
Lagðar vom út tvær tilraunir, annars vegar í móajörð 14. júní 2002 og hins vegar á
mel 27. maí 2003. Mikill munur var í náttúmlegri frjósemi þessara tveggja jarðvegs-
gerða og var kolefni í móanum um 11% en ekki nema um 2,5% á melnum. Á báðar
tilraunimar vom borin 50 kg N, 50 kg P og 70 kg K ha"1 við sáningu og síðan á fyrri
tilraunina 20 kg N, 40 kg P og 57 kg K ha'1 að vori og 20 kg N ha"1 eftir fyrri slátt og
þá síðari 40 kg N, 40 kg P og 57 kg K ha"1 að vori og 40 kg N ha'1 eftir fyrri slátt
næstu þrjú ár. Báðar tilraunir vom slegnar tvisvar á sumri, í lok júní og um miðjan
ágúst, í þrjú ár. Heyfengurinn var greindur til tegunda og þurrefnisuppskera ákvörðuð
með hefðbundnum hætti.
Við uppgjör niðurstaðna úr hvorri tilraun var stuðst við einfalda útreikninga í Excel
sem útbúnir vom sérstaklega fyrir þessa tilraunaröð (John Connolly, pers. heimild).
Niðurstöður
Blandaðir reitir gáfú að jafnaði meiri heyfeng en hreinrækt öll árin í báðum tilraunum
(1. tafla). Meiri munur var á melnum en í móanum (45% á móti 19% að meðaltali öll
árin) og fór ávinningurinn minnkandi eftir því sem leið á í báðum tilraunum.
Heyfengur var miklu minni á melnum en í móanum fyrsta uppskemárið en óx seinni
uppskemárin og gaf tilraunin á melnum meiri heyfeng á þriðja ári en móatilraunin.
1. tafla. Samanburður á uppskem (tonn þe. ha'1) í hreinrækt og í blöndu í tveimur
jarðvegsgerðum í þrjú ár (meðaltöl liða).
Hreinrækt Mói Blanda Munur Hreinrækt Melur Blanda Munur
(t ha"1) (t ha'1) % (tha') (t ha'1) %
Ár 1 4,32 5,41 25 1,30 2,34 80
Ár 2 3,35 3,83 14 2,43 3,50 44
Ár 3 3,07 3,49 14 3,77 5,00 33
Mt. 3,58 4,24 19 2,50 3,61 45