Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 503
VEGGSPJÖLD | 501
Nýting við randbeit
Á 3.mynd og 3.töflu er lýst nýtingu kúa á rýgresisbeit og kostum þess að hafa góða
uppskeru og heppilega lögun rýgresisspildu til að spara vinnu við randbeit.
3. mynd. Beitamýting kúa á randbeittu rýgresi.
Eins og sést á 3. mynd var nýting rýgresis með randbeit mjög góð, jafnvel þó grasið
væri mjög mikið sprottið. Raunar hélst nýting sumarrýgresis betur en vetrarrýgresis,
en hið síðamefhda lagðist og náðu kýmar því illa upp. Þessi nýting er miðuð við
færslu á rafstreng um 1,5 metra hverju sinni. Taka verður fram að framboðið var lítið,
um 30 kýr á 40 metra breiðri spildu.
í beitarathugun Ríkharðs Brynjólfssonar (2006) á Hvanneyri var prófað að færa
strenginn um 3 metra hverju sinni en við það varð nýtingin afar léleg, kýmar tróðu
megnið niður og bitu undan strengnum. Mælt er með að færa strenginn um 1,5 metra
hverju sinni til að nýting verði góð.
3. tafla. Nauðsynleg færsla á rafstreng á dag ef tekið er mið af uppskeru og stærð spildu. Gert er ráð
fyrir 25 kúm og að þær þurfi 5 kg/þe á dag og strengurinn fluttur með langhlið, 1,5 metra í senn og
nýting sé 90%.
Hkgþe á ha Nýtanlegt kg þe/ m2 Lengd spildu, m 100 200 300 Daglegar færslur 100 200 300
10 0,09 13,9 6,9 4,3 9,3 4,6 3,1
20 0,18 6,9 3,5 2,3 4,6 2,3 1,6
30 0,27 4,6 2,3 1,5 3,1 1,5 1,0
40 0,36 3,5 L7 1,2 2,3 1,2 0,8
50 0,45 2,8 1,4 0,9 1,9 0,9 0,6
Líkt og sést á 3. töflu skiptir uppskera á hektara og stærð og lögun spildu miklu máli
þegar skammta á kúnum rýgresi.
Á íslandi er beitartíminn stuttur og erilsamur. Beitarstjómun er vandasamt verk sem
byggja þarf á stöðugt uppfærðri áunninni þekkingu en ekki gömlum vana. Einært