Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 335
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT (FRH.) | 333
Tafla 2 gefur upplýsingar um blóðsýnasafnið. Þar koma fram meðaltöl og miðgildi
einstakra efna, lægstu og hæstu gildi, íjöldi greininga og upplýsingar um dreifingu.
Niðurstöðumar sýna mikinn breytileika milli einstaklinga og búa eins og var vænst.
I töflu 3 er að finna hlutföll sýna sem lenda innan og utan æskilegra
viðmiðunarmarka. Þegar haft er í huga að styrkur kopars og zinks í íslenskum heyjum
er á mörkum þess sem viðunandi getur talist (Grétar Hrafn Harðarson o.fl. 2006)
verða niðurstöður blóðefnagreininga fyrir kopar að teljast góðar. Aðeins 2,2% sýna
eru undir viðmiðunarmörkum fyrir kopar. Þegar litið er á sink hins vegar, er mun
hærra hlutfall sýna undir viðmiðunarmörkum eða 23,8% og aðeins 0,3% yfir mörkum.
Alvarlegur skortur er á seleni í heyi og endurspeglast það glögglega í niðurstöðum
blóðefnagreininganna þar sem 43,4% sýna er undir æskilegum viðmiðunarmörkum og
aðeins 3,1% sýna em með GSHpx virkni yfir 100 ein/ml rauðra blóðkoma (rbk) sem
telst í sjálfu sér ekki mikil virkni.
Ekki er vitað um joðstyrk í gróðri á Islandi, en margt bendir til þess að hann sé lágur.
Sjáanlegur joðskortur er algengur í sauðfé á Suðurlandi og veldur nær árlega nokkrum
unglambadauða. T4 er hér notað sem aðalmælikvarði á joðstöðu en ólífrænt joð PII
var mælt í hluta sýnanna til að fá gleggri mynd. Deilt er um það hve góður
mælikvarði styrkur T4 er á joðstöðu. 9,5% sýna em undir 26nmol/l sem er býsna
sterk ábending um joðskort. 34,9% sýna em á mörkum þ.e. >26 en <43nmol og
rúmlega helmingur sýna em >43nmol og ólíklegt að um nokkum joðskort sé að ræða
þar. PII, sem talinn er betri mælikvarði á joðstöðu nautgripa, er lágt (<70nmol) í 62%
sýna sem bendir eindregið til að joðskortur sé staðreynd í stómm hluta kvígna.
E-vítamín er mikilvægt í ónæmis- og andoxunarkerfum líkamans. Við burð á sér stað
ákveðin bæling á ónæmiskerfinu og styrkur E-vítamíns er í lágmarki. Rannsóknir
hafa tengt E-vítamínskort á þessu viðkvæma tímabili við ýmsa kvilla eins og
dauðfædda kálfa, fastar hildir og legbólgur. Talsverður breytileiki er á styrk E-
vítamíns en aðeins 1,3% sýna geta talist undir viðmiðunarmörkum.
3. tafla. Skipting blóðsýna í prósentum eftir styrk snefilefna og viðmiðunarmörkum (skyggð).
Viðmiðunarmörk Hlutfall (%) sýna
* ** *** undir innan yfir mörkum
Cu nmol/1 9-19 10,2-20,4 9,6-20,4 2,2 53,9 43,8
GSHPx ein/ml rbk >30 40-169 43,4 53,5 ^ J ****
PII pg/1 >70 100-300 62,0
T4 nmol/1 26-43 9,5 34,9 55,5
E - vítamín )tmol/l >2,4 1,3
Zn umol/1 15-27 10,7-30,6 10,5-21,0 23,8 75,9 0,3
* Veterinary Laboratory Agency ; **Teagasc, Grange Research Centre; ***T Larsen, University of Aarhus,; **** >100ein
Blóðsýnin vom einnig flokkuð með tilliti til afdrifa kálfanna (tafla 4 og viðauki).
Enginn munur reynist vera á styrk snefilefna og E-vítamíns í blóði kvígna sem bám
lifandi kálfum og þeirra þar sem kálfamir drápust við burð.