Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 551
VEGGSPJÖLD | 549
Lómur og Skúmur - uppruni
í kynbótum og tilraunastarfí kom í ljós, að það er ekki út í hött, að nágrannar okkar
austanhafs nota eingöngu sexraðabygg í nyrstu byggðum. A stuttu sumri er
auðveldara að ná mikilli uppskeru með þeirri gerð af byggi en hinu tvíraða. Við
tilraunir hérlendis kom líka í ljós, að norðanlands stóðu Skegla og Kría erlendum
sexraðayrkjum ekki á sporði að uppskeru til, þótt þær bættu hlut sinn með öryggi í
hvassviðrum.
í öllum erlendum byggyrkjum, sem undirritaður þekkir, er sexraða ax tengt grófum en
veikburða stöngli og öx af því tagi missa títu og komið líka, ef hvessir. Haustið 1997
hófust tilraunir á Korpu til að rjúfa þessi tengsl með því að víxla saman lágvöxnum og
strásterkum tvíraðayrkjum annars vegar og fljótþroska sexraðayrkjum hins vegar.
Best reyndust fara saman norska sexraðayrkið Arve og tvíraða kynbótalína komin af
danska maltbygginu Sepac.
Eftir margbrotið úrval og umfangsmiklar tilraunir í tíu ár eru yrkin nú fullbúin.
Lórnur hefur þegar verið skráður hjá sáðvörueftirlitinu, Skúmur fær væntanlega
sambærilega skráningu að ári.
Lómur og Skúmur - lýsing
Einkenni: Lómur og Skúmur em albræður, ef svo má að orði komast, og nauðalíkir.
Axið er langt, oft með allt að 50 kom. Stöngullinn er mjög stuttur og hæð plöntunnar
hefur mælst í tilraunum á Korpu að meðaltali 60 sm undir ax og er það ekki nema
rúmur helmingur af hæð foreldrisins Arve (sjá 2. töflu). Stöngullinn er afar sterkur og
hefur til þessa hvorki sést bældur né brotinn. í tilraunum hefur aldrei verið borið svo
mikið á þessi yrki, að þau sýndu minnsta vott af legu, þótt allt færi flatt í kringum þau,
ekki hafa þau heldur brotnað, þótt staðið hafi langt fram á haust. Títan situr föst á
kominu til hins síðasta, en hreinsast vel af við þreskingu. Þetta einkenni er tengt því,
að komið situr fast í axi og það er forsenda þess að yrkin missi ekki kom í
hvassviðrum á hausti.
1. tafla. Uppskera úr tilraunum 2004-2007, sjö tilraunir nyrðra og níu syðra.
Komuppskera, t þe. á hektara
Yrki Uppruni Gerð nyrðra syðra landið allt
Lómur íslenskt 6r 6,5 4,9 5,6
Skúmur íslenskt 6r 6,4 5,0 5,6
Judit sænskt 6r 6,1
Tiril norskt 6r 5,5
Olsok norskt 6r 5,5 3,7 4,5
Arve norskt 6r 5,2 3,1 4,0
Kría íslenskt 2r 5,4 4,7 5,0
Filippa sænskt 2r 4,9 4,4 4,6
Saana fmnskt 2r 4,3
Rekyl sænskt 2r 4,2