Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 315
MÁLSTOFA G - ÁHRIF LANDNÝTINGAR Á KOLEFNISJÖFNUÐ ÍSLANDS | 313
á landi til að koma í stað þeirrar olíu sem nú eru notuð, en það eru um 600.000 t á ári
samkvæmt vef Orkustofnunar. Þótt það tækist að auka uppskeruna frá því sem áætlað
var, og þótt yrki af sumareinærum afbrigðum fengjust sem ná þroska hér á landi, er
þess að gæta að olíujurtimar þurfa að vera í sáðskiptum og því ekki ræktaðar ár eftir
ár á sama akri. Það virðist næsta augljóst að olíujurtir geti seint gefið af sér nema
takmarkaðan hluta þess dísileldsneytis sem notað er á Islandi, varla nóg í 5% blöndu.
Hagkvæmnin er einnig háð því að gott verð fáist fyrir olíukökumar sem verða til
þegar fræið er pressað. Þær em gott próteinfóður, en takmörk em fyrir því hve
markaðurinn getur tekið við miklu.
Islenska lífmassafélagið vinnur að könnun á hagkvæmni etanólverksmiðju á Islandi
og er niðurstöðu að vænta innan fárra mánaða. Markmiðið er að geta blandað 15%
etanóli í bensín, en til þess þyrfti 30 millj. lítra. Hráefni yrði fyrst og ffemst seinslegið
hey, en einnig alaskalúpína og einærar tegundir eins og bygg eða haffar. Ráðunautar á
Selfossi og Akureyri mátu hvort og hvar land væri tiltækt, og miðað við varfæmislegt
mat á uppskeru gæti landþörf verið um 13.000 ha (Hólmgeir Bjömsson 2007a).
Kostnaður þarf að verða minni en áætlað var í fyrri skýrslu (Hólmgeir Bjömsson o.fl.
2004). Með því að safna uppskerunni votri í stakka á velli sem breitt er undir og yfir
og hafa sem styst að flytja má lækka kostnað, jafnframt því að velja frjósamt land sem
er auðvelt að rækta. Hagkvæmnin veltur einnig mikið á því hvert verðmæti annarra
afúrða verður, og hún hlýtur að fara mjög batnandi eftir því sem meiri reynsla fæst.
Þess er að vænta að etanól njóti einhverrar ívilnunar í gjöldum vegna þess að losun á
CO2 minnkar, og olíuverð fer hækkandi svo að ffamleiðsla á því ætti að verða
hagkvæm fyrr eða síðar.
Nær engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi sem miðast beint við að uppskera
trénað gras til framleiðslu á orku. Vallarfoxgras er tegund sem gefur mikla uppskeru
og endist vel, einkum ef seint er slegið. Samkvæmt norrænum niðurstöðum má ætla
að strandreyr sé sú tegund sem hvað best geti reynst, og sú litla reynsla sem fengist
hefur hér á landi stangast ekki á við það. Engar tilraunir hafa verið gerðar með
samanburð yrkja við breytileg skilyrði, en ekki er ólíklegt að uppskera að hausti geti
sums staðar orðið >10 t/ha. í Finnlandi var ræktunin komin í 20.000 ha 2007. Grasið
er ekki slegið að hausti heldur hirt sem þurr sina síðla vetrar. Þá skila flest
næringarefni sér í rætur og jarðveg og áburður sparast, endingin verður mikið betri og
ekki þarf að kosta neinu til að þurrka uppskeruna. Gerir þetta allt mikið meira en vega
upp minni uppskeru, en hins vegar reynist erfitt að ná sinunni upp af jörðinni (Pahkala
2007). Ef geyma má uppskeruna vota til etanólframleiðslu mætti slá snemma vetrar,
t.d. í október, og ná samt helstu kostum þess að slá ekki í lok sumars. Reynslan er
óskipulegur kennari og of dýrkeypt til að komast að slíkum niðurstöðum. Því þarf
tilraunir og rannsóknir sem gætu þurft að standa í 10-20 ár.
Hugmyndir eru um að hagnýta alaskalúpínu sem lífmassa. Eitt helsta vandamálið er
að tryggja viðunandi endingu ræktunarinnar. Hún reynist þó þola að vera slegin í
nokkur ár meðan hún er enn græn ef það er gert seint (1. mynd). Á Geitasandi þurfti
að bera á bæði brennistein og fosfór. Minnkandi uppskera á Korpu gæti verið vegna
þess að annar gróður var farinn að sækja á (um 20%), en líklegri skýring er að skortur
á áburðarefnum, t.d. fosfór, hafi farið vaxandi. Einnig geta þættir eins og áhrif sláttar á
plöntumar og aldur þeirra eða breytilegt árferði valdið. Ending lúpínunnar er betur
tryggð ef slegið er seinna, en hún stendur illa og rotnar tiltölulega fljótt í rigningartíð.
Kostir lúpínu sem lífmassa em annars vegar að ekki þarf að eyða orku í framleiðslu
N-áburðar og hins vegar að kolefni safnast í snauðan jarðveg. Það gerist þó einnig í
ábomu túni.