Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 69
MÁLSTOFA B - LANDBÚNAÐUR, UMHVERFI OG HEILSA | 67
Fæðuframleiðslan og næring
Talið er að 2 milljarðar manna búi við skort á snefilefnium á borð við jám, joð, sink
og selen (Environment Canada, 2002), flestir í þróunarlöndunum. Fæðufram-
leiðslunni og þar með ffamboði matvæla er afar misdreift á jörðinni. A norðlægum
slóðum háttar þannig til að jarðfræðilegar aðstæður leiða oft til frjósams jarðvegs. Þar
sem meginlandsjökull ísaldar gekk yfir og á jaðarsvæðum jökulhettunnar em nú
kombelti Bandaríkjanna og Evrópu. Móðurefiii jarðvegsins em rmg og veðrast ört á
þessum slóðum, sem leiðir til betra næringarástands en í hitabelti jarðar. Slík svæði
em einnig að fmna á eldfjallasvæðum, flæðisléttum og við árósa, þar sem
fæðuframleiðsla er einnig mikil. I Afríku og öðrum hitabeltissvæðum er moldin
víðast mjög gömul og þróuð og næringarástand moldarinnar lakari. Hitinn veldur
einnig örri umsetningu næringareína og því er stór hluti næringarinnar á slíkum
svæðum bundinn í gróðrinum ofanjarðar.
Örar tækniframfarir og bætt ræktunartækni hafa skilað margfaldri uppskem miðað við
það sem áður var, m.a. hin svokallaða græna bylting, en annars væri útilokað að
brauðfæða þann fjölda jarðarbúa sem nú er (sjá t.d. Cassman og Wood, 2005).
Fæðuframleiðsla iðnríkja hefur tekið stórstígum ffamforam, sem leiddi affur til
offramboðs og nú er hægt að framleiða fæðu iðnríkja á broti þess lands sem áður
þurfti. Þá er það afar mikilsvert að fjölmennustu ríki veraldar, Kína og Indland geta
einnig brauðfætt sina íbúa. A meðan býr stór hluti íbúa jarðarbúa við hungurmörk og
vaxandi íbúafjölda, ekki síst í Afríku. Þar er jarðvegur og lofslag, sem og innviðir
þjóðfélaganna ekki með þeim hætti að tekist hefur að ráða bug á hungurvofunni (sjá
t.d. FAO, 2002).
Þetta eru vitaskuld alþekktar staðreyndir. Það er hins vegar mikilvægt að hafa þennan
mun á milli svæða í huga. Aukin framleiðslugeta á svæðum þar sem er ofgnótt
matvæla losar ekki hungraða í fátækari löndunum ffá hungurvofunni. Ódýr
framleiðslukostnaður í iðnríkjum sem og niðurgreiðslur hafa afar hamlandi áhrif á
þróun matvælaframleiðslu í þróunarlöndum, þar sem framleiðslukostnaðurinn er í
raun meiri. Mikil ffamleiðsla á flatareiningu getur einnig valdið margvíslegum
umhverfisvandamálum þegar til lengri tíma er litið, jarðvegsrofi, mengun og lélegra
næringarástandi jarðvegs, minnkandi vatnsmiðlun o.s.ffv. Þessi hnignun ræktarlands
og vistkerfa getur síðan aftur haft áhrif á lýðheilsu. Ahugi neytenda á lífrænum
matvælum í Evrópu og Norður-Ameríku er því að mörgu leiti eðlilegur, bæði með
vegna vaxandi umhyggju fyrir landi og mold, bættri umhverfisvitund, almennum
áhuga á næringarffæði og áhuga fyrir aðbúnaði húsdýra. Um leið verður til nýr
markaður fyrir matvælaframleiðslu í iðnríkjum sem víða bætir afkomumöguleika
framleiðenda.
Lokaorð
Moldin er miðill fyrir næringarhringrás jarðarinnar. Lýðheilsa er háð því sem jörðin
gefur af sér, í magni og gæðum. Ríki Norður-Evrópu og Norður-Ameríku búa við
frjóa jörð sem gefúr mikið af sér og yfirleitt gætir ekki vandamála vegna
næringarefna, ofgnóttar eða skorts í fæðunni. Efnahagur þessara ríkja hefur einkennst
af gnægð matvæla enda þótt æ stærri svæði séu tekin úr ræktun. Utskolun
áburðarefna ásamt mengun og þéttbýlismyndun skerða þó gæði moldar á þessum
svæðum í auknum mæli. í heitum þróunarlöndum er moldin oft ófrjórri og meiri hætta
á skorti á ýmsum næringarefnum. Mikilvægt er að hafa í huga að lausnir iðnríkja og