Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 517
VEGGSPJÖLD | 515
SkógVatn -Kynning á rannsóknarverkefni um áhrif skógræktar og
landgræðslu á vatnavistkerfí
Helena Marta Stefánsdóttir1, Karólína Einarsdóttir2, Berglind Orradóttir1, Brynhildur
Bjamadóttir3, Edda S. Oddsdóttir3, Franklín Georgsson4, Freysteinn Sigurðsson5,
Gintare Medelyte2, Gísli Már Gíslason6, Guðmundur Halldórsson7, Hlynur
Óskarsson1, Hreinn Óskarsson8, Jón S. Ólafsson2, Julia Broska6, Nikolai Friberg9,
Sigurður Guðjónsson2, Bjami D. Sigurðsson'
1Landbúnaðarháskóla íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík; 2Veiðimálastofnun,
Keldnaholti, 112 Reykjavík; 3Skógrœkt ríkisins, Mógilsá, 116 Reykjavík; 4Matís,
Borgartúni 21, 105 Reykjavík; 5áður á Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík,
6Háskóli íslands, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; 7Landgræðsla ríkisins,
Gunnarsholti, 851 Hella; 8Hekluskógar, Gunnarsholti, 851 Hella; 9Macauly Land
Use Research Institute, Skotland.
Útdráttur
SkógVatn er víðtækt rannsóknaverkefni sem hófst 2007. Verkefnið er unnið í
samstarfi átta stofnana og fjórir háskólanemar nota það til æðri prófgráðu.
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að meta áhrif gróðurfarsbreytinga á vatnsgæði,
vatnshag og vatnalíf. Hér em settar fram helstu rannsóknartilgátur og fjallað um þær
aðferðir sem beitt er til að svara þeim. í verkefninu felast þrjár megintilgátur: Að
skógrækt og landgræðsla: a) auki lífmagn í vatni, b) bæti vatnsgæði og c) jafni rennsli.
Inngangur
Framkvæmdir við landgræðslu og skógrækt hafa aukist vemlega á undanfomum ámm
og er frekari aukning fyrirsjáanleg (Bjami D. Sigurðsson og Amór Snorrason 2000).
Tilgangur þeirra framkvæmda er margþættur. Þar má nefna; endurheimt vistkerfa,
jarðvegsvemd, nytjaskógrækt, kolefnisbindingu, útivistarskógrækt o.fl. (Falk o.fl.
2006; Ólafur Amalds og Sigmar Metúsalemsson 1993; Bjami D. Sigurðsson og Amór
Snorrason 2000). Vatn er ein helsta auðlind þessa lands. Það er nýtt til framleiðslu
raforku, til heimilisnota, veiða og iðnaðar auk þess sem straumvötn og stöðuvötn em
mikilvæg búsvæði fjölda lífvera. Aukin þekking á áhrifúm skógræktar og landgræðslu
á vatn og vatnalíf er því mikilvæg.
Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á áhrifum gróðurfars á vatnalíf
(Gísli M. Gíslason o.fl 1998; Hákon Aðalsteinsson og Gísli M. Gíslason 1998).
Erlendar rannsóknir benda til að skógur og annað gróðurlendi hafi vemleg áhrif á
vatnshag, vatnsgæði og vatnalíf (Fisher og Likens 1973; Hynes 1975; Petersen o.fl.
1995; Geider o.fl. 2001). Erfitt er að heimfæra þessar niðurstöður á íslenskar aðstæður
sem em að mörgu leiti ólíkar því sem gerist erlendis. í því sambandi má nefna
veðurfar, gerð berggmnns (basalt) og jarðvegs (Andosol).
Ferli lífrænnar framleiðni er samfellt en þó með árstíðasveiflu (Hákon Aðalsteinsson
og Gísli Már Gíslason 1998). Sama gildir um áfok og ísig líffæns efnis og steinefha
frá landvistkerfúm út í vatnavistkerfi (Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson 2006).
Sveiflur í rennsli straumvatna em óreglulegri á lítt grónu landi þó árstíðasveiflu gæti í
báðum tilvikum (Hákon Aðalsteinsson og Gísli M. Gíslason 1998). Sískráning sem
flestra eðlis- og efnaffæðilegra þátta er því nauðsynleg þegar rannsaka á áhrif
landvistkerfa á vatnavistkerfi.