Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 73
MÁLSTOFA B - LANDBÚNAÐUR, UMHVERFI OG HEILSA | 71
Holl næring fyrir menn og jörð
Laufey Steingrímsdóttir1, Bryndís Eva Birgisdóttir2
1 Landbúnaðarháskóli íslands, auðlindadeild, 2Háskóli íslands, Rannsóknarstofa í
næringarfræði
Landbúnaður, umhverfi og hollusta
Umhverfísmál og hollusta eru áberandi í umræðunni um þessar mundir, enda óumdeilt
að bæði málin eiga brýnt erindi til samtímans. Landbúnaður tengist báðum þessum
málaflokkum náið, þar sem nýting auðlinda og framleiðsla matvæla er annars vegar.
Vistvæn framleiðsla og hollusta hafa því löngum verið áherslusvið í landbúnaði.
Umhverfísfræði og næringarfræði, sem er sú fræðigrein sem fæst um hollustu
matvæla og næringu mannsins, hafa hins vegar lítið ruglað saman reitum fram til
þessa. Þó má færa ágæt rök fyrir sterkum tengslum greinanna, og það sem meira er, að
það sé tilefni til náinnar samvinnu milli sviðanna, ekki síst við stefnumótun,
ráðleggingar og rannsóknir. Dæmin hafa þegar sannað að aðgerðir og þróun á öðru
sviðinu geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir hitt sviðið. Oftast eru þær afleiðingar til
góðs, þar sem hollusta fyrir fólk og heilsa jarðar eiga gjaman samleið. Nægir þar að
nefna vistvæna ræktun úr ómenguðum jarðvegi, ráðleggingar um aukinn hlut
jurtafæðis í stað mikillar kjötneyslu og neyslu lítið unninna matvæla, svo sem grófra
komtegunda í stað fínunninna komtegunda, eða kartaflna í staðinn fyrir kartöfluflögur
(Leitzmann, 2005). En afleiðingamar geta líka orðið til ills, gæti menn ekki að sér og
líti upp úr eigin fræðum. Hér verður fjallað um þróun næringarfræðinnar, og þörf
fyrir víðari sýn fyrir ráðleggingar um æskilega samsetningu fæðisins, stefnumótun og
rannsóknir innan greinarinnar, þar sem meðal annars er tekið mið af umhverfisþáttum
og innlendum aðstæðum.
Næringarfræðin á krossgötum
Næringarfræði stendur að vissu leyti á krossgötum. Þessi unga vísindagrein, sem
sprottin er úr lækna- og lífvísindum, á sér glæsilega sögu þar sem hún hefur opnað
augu manna fyrir vægi næringar og lífshátta á heilsu og skipt sköpum í baráttu við
marga alvarlega og útbreidda sjúkdóma. Þar á meðal era sjúkdómar sem skerða hvað
mest lífsgæði og lífslíkur manna um allan heim, hvort heldur er í þróunarlöndum eða
iðnvæddum ríkjum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar, og skortur á einstökum
næringarefnum, ekki síst joði, A-vítamíni, jámi, zinki og D-vítamíni, auk C-vítamíns,
níasíns og þíamíns í árdaga næringarfræðinnar (James o.fl., 2000). Þar hefur þróuninni
víða verið snúið við, hjarta- og æðasjúkdómar era á undanhaldi og skortsjúkdómar
víða lagðir að velli með sértækum aðgerðum, íblöndun bætiefna eða betra og
fjölbreyttara fæði.
A granni næringarfræðinnar birta opinberir aðilar og alþjóðasamtök á borð við
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ráðleggingar um æskilega samsetningu
fæðisins (WHO, 2003), stjómvöld víða um heim móta stefnu og aðgerðaáætlanir í því
skyni að bæta heilsu með hollari fæðu (Lýðheilsustöð, 2006; US Department of