Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 426
424 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Niðurstöður
Basavirkni var marktækt hærri í vötnunum á brunnu svæði en óbrunnu (samantekin
gögn fyrir júní-ágúst. t = -2,67, ft. = 16,p = 0,017), en svo var ekki um rafleiðni þrátt
fyrir tilhneigingu í þá veru (t = -1,39, ft. = 16, p = 0,183) (2. tafla). Bæði rafleiðni og
basavirkni jukust í langflestum vötnunum þegar leið á sumarið, sér í lagi í vötnum á
óbrunna svæðinu (1. og 2. mynd). Samhliða þessu lækkaði vatnsborð um 20-30 cm í
vötnunum og stóð lægst í þeim í ágúst. Hvorki var marktækur munur á hita- né
sýrustigi í vötnum á brunnu og óbrunnu svæði (p » 0,05). Gruggmagn var hins vegar
ávallt meira í vötnum á óbrunnu svæði en brunnu (t = 2,79, ft. = 16, p = 0,013) (2.
tafla).
2. tafla. Mæliniðurstöður á eðlisþáttum, helstu næringarsöltum, kolefni og blaðgrænu-a
í vötnum á Mýmm sumarið 2007. Styrkur nítrats (N03) var undir greiningarmörkum (<
1,0 fj.g/1) í öllum sýnum.
Júní________ ___________Júlí________ _________Ágúst________ Júní - Júlí - Ágúst
Óbrunnið Brunnið Óbrunnið Brunnið Óbrunnið Brunnið Óbrunnið Brunnið
Hitastig ('C) 15,6 ±0 16,1 ±0,7 17,2 ±0,1 18,1 ± 1,0 13,4 ±0,2 12,5 ± 0,2 15,4 ±0,6 15,6 ±0,9
Sýrustig (pH) 8,3 ±0,1 8,3 ± 0,3 8,6 ± 0,4 8,5 ± 0,3 8,2 ±0,1 8,2 ±0,1 8,4 ±0,1 8,4 ±0,1
Rafleiðni (þtS/cm) 130 ±5 144 ± 12 156 ±5 169 ± 16 159 ±9 184 ±25 148 ±6 166 ± 11
Basavirkni (|xmol/l) 313± 19 512 ±93 459 ±31 662 ± 77 500 ± 44 880 ± 230 424 ± 33 685 ± 92
Grugg (FNU) 26,6 ± 7,0 5,8 ± 0,9 4,0 ± 2,2 1,4 ±0,4 14,7 ± 2,3 4,4 ± 0,8 15,1 ±3,9 3,9 ± 0,7
Fosfór T-P (gg/1) 62 ± 11,6 18 ± 1,5 21 ±7,2 11 ± 1,0 46 ± 8,2 18 ±3,9 43 ± 7,5 16 ± 1,7
Fosfat P04 (ng/1) 13,7 ± 1,45 5,0 ±0 5,3 ± 1,86 3,7 ± 0,88 11,0 ±2,65 5,7 ± 1,20 10,0 ± 1,60 4,8 ± 0,52
Köfnunare. T-N (gg/1) 357 ± 24 248 ±7 422 ± 20 347 ± 49 483 ±6 337 ± 29 421 ±20 311 ±23
Ammóníak NH4 (j_tg/l) 9,5 ±2,86 <2 9,0 ±0 <2 15,0 ±5,00 <2 12,2 ±2,23 <2
Kolefiii TOC (mg/1) 4,8 ± 0,57 3,9 ± 0,09 5,1 ±0,38 5,3 ± 0,95 6,4 ± 0,46 5,4 ± 0,64 5,4 ± 0,35 4,9 ± 0,42
Blaðgræna-a (pg(l) 24,4 ±5,4 3,8 ± 0,6 4,9 ± 2,4 3,7 ± 1,4 20,9 ±6,1 5,4 ± 0,5 16,7 ±3,9 4,3 ± 0,5
Styrkur næringarsaltanna fosfórs, fosfats og köfnunarefnis var marktækt minni á
brunnu svæði en óbrunnu (samantekin gögn fyrir júní—ágúst. T-P; t = 3,52, ft. = 16, p
= 0,003, P04; t= 3,11, ft. = 16,/? = 0,007, T-N; t= 3,59, ft. = 16,p = 0,002) (2. tafla).
Sama gilti um ammóníak, en styrkur þess var í öllum tilfellum undir
greiningarmörkum í vötnunum á brunna svæðinu. Fosfór- og fosfatstyrkur mældist
iðulega lægstur í júlí, jafnt í vötnunum á brunna sem óbrunna svæðinu og voru
styrksgildin sér í lagi frábrugðin gildunum í júní (T-P; t = 2,99, ft. = 4, p = 0,040,
P04; t = 3,54, ft. =4,p = 0,024).
Magn blaðgrænu-a (2. tafla) var marktækt miklu minna í vötnunum á brunna svæðinu
en því óbrunna (samantekin gögn fyrir júní—ágúst; t = 3,17, ft. = 16, p = 0,006) og var
svo í júní (t = 3,80, ft. = 4, p = 0,019) og ágúst (t = 2,52, ft. = 4, p = 0,046), en ekki
júlí (t = 0,43, ft. = 4, p = 0,688). í júlí var lítið af blaðgrænu-a á báðum svæðunum og
svipað því sem það var á brunna svæðinu í júní og ágúst. Athyglisvert er hve magn
blaðgrænu-a og styrkur fosfats fylgist vel að í vötnunum á báðum svæðunum (3.
mynd). Mjög áþekk tengsl voru einnig á milli heildarstyrks fosfórs (T-P) og magns
blaðgrænu-a (óbrunnið svæði; r = 0,41, ft. = l,p = 0,280; brunnið svæði; r = 0,89, ft.
= 7, p = 0,001). Þetta bendir nokkuð eindregið til þess að fosfór fremur en
köfnunarefni hafi verið takmarkandi næringarefni fyrir vöxt frumframleiðenda í
vötnunum.