Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 402
400 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Að nálgast neytandann:
Viðhorf bænda til beinnar sölu og upprunamerkinga
Magnfríður Júlíusdóttir, Anna Karlsdóttir og Jórunn íris Sindradóttir
Land- og ferðamálafrœðiskor, Háskóli Islands
Inngangur
Meðal leiða sem íslenskir bændur hafa fetað síðustu árin í nýbreytni í rekstri, er bein
sala afurða til neytenda. Formið er misjafnt, frá því að kaupandinn mæti heim í hlað
eða bóndinn í stórmarkaðinn, yfir í að pöntun berist um langan veg í gegnum
ijarskiptatækni samtímans. Meginstef í markaðssetningunni er að neytandinn komist
nær uppruna afurðanna og að „gæði“ felist í vitneskju um upprunastað,
framleiðsluferil og í milliliðalausu sambandi framleiðanda og neytanda.
I erindinu er gerð grein fyrir reynslu og viðhorfum bænda sem farið hafa þá leið að
selja beint, sem oft á tíðum tengist aukinni heimavinnslu afurða. Greiningin byggist á
viðtölum sem tekin voru víða um landið 2007 í rannsóknarverkefninu Litróf
landbúnaðarins. Meginmarkmið þess er að kanna áherslusvið í ijölþættingu íslensks
landbúnaðar, m.a. út frá kenningarlegu sjónarhomi um sjálfbært lífsviðurværi og
staðsetningu býla.
Upprunamerkingar og bein saia
Á síðustu 10-15 ámm hefur orðið mikil aukning í rannsóknum á þróun tengslaneta í
ffamleiðslu og sölu matvæla, sem em frábmgðin ráðandi formi iðnaðarframleiðslu í
landbúnaði og sölu í stórmörkuðum. Áhersla er lögð á samspil ffamleiðenda og
neytenda í mótun ofangreindra nýjunga (Goodman & DuPuis, 2002; Holloway o.fl.,
2007), auk stefnumótunar stjómvalda í einstaka ríkjum, á vettvangi
Evrópusambandsins og alþjóðastofnana (Gafsi o.fl., 2006; Potter, 2006). í evrópskum
rannsóknum er áherslan á hvort og hvemig þessar nýju leiðir geti rennt styrkari
stoðum undir rekstur minni býla og búsetu í sveitum (Goodman, 2004; Marsden &
Smith, 2005; Holloway o.fl., 2007). Frumkvöðlar, gæði matvæla og endursköpun
tengsla við stað og neytendur eru lykilþemu (Ilbery o.fl., 2006). í bandarískum
rannsóknum beinast sjónir meira að tengingu við pólitíska orðræðu og baráttu fyrir
bættri umgengni um náttúm og félagslegu réttlæti. Lífræn framleiðsla, styttri
flutningsvegalengdir (Selfa & Qazi, 2005), stuðningur nærsamfélags (Community
Supported Agriculture) í fonni áskriftar að uppskeru smábænda (Schnell, 2007) og
aðstæður landbúnaðarverkamanna em áberandi viðfangsefni.
Verkefnið Litróf landbúnaðarins er í takt við ofangreindar áherslur í evrópskum
rannsóknum um samspil þróunar í landbúnaði og byggðaþróunar. Þróun nýrra
tekjustofna til sveita og viðhorf bænda til nýbreytni í vöm og þjónustu er eitt af
meginviðfangsefnunum. Eins og fram kom í inngangi er hér fjallað um heimavinnslu
afurða, beina sölu bænda og aukna áherslu á að gera uppmna afurða sýnilegri, sem
dæmi um nýbreytni sem bændur hafa lagt út í.
Umræðan um uppmnamerkingar og rekjanleika matvæla dregur fram samspil
neytenda, framleiðenda og stjómvalda í umbreytingarferlum í landbúnaði. Tilfelli og
tenging dýrasjúkdóma á borð við kúariðu og fúglaflensu við sjúkdóma í mönnum