Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 298
296 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
kolefni þá er nauðsynlegt að líta á þann jöfnuð (Janzen 2005). Þessi svæði ættu að
henta mjög vel til kolefnislandbúnaðar (Farming carbon) sem Lal (2007) ræðir
ítarlega.
Vel gróið þurrlendi
Athuganir á skógræktarsvæði (Ritter 2007) gáfu til kynna að kolefnisprósentan
lækkaði tímabundið en hækkaði síðan að u.þ.b. tveimur áratugum liðnum. Hér hefur
nýræktað skóglendi nýtt sér losun næringarefna úr jarðvegi eins og vel er þekkt þegar
graslendi er brotið til akuryrkju og safnast að nýju er landinu er aftur breytt í graslendi
(Janzen 2005). Þetta hafa ræktendur nýtt sér öldum saman og þá mun magn kolefnis í
jarðvegi hafa sveiflast nokkuð eftir því hvað var ræktað. Þetta hefur ekki verið
athugað á Islandi, en fyrstu niðurstöður benda til að notkun áburðar og aukin uppskera
leiði til aukningar á C í jarðveginum. Hvað gerist í akuryrkju þar sem land er plægt
árlega hefur ekki verið athugað á íslandi, en dæmið úr skógræktinni gæti bent til þess
að eitthvað gangi þá á kolefnið líkt annars staðar þar sem akuryrkja er stunduð (Lal
2004, 2007, Janzen 2005).
Mýrlendi
Mýrar ber að skoða sérstaklega. Þær geyma langmest kolefni, oft á milli 100 og 200 t
ha"1. Mikið af því er bundið í hálfrotnum jurtaleifum sem rotna auðveldlega ef súrefni
kemst að. Ur votlendi losnar einnig metan sem er þekkt gróðurhúsalofttegund og þarf
að hafa í huga við endurheimt votlendis. Flestar breytingar á landnýtingu leiða til
losunar á C02 úr mýrum (Dawson and Smith 2007). Mýrarjarðvegur er með
frjósamasta landi á Islandi og við framræslu losnar um ýmis næringarefni sem auka
frjósemina. Það er því spuming á hvem hátt hægt er að halda landi í rækt og jafnframt
draga úr losun á koltvísýringi, t.d. með því að stjóma grunnvatnsstöðu.
Mikið af mýrlendi er á láglendi og er ásókn í það til annarra nota, undir byggingar og
samgöngumannvirki eða til ffístundaiðkana. Þessi notkun leiðir til losunar á
koltvísýringi ekki síður en landbúnaður og skógrækt. Það er því stór spuming hvemig
þessi auðlind skuli nýtt og hver skylda okkar er til að varðveita hana til komandi
kynslóða.
Þakkir
Umhverfís- og Orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur veitti styrk í verkefnið.
Heimildir
Amheiður Þórðardóttir og Þorsteinn Guðmundsson, 1994: Jarðvegskort af Hvanneyri. Rit
Búvísindadeildar 4, 44 bls. + 3 Kort.
Amór Snorrason, Bjami Diðríksson, Grétar Guðbergsson, Kristín Svavarsdóttir og Þorbergur Hjalti
Jónsson, 2002. Carbon sequestration in forest plantations in Iceland. Búvísindi 15, 81-93.
Asa Aradóttir, Kristín Svavarsdóttir, Þorbergur Hjalti Jónsson og Grétar Guðbergsson, 2000. Carbon
accumulation in vegetation and soils by reclamation of degraded areas. Búvísindi 13, 99-113.
Ása Aradóttir, Kristín Svavarsdóttir og Jón Guðmundsson, 2006. Binding koleínis á
landgræðslusvæðum. Fræðaþing landbúnaðarins 2006, 245-248.
Bjami Helgason, 1975. Breytingar á jarðvegi af völdum ólíkra tegunda köfnunareínisáburðar.
Samanburður þriggja tegunda köfnunarefnisáburðar. Isl. landbún. 7 (1-2), 8-19.
Brynhildur Bjamadóttir og Bjarni D. Sigurðsson, 2007. Kolefnisbinding með nýskógrækt. Nýjustu
niðurstöður. Fræðaþing landbúnaðarins 2007, 139-145.