Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 475
VEGGSPJÖLD | 473
Icelandic Agricultural Sciences:
Alþjóðiegt tímarit á ensku fyrir vísindagreinar í lífvísindum
Bjami E. Guðleifsson Bjami Diðrik Sigurðsson2 og Sigurður Ingvarsson 3
1 Landbúnaðarháskóla Íslands, Möðruvöllum, 601 Akureyri, 2Landbúnaðarháskóla
Islands, Hvanneyri, 311 Borgarnes, 3 Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafrœði,
Keldum, 112 Reykjavík
Útdráttur
Hér er fjallað um alþjóðlega vísindaritið Icelandic Agricultural Sciences (IAS) sem
gefíð er út af Bændasamtökum íslands, Hólaskóla - Háskólanum á Hólum,
Landbúnaðarháskóla Islands, Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði á Keldum,
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, Landgræðslu ríkisins og Veiðimálastofnun.
Megin áhersla er lögð á efnistök og birtingar í ritinu siðustu fímm árin (2003-2007) og
grein gerð fyrir því hversu auðfundið efnið er í leitarvélum. IAS hefur sína eigin
heimasíðu, www.ias.is þar sem hægt er að fá leiðbeiningar um birtingar í ritinu og
nálgast rafræn afrit af öllum vísindagreinum sem birst hafa í því.
Inngangur
Tímaritið Icelandic Agricultural Sciences (IAS) kemur út einu sinni á ári og birtir
greinar um öll svið lífvísinda sem tengjast landnýtingu (e: applied life sciences). Þar
sem ritið er alþjóðlegt, þá þurfa vísindagreinar ekki að fjalla um íslenskar aðstæður,
en gerð er sú krafa að rannsóknimar séu tengdar lífvísindum svæðisins milli
laufskógabeltisins og heimskautasvæða. Helstu áherslusvið ritsins em m.a. ræktun
dýra og plantna, plöntu- og dýrasjúkdómar, skógrækt og landgræðsla, veiðimál á
landi, vatni og sjó, umhverfisrannsóknir á landi og í vatni, og séríslensk vistkerfi
(jarðhitasvæði, hraun, eldfjallajarðvegur, o.s.frv.). Ritið birtir fyrst og fremst
niðurstöður rannsókna sem ekki hafa birst áður á alþjóðavettvangi. Einnig em birtar
yfirlitsgreinar um afmörkuð ffæðasvið. Öll handrit sem send em ritinu til birtingar em
ritrýnd af að minnsta kosti tveimur faglegum ritrýnum, þar af einum erlendum.
Ritið er gefið út af Bændasamtökum íslands, Hólaskóla - Háskólanum á Hólum,
Landbúnaðarháskóla íslands, Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði á Keldum,
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, Landgræðslu ríkisins og Veiðimálastofnun.
Ritstjóri (Bjami E. Guðleifsson) og tveir aðstoðarritstjórar (Sigurður Ingvarsson og
Bjami D. Sigurðsson) annast daglegan rekstur IAS og viðhald á heimasíðu.
Ritið á sér um 40 ára sögu, en fímm ár em síðan því var breytt í ritrýnt alþjóðlegt rit
sem birtir eingöngu vísindagreinar á ensku með íslenskum útdrætti. Aður en sú
breyting var gerð hét ritið Búvísindi - Icelandic Agricultural Sciences sem birtist í 15
árgöngum á ámnum 1988-2002. Á undan því kom ritið út á ámnum 1969-1984 undir
nafhinu íslenskar landbúnaðarrannsóknir.
Ritinu er dreift til áskrifenda víða um heim, einstaklinga, bókasafna,
landbúnaðarháskóla og rannsóknastofnana. Ritið er á skrá hjá CAB Abstracts og
gagnagmnni BIOSIS og er því aðgengilegt á alþjóðavettvangi. Enn fremur er hægt að
nálgast öll fyrri hefti Búvísinda og IAS á vefnum á heimasíðu ritsins (www.ias.isV
Leiðbeiningar um greinaskrif og skil efnis em á heimasíðunni og er lokafrestur til
skila á efni 1. mars ár hvert.