Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 192
190 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
25%. Þetta þýðir að kaupverð véla er afskrifað um 90% á 10 árum og þá er afskriftum
hætt. Skattaleg fyming hvers árs fer því nærri því að vera raunveruleg meðalfyming
sé miðað við 10 ára endingartíma véla og að hrakvirði sé 10% af kaupverði. Við
þessa fymingu bætist síðan fjármagnskostnaður sem var áætlaður 7% á ári af því
ljármagni sem var bundið í vélunum. Meðalfjármagnsbinding var reiknuð sem
fimmföld ársfyming. En það samsvarar því að vélakosturinn sé allur endumýjaður á
10 ára fresti og ijármagnaður með láni til 10 ára á 7% vöxtum.
Greiningin sýndi að meðalfyming vegna fóðuröflunar á búunum 27 í Eyjafirði nam
ríflega einni milljón á ári. Þetta samsvarar árlegri nýljárfestingu í vélum.
Meðalijárbinding í vélum er því um 5 milljónir miðað við að allur vélaflotinn sé
endumýjaður á 10 ára fresti og afskrifaður á 10 árurn.
I útreikningum er öllum kostnaði deilt á vetrarforðann, hey og kom. Kostnaður sem
fellur til vegna beitar er ekki tekinn út og kostnaður vetrarforðans því lítillega
ofreiknaður. Einnig er rétt að nefna að kostnaður er án vinnulauna sem hafa verið
áætluð um 3 kr á fóðureiningu. Ennfremur em frumræktunarkostnaður og landleiga
ekki tekin inn í útreikningana.
Fóðurkostnaður kúabúa 2006
I 1. töflu má sjá niðurstöður útreikninga á fóðuröflunarkostnaði. í ljós kemur áberandi
munur á kostnaði í Eyjafirði og á Suðurlandi. Heildar kostnaður á framleidda
fóðureiningu er 15,9 kr í Eyjafirði en 19,9 kr á Suðurlandi. Meðal búreikningabúið er
þama á milli. Munurinn liggur bæði í breytilegum og föstum kostnaði búanna.
Kostnaður við áburð er áberandi hærri á Suðurlandi en verktökukostnaður nokkm
lægri en hjá eyfirsku búunum. Þá er fastur kostnaður einnig hærri á Suðurlandi og
munar þar um 25%. Skýringin á þessu gæti verið almennt meiri notkun vélaverktaka í
Eyjafirði en 8 af 27 búum kaupa þjónustu verktaka við heyskap.
1. tafla. Kostnaður (kr/fóðureiningu) við heimaaflað fóður á eyfirskum og
sunnlenskum búum árið 2006 ásamt samanburði við búreikningabú sama ár.
Eyjafjörður Suðurland Búreikningabú
Áburður og sáðvara 3,9 6,1 5,0
Rekstur búvéla (75%) 3,0 3,4 3,5
Plast og gam 1,5 1,7 1,6*
V erktökukostnaður 1,1 0,7 0,9*
Breytilegur kostnaður alls 9,5 11,9 11,0
Fastur kostnaður 6,4 8,0 7,6
Kostnaður alls kr á fóðureiningu 15,9 19,9 18,6
Þegar kostnaðinum er deilt á innvegna lítra hækkar hann lítillega (2. tafla). Að jafnaði
eru framleiddar fóðureiningar um 3-5% fleiri en innvegnir lítrar. Heimaaflað fóður
kostaði því að jafnaði 16,7 kr á innveginn lítra hjá Ráðhildarbændum en 20,6 kr á
innveginn lítra hjá Sunnubændum. Hjá búreikningabúunum var kostnaðurinn að
jafnaði 19,6 kr. Fróðlegt er að reikna þennan kostnað yfir í heykostnað. Sé tekið tillit
til launa má gera ráð fyrir að heildarfóðuröflunarkostnaður sunnlenskra búa sé um 23
kr á fóðureiningu. Ef miðað er við þurrlegt rúlluhey og rúllur sem em 1,4 m í þvermál
má ætla að að um 380 þurrefniskíló séu í rúllunni. Sé um að ræða hey með 0,8
fóðureiningar í kílói þurrefnis er framleiðslukostnaður rúllunnar um 7.000 krónur.