Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 360
358 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
fiskeldisstöðvar, alla sem halda hross o.s.frv. Reglumar ná einnig yfir alla sem
framleiða fóður. Það á því við þá sem rækta fóður t.d. bygg, hveiti eða hey, einnig þá
sem framleiða fiskimjöl og lýsi svo og þá sem blanda fóður heimavið.
Reglumar ná einnig yfir alla verslun, dreifmgu og geymslu fóðurs. Þær ná því yfir
bændur, fóðurblöndunarfyrirtæki, innflytjendur fóðurs og útflytjendur fóðurs auk
flutningsfyrirtækja og verslana. Auk þess ná reglur um fóðuröryggi yfir fyrirtæki sem
selja, gefa eða meðhöndla á annan hátt aukaafurðir til fóðurgerðar. I þessum flokki
gætu verið bakarí, bjórframleiðendur, mjólkurbú og aðrir matvælaframleiðendur sem
láta einhverjar aukaafurðir til fóðurgerðar.
Hvaða fóður fellur ekki undir reglurnar?
Ekki fellur öll fóðurframleiðsla undir þessar reglur. Þær gilda ekki um fóður fyrir dýr
sem eingöngu em alin til einkaneyslu, t.d. fóður fyrir hænsni sem alin em til
eggjaffamleiðslu til heimilisnota og fóður fyrir sauðfé tómstundabænda sem eingöngu
er ætlað til einkaneyslu. Ennfremur fóður fyrir dýr sem ekki em ætluð til manneldis
eins og gæludýrafóður og loðdýrafóður.
Bændur sem framleiða-mjög lítið af gróffóðri, það er u.þ.b. 5 tonn eða minna á ári af
t.d. heyi, byggi eða hveiti, sem er ætlað eingöngu til notkunar á eigin býli þurfa ekki
að uppfylla kröfur reglugerðanna. Einnig er dreifing á fóðri í smáum stíl (u.þ.b. 5
tonn eða minna á ári) til nærliggjandi svæða, þ.e. innan u.þ.b. 20 km radíus,
undanþegin reglum um öryggi fóðurs.
Breytingar sem reglurnar hafa í för með sér fyrir bændur
Allir bændur sem framleiða einhverskonar fóður eða ala dýr til manneldis skulu vera
skráðir hjá Matvælastofnun. Nú þegar em nokkrir bændur skráðir hjá stofnuninni,
það er að segja allir svínabændur sem blanda sjálfir fóður. Aðrir bændur þurfa að skrá
sig hjá Matvælastofnun. Þetta á við bændur sem reka hefðbundin búskap,
alifiiglabændur, svínabændur sem kaupa tilbúið fóður, þeir sem halda hross, bændur
með fiskeldi, bændur sem ekki halda búfé en framleiða fóður s.s. bygg og hey og þeir
sem reka þurrkunarstöðvar t.d. fyrir bygg. Stundi einhverjir bændur flutninga á
einhverskonar fóðri þurfa þeir einnig að skrá flutningastarfsemina.
Allir bændur þurfa að hafa virkt gæðakerfi og gæðahandbók. Hjá flestum dugar að
hafa gæðakerfi byggt á góðum framleiðsluháttum. I slíka gæðahandbók er skráð
tegund, magn, lotunúmer og dagsetning móttöku á öllum aðföngum til fóðurgerðar.
Einnig er skráð tegund, magn, dagsetning og lotunúmer (svæði, nafh spildu) allrar
uppskem. Að lokum er skráð hvenær viðkomandi fóður er notað og í hvaða skepnur
það fer.
Þeir bændur sem nota forblöndur eða aukefni til fóðurgerðar þurfa að fá sérstaka
viðurkenningu Matvælastofnunar og hafa gæðakerfi byggt á greiningu áhættuþátta og
mikilvægra eftirlitsstaða (GÁMES (HACCP)). í GÁMES gæðakerfi þarf að gera ráð
fyrir skráningu eins og að ofan greinir. Auk þess þarf að greina þá þætti í
framleiðsluferlinu sem geta farið úrskeiðis og valdið því að fóðrið verður skaðlegt eða
óömggt til neyslu. Að endingu þarf að finna þá staði í framleiðsluferlinu þar sem
hægt er að hafa eftirlit með áhættuþáttunum á sem hagkvæmastan hátt svo hægt sé að
bregðast við áður en skaðinn er skeður.