Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 342
340 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
4. tafla. Nokkur dæmi um fylligildi gróffóðurs, reiknuð út ffá meltanleika líffæns efnis og NDF-
innihaldi. Heimild: Harald Volden, óbirt gögn (kennsluefhi). ______________________________________
Meltanleiki lífr. efnis NDF, g/kg þe Fylligildi
Mjög hár meltanleiki 81,3 434 0,43
Hár meltanleiki 77,0 528 0,49
Miðlungs meltanleiki 72,4 582 0,52
Lágur meltanleiki 66,6 605 0,55
Mjög lágur meltanleiki 61,4 625 0,58
50% smári 67,0 422 0,49
Bygghálmur 54,7 767 0,62
NH3-meðh. hálmur 60,7 745 0,59
Þess má geta að í Norfor-kerfmu er fylligildi gróffóðursins leiðrétt m.t.t.
gerjunarafurða í votverkuðu gróffóðri. Aukið magn af sýrum en þó einkum af
ammóníakbundnu N hækka fylligildi gróffóðursins, þ.e. hafa neikvæð áhrif á át. Ekki
verður farið út í að skýra í smáatriðum þær líkingar sem notaðar eru til að spá fyrir um
átgetu í Norfor-kerfinu, enda hafa þær verið í þróun fram undir þetta. Sú
gagnaúrvinnsla sem hér er kynnt er hins vegar liður í því að aðlaga þær líkingar að
íslenska kúakyninu og íslensku fóðri. Mikilvægur þáttur í því er að hafa góðar
upplýsingar um þunga íslenskra kúa, og gefa þær niðurstöður sem hér eru birtar
einhverjar hugmyndir þar um þó víðar verði að sjálfsögðu leitað fanga. Gerð var
tilraun til að tengja át þeim þáttum sem átgetuspár Norfor-kerfísins byggja á, út frá
gögnum úr tilraun A. Niðurstöðumar af þeirri greiningu em í 5. töflu. Fylligildi
gróffóðursins í tilraun A var að mestu á bilinu 0,5 - 0,6. Spálíkingamar sem gilda
fyrir mjaltaskeið 1, 2, og 3+ (þ.e. 3ja mjaltaskeið og síðari mjaltaskeið) ná að skýra á
bilinu 70-76% af breytileikanum, sem er svipað og þær líkingar sem hefur verið unnið
með í Norfor-kerfmu undanfarið. Form þessara líkinga er hins vegar ekki alveg í
samræmi við það sem notað er í Norfor og verður að þróa áfram, ekki síst m..t.t. þess
að þær geti gilt fyrir sem víðast svið í kjamfóðurhlutfalli, gróffóðurgæðum o.fl.
þáttum. Gögn úr fleiri tilraunum verða því notuð í þessum tilgangi. En þeir þættir sem
reyndust skipta máli hér vom þungi, nyt, kjamfóðurhlutfall, fylligildi gróffóðursins og
tímalengd frá burði. Síðasttaldi þátturinn er skýrist best með þriðju gráðu líkingu enda
em áhrif tímalengdar frá burði á át fjarri því að vera línuleg. Fyrstu vikur
mjaltaskeiðsins eykst átið, nær ákveðnu hámarki og svo dregur úr því aftur.
5. tafla. Spálíkingar íyrir heildarþurrefnisát eftir burð, eftir mjaltaskeiðum. Byggt á gögnum úr tilraun
A.
Fasti DFB DFB2 DFB3 FVg Kjamf. hlutf. Nyt, kg/d Þungi, kg R2
Mjaltask. 1 18,5 0,582 -0,0106 0,0000611 -19,4 -15,6 0,145 0,00838 76,0 1
Mjaltask. 2 13,91 0,678 -0,0119 0,0000660 -1,28 -21,1 0,0696 0,00547 cT r-
Mjaltask. 3+ 16,8 0,651 -0,0115 0,0000644 -6,47 -21,7 0,0975 0,00558 70,1 1
DFB= dagar ffá burði; FVg = fylligildi gróffóðurs; S = Staðalskekkja spágilda (í kg þe/d)