Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 268
266 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
um að halda styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu innan þeirra marka að
komið verið í veg fyrir hættulega röskun á loftslagkerfmu af manna völdum. Ekki er
um tölusett markmið að ræða í samningum, en slík markmið koma fram í Kýótó-
bókuninni.
I þriðju grein Kýótó-bókunarinnar er fjallað um magnbunda takmörkun og minnkun
útstreymis. Á fyrsta skuldbindingartímabili bókunarinnar, 2008 - 2012, skal
útstreymisheimildum úthlutað til ríkja sem talin eru upp í viðauka I við
Loftslagssamninginn í samræmi við hundraðshluta sem kemur fram í viðauka B við
Kýótó-bókunina. Hundraðshlutinn sem getur um í viðauka B miðast við útstreymi
ársins 1990 og er hann 110% fyrir Island. Auk koldíoxíðs miðast Kýóto-bókunin við
útstreymi metans, díköfhunarefnisoxíðs, vetnisflúorkolefnis, perflúorkolefnis og
brennisteinshexaflúoríðs, og er hlutur þessara lofttegunda umreiknaður í koldíoxíð-
jafngildi (tonn af koldíoxíði) í samræmi við áhrif þeirra til hlýnunar loftslags
samanborið við koldíoxíð. Losun frá Islandi viðmiðunarárið 1990 var 3.367.972
koldíoxíð-jafngildi. Heildarmagn sem Island fær úthlutað á fyrsta fimm ára
skuldbindingartímabili bókunarinnar er því: 3.367.972 x 1,1 x 5 = 18.523.847
koldíoxíð-jafngildi.
Til viðbótar úthlutuðum heimildum til losunar getur ísland nýtt sér ákvæði ákvörðunar
nr. 14/CP.7 þannig að einstök verkefni, sem bæta við meira koldíoxíð-útstreymi við
losun landsins en sem svarar 5% af koldíoxíð-útstreymi á árinu 1990, verði
undanskilin frá heildarútstreymi landsins. Heildarútstreymi koldíoxíðs árið 1990 var
2.158.637 tonn og því getur ákvæðið átt við um verkefni sem leiða til meiri koldíoxíð-
losunar en 2.158.637 x 5/100 = 107.932 tonn á ári. Heimilt er að nýta ákvæðið að svo
miklu leyti að viðbót vegna verkefnanna myndi leiða til þess að Island færi yfir það
magn sem því var úthlutað. Hámarksmagn skv. þessu ákvæði er 1.6 milljónir tonna á
ári, eða 8 milljónir tonna fyrir skuldbindingartímabilið. Miðað við að Island nýti sér
ákvæðið að fullu á tímabilinu 2008 - 2012 eru heildarheimildir landsins 26.523.847
koldíoxíð-jafngildi eða 5.304.769 koldíoxíð-jafngildi að jafnaði á ári.
Markmið laga nr. 65/2007, um losun gróðurhúsalofttegunda, er að skapa skilyrði fyrir
stjómvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Islands um að takmarka
losun gróðurhúsalofttegunda. Lögin gilda m.a. um heimildir til losunar koldíoxíðs frá
tilteknum atvinnurekstri; staðbundinni iðnaðarframleiðslu og staðbundinni
orkuframleiðslu með brennslu jarðefnaeldsneytis sem losar meira en 30.000 tonn
koldíoxíðs árlega. Heildarmagn losunarheimilda sem úthlutunamefnd hefur til
úthlutunar 2008 - 2012 em 10.500.000, en þar af em 8.000.000 losunarheimildir sem
fullnægja þurfa skilyrðum sem sett era fram í ákvörðun 14/CP.7. Umsóknir sem
úthlutunamefhdinni bárast fyrir fyrstu úthlutun, í september 2007, vora umffarn þær
losunarheimildir sem nefiidin hafði til úthlutunar. Niðurstaða nefndarinnar var
úthlutun á 8.633.105 heimildum til starfandi atvinnureksturs, þ.e.
Sementsverksmiðjunnar, íslenska jámblendifélagsins, Alcan í Straumsvík, Norðuráls
á Grandartanga og Alcoa í Reyðarfirði.
Aðilum að Loftslagssamningnum er skylt að skila árlega til Loftslagssamningsins
nákvæmu bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu. Lög um losun
gróðurhúsalofttegunda gilda um skráningu og bókhald um losun
gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi. Samkvæmt lögunum
heldur Umhverfisstofnun bókhald yfir losunina og bindingu, en Landbúnaðarháskóli
íslands tekur saman upplýsingar varðandi landnotkun, breytta landnotkun og
skógrækt, og losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði og skilar þeim til