Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 20216 Í upphafi vil ég færa lesendum kveðjur um gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið og samvinnuna á árinu 2020. Á nýju ári er nauðsynlegt að horfa til framtíðar og þeirra möguleika sem búa í íslenskum landbúnaði. Matvælastefna og nýliðun í landbúnaði Matvælastefna hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Það er okkar von að hún verði staðfest á vorþingi, en það eru tímamót að gerð er matvælastefna fyrir íslenska þjóð. Í stefnunni eru ýmis tækifæri fyrir landbúnað til framdráttar og aukinnar nýsköpunar. Við hvetjum til þess að Bændasamtökin fái aðkomu að útfærslum á þeim leiðum sem upp eru taldar í matvælastefnunni sem snýr að landbúnaði og afurðafyrirtækjum bænda. Nauðsynlegt er að við gerð landbúnaðarstefnunnar, sem nú er í vinnslu í ráðuneyti landbúnaðarmála, verði áhersluatriði í takti við það sem fram kemur í matvælastefnunni. Með umsögn sinni um matvælastefnuna hafa ungir bændur bent á nauðsyn þess að skýra hvernig nýliðun verði viðhaldið í íslenskum landbúnaði. Við endurskoðun rammasamnings í landbúnaði sem er í vinnslu þessa dagana hefur verið kallað eftir auknum fjármunum til stuðnings við bændur til kynslóðaskipta í greininni en lítill skilningur hefur verið af hendi ríkisvaldsins í þeim málum. Það er von mín, að með nýrri landbúnaðarstefnu, verði skýr sýn okkar til framtíðar hvernig við tryggjum nýliðun í landbúnaði. Innan stjórnar Byggðastofnunar hafa þessi mál verið á dagskrá og með nýjum lánaflokki til landbúnaðar er sérstakur flokkur sem er hugsaður til stuðnings þess að nýliðun geti gengið eftir. Ég vil hvetja unga bændur til að kynna sér möguleikana sem felast í þessum lánum á heimasíðu Byggðastofnunar. Aðstoð til bænda við styrkumsóknir Nú á næstu mánuðum (lok febrúar – byrjun mars) mun Matvælasjóður auglýsa eftir umsóknum um styrki í sjóðnum. Ég vil hvetja frumframleiðendur til að kynna sér möguleika á að sækja sér styrki til nýsköpunar og eða markaðssetningar á sínum vörum. Á næstu dögum munu Bændasamtökin kynna möguleika fyrir bændur með leiðbeiningar og aðstoð við styrkumsóknir sem mun verða okkar félagsmönnum til boða. En það verður kynnt sérstaklega þegar umgjörðin er tilbúin. Þá erum við ekki einungis að horfa til Matvælasjóðs heldur einnig Sóknaráætlana landshluta og fleiri sjóði þar sem hægt er að sækja um styrki fyrir allt það frábæra starf sem á sér stað úti um allt land. Tollasamningur endurskoðaður Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og ESB um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Það er mikið fagnaðarefni að við séum komin á þann stað og vonum að viðræður milli aðila verði landbúnaði hliðholl þar sem samningurinn sem gerður var 2016 hefur haft gríðarleg áhrif á íslenskan landbúnað þar sem magnið af vörum á tollkvótum er í hróplegu ósamræmi við stærð markaða. En eins og við höfum haldið fram á undanförnum misserum þá eru tollar og eftirfylgni þeirra hluti af starfsumhverfi landbúnaðar, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Það eru nefnilega víða möguleikar í íslenskum landbúnaði og til þess að þeir raungerist þarf samtalið milli bænda, stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila að vera stöðugt og ábatasamt fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Við horfum því bjartsýn fram á veginn og höldum áfram að vinna að heilindum fyrir íslenskan landbúnað. Nýtt ár skapar ný tækifæri. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Tilgangurinn helgar meðalið er orðtak sem hafa má um ýmsar aðgerðir sem engin venjuleg rök geta réttlætt. Í hinni frjálsu orðabók á heimsvefnum segir að orðtakið eigi við þegar siðferðilega vafasöm aðgerð er réttlætt með vísan til markmiðs. Þetta kemur oft upp í hugann þegar fylgst er með samfélagsumræðunni og hinum pólitíska vettvangi þar sem oft er vaðið áfram með fullyrðingar án þess að haft sé fyrir því að staðfesta þær með tölulegum gögnum eða vísindalegum sönnunum. Þess í stað eru þeir sem leggja fram gagnrýnar spurningar og biðja um sannanir og gögn gjarnan afgreiddir með því að þeir séu á móti málefninu. Þá er vinsæl sú aðferðafræði að ráðast beint að þeirra persónu og viðkomandi oftar en ekki kallaðir afneitunarsinnar og sakaðir um vanþekkingu, heimóttarskap, heimsku og jafnvel rasisma. Mörg málefni í samfélagsumræðunni koma upp í hugann þar sem þetta á við. Einna fyrirferðarmest er þar án efa loftslagsumræðan. Þar virðist vera með öllu óheimilt að spyrja gagnrýninna spurninga. Umræðan um orkupakka 3 var sama marki brennd. Öllu verra er þegar vísindamenn sem starfa hjá stofnunum ríkisins telja sig yfir gagnrýni hafna og þurfi ekki að leggja fram sannanir fyrir sínum kenningum eða fullyrðingum. Það á meðal annars við umræður um endurheimt votlendis og losun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu landi. Þar var fullyrt að 70% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kæmu úr framræstu landi. Þegar ekki var hægt að staðfesta það með vísindalegum gögnum var talan færð niður í 60% og þannig kynnt án tölulegra sannana af ráðuneyti umhverfismála um árabil. Undirrituðum þykir ekki vafi leika á að losun úr framræstu landi getur verið mjög mikil og skiptir máli í stóra samhenginu. Þegar ítrekað hefur verið óskað eftir gögnum og vísindalegum rauntölum um losun úr framræstu landi, þá hefur verið fátt um svör. Samt leyfði íslenskur vísindamaður sér að halda því fram í útvarpsþættinum Sprengisandi á dögunum að mokstur í skurði á framræstu landi skilaði sér í minni losun gróðurhúsalofttegunda á nokkrum vikum. Þegar hann var spurður um hvort við vissum nægilega mikið um þetta og hvort ekki skorti rannsóknir stóð ekki á svarinu: „Bæði hvað varðar beitarmálin, bæði er varðar votlendismálin og allt það, þá eru þarna mjög miklir hagsmunir. Til að verja þessa hagsmuni og ímyndaða hagsmuni oft og tíðum, þá er bara beitt mjög klassískum afneitunarfræðum sem við þekkjum í kringum tóbakið, í kringum blýið í bensíni, í kringum loftslagsmálin og allt það. Það er „cherry-picking“ og það er verið að koma inn með takmarkaðar upplýsingar sem varpa ekki ljósi á málið. Það er alltaf beðið um meiri gögn, „more data“, meiri rannsóknir og það er endalaust beðið um það. En það er hins vegar ekkert sem hefur komið fram sem bendir til að myndin sé eitthvað öðru vísi en við höldum að hún sé. Við erum ekki komin með „detalur“, klárlega ekki, og það þarf miklu meiri rannsóknir til þess að við náum enn betri tökum á þessu, en stóra myndin er þessi.“ Já, svona talar íslenskur vísindamaður, sem telur sæmandi að við látum duga sem staðreynd að eitthvað sé eins og við HÖLDUM að það sé. Ef það er smámunasemi (cherry-picking) að óska eftir staðfestingum fyrir kenningum eða fullyrðingum, hvernig geta menn þá kallað sig vísindamenn? Vísindi, allavega raunvísindi, hljóta alltaf að byggja á því að færa sönnur á framlagðar kenningar, að öðrum kosti verða þær aldrei annað en ósannaðar fullyrðingar. Að trúa í blindni á slíkar fullyrðingar á miklu meira skylt við trúarbrögð en vísindi. /HKr. Nýtt ár og aukin tækifæri Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Skíðadalur gengur suður úr Svarfaðardal Eyjafjarðarmegin á Tröllaskaga. Bærinn Syðra-Hvarf sést þarna til vinstri, þá Skíðadalsá og bærinn Dælisskógur 2 er lengst til hægri. Hólárhnjúkur gnæfir í fjarska, en hann er 1.259 metra hár. Hæsta fjall við Skíðadal er hins vegar Dýjafjallshnjúkur og er hann talinn hæsti tindur á fjalllendi því sem er vestan Hörgár- og Öxnadals, 1.456 metra hár. Miklir og fornir berghlaupshólar sem nefnast Hvarfið liggja í mynni dalsins. Inn frá Skíðadal ganga margir afdalir inn milli hárra og hrikalegra fjalla. Innst í Skíðadal og afdölum hans er Sveinsstaðaafrétt. Mynd / Hörður Kristjánsson Vísindi eða trúarbrögð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.