Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202136 Þrátt fyrir að deila megi um uppruna hamborgarans er ljóst að hamborgarinn eins og við þekkjum hann í dag þróaðist í Bandaríkjunum og barst þaðan út um heiminn sem skyndibiti tuttugustu aldar. Ódýr matur sem auðvelt er að matreiða og hentar vinnandi fólki sem hefur lítinn tíma. Til eru þeir sem rekja upphaf hamborgarans eða öllu heldur buffs með hökkuðu kjöti sem líktist þeim allt aftur til fjórðu aldar eftir Krist og segja að frumborgarinn hafi borist til Evrópu með Mongólum á þrettándu öld. Ekkert skal fullyrt um slíkt en líklegt er að fólk hafi lengi steikt einhvers konar útgáfur af hamborgurum þótt þeir hafi verið ólíkir þeim sem við þekkjum í dag. Nautakjöt bakað í deigi Í rómverskri uppskriftabók, sem kallast Apicius og talin er vera frá fyrstu öld eftir Krist, er lýst steik­ ingu nautakjöts. Bókin þykir meðal annars sérstök fyrir þær sakir að hún er skrifuð á alþýðumáli en ekki latínu hástéttarinnar. Í henni er lýst hvernig á að matreiða isicia omentata, sem er nautakjöt bakað í brauðdeigi ásamt furufræjum, svörtum og grænum piparkornum og hvítvíni. Hnakksteik Sagt er að mongólskir hermenn hafi gripið með sér hrossakjötsbita og skellt honum undir hnakkinn og látið hann mýkjast og hægeldast í hrossasvita og fitu á meðan þeir riðu yfir slétturnar, eyddu byggð og lögðu undir sig stærsta landsvæði sögunnar. Hakkað kjöt var sjaldgæft á miðöldum og nautakjöt helst í boði fyrir aðalinn og þótti hakkað nauta­ kjöt höfðingjafæða sem ekki stóð almúganum til boða. Í Moskvu varð til hráútgáfa af hökkuðu nautabuffi sem kallast „tartare“, eða steik Tartaranna, en orðið Tartari er þekkt frá byrjun fimmtu aldar og upphaflega notað um hirðingja í norðausturhluta Mongólíu. Buffrétturinn, bæði hrár og steiktur, barst frá Rússlandi til Þýskalands snemma á 17. öld um hafnarborgina Hamborg og um það bil öld síðar er minnst á hamborgarasteik í Oxford English Dictionary. Ekki er vitað hvaða veitingahús var fyrst til að bjóða upp á bufftart­ ar en franski rithöfundurinn Jules Verne, uppi 1828 til 1905, var fyrstur til að lýsa réttinum á prenti í skáldsögunni Michael Strogoff, án þess að nafn réttarins komi fram. Þjóðverjar í New York Þýski uppfinningamaðurinn Karl Friedrich Christian Ludwig Freiherr Drais von Sauerbronn, uppi 1785 til 1851, fann meðal annars upp farartæki sem síðar þróaðist í reiðhjól og frumútgáfu af ritvél með lyklaborði. Hann fann líka upp fyrstu hakkavélina sem notuð var til að hakka svínakjöt til pylsu­ gerðar og varð fljótlega vinsæl í Þýskalandi. Í dag er hakkavélin undirstöðuverkfæri við framleiðslu hamborgara. Árið 1840 var mörgum Þjóð­ verjum erfitt vegna óstöðugleika í Þýskalandi og víðar í Evrópu og fjöldi þeirra flúði vestur um haf til Nýja heimsins. Sagt er að meðal þess sem borðað var á siglingunni og barst með Þjóðverjunum til Norður­Ameríku hafi verið hakkað svínakjöt eða buff. Með fjölgun Þjóðverja í New York fóru veitingahús þar að bjóða upp á hakkaða kjötrétti, sem voru lítt þekktir þar í borg fyrir komu þeirra, og áttu að höfða til innflytjendanna. Meðal annars var boðið upp á Hamburg­style American fillet og Beefsteak à la Hambourgeoise sem var saxað eða hakkað kjöt, steikt með eggjum, lauk, kryddað eftir smekk og borið fram með brúnni sósu. Stundum var kjötið saltað eða reykt eða borið fram hrátt með lauk og brauðbita. Auk þess sem mörg veitingahús á nítjándu öld buðu upp á ham­ borgarasteik sem morgunmat. Enska heitið hamburger er dreg­ ið af tengslum réttarins við þýsku hafnarborgina Hamborg, þaðan sem flestir Þjóðverjar sem fluttu til Bandaríkjanna og helst New York sigldu. Hamborgarinn í Nýja heiminum Vinsældir hamborgarasteikarbuffs­ ins í New York sýna sig í því að það er komið á matseðil veitinga­ hússins Delmonico árið 1873 og var hugarfóstur kokks sem hét Charles Ranhofer. Í fyrstu voru hamborgara buff­ steikur dýrar á veitingahúsum og stundum tvöfalt dýrari en hefð­ bundin nautasteik en með auknum vinsældum fór verðið lækkandi. Snemma á níunda áratug nítjándu aldar stíga bræðurnir Frank og Charles Mencher í New York og hins vegar Charles Nagreen frá Wisconsin fram og segjast eiga heiðurinn af því að finna upp hamborgarann. Fullyrðingar þeirra eru þó hæpnar, þrátt fyrir að þeir hafi boðið upp á hakkað buff á brauði á veitinga­ húsum sínum. Sagan segir að svínapylsu­ samlokur á matsölubás Mancher­ bræðra á nokkurra daga sveita­ markaði hafi selst upp á fyrsta degi. Slátrari bræðranna var tregur til að lóga fleiri svínum og bauð þeim hakkað nautgripakjöt í staðinn. Eftir fyrstu steikingu nautahakksins fannst bræðrunum bragðið dauft. Til að auka bragð­ gæðin bættu þeir kaffi og brúnum sykur í hakkið og seldu í samloku­ brauði með tómatsósu og söxuðum hráum lauk. Undir lok nítjándu aldar var orðið algengt að veitingahús í Bandaríkjum Norður­Ameríku byðu upp á hakkað buff ásamt brauði eða rúnstykki. Ekki leið á löngu þar til gestir og kokkar voru farnir að skera brauðið í tvennt og stinga buffinu á milli og kalla það hamborgara­ samloku. Í framhaldinu bættu menn svo við sósu, lauk, súrri gúrku, salati og öðru sem okkur þykir sjálfsagt með góðum búrger í dag. Leiðbeiningar um matreiðslu hamborgarasteikar voru komnar í vinsælar matreiðslubækur fyrir aldamótin 1900. Hamborgarinn sem réttur vakti fyrst verulega athygli á heims­ SAGA MATAR&DRYKKJA Löðursveittur hammari Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Hinn fullkomni hamborgari? Stærsti hamborgari sem búinn hefur verið til vó rétt tæplega 800 kíló. Hakkavél er undirstöðuverk færi við framleiðslu hamborgara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.