Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202138 MENNING&MINNINGAR Á FAGLEGUM NÓTUM Á undanförnum árum hefur Bændablaðið birt mjög góðar greinar um repju og mögulega notkun repju hér á landi. Má t.d. nefna að í ágúst 2018 skrifaði Vilmundur Hansen all ítarlega grein um repju til orku- og matvælaframleiðslu þar sem hann fjallaði um uppruna og sögu repjuræktunar og helstu afbrigði sem ræktuð eru. Hann sagði einnig frá Vestur-Íslendingnum dr. Baldri Stefánssyni sem oft er kallaður faðir Canola repjuolíunnar en honum tókst með ræktun að framleiða repjuafbrigði sem gerði olíuna hæfa til matargerðar. Baldur var síðar sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands. Vilmundur lýsti einnig rækt unar leiðbeiningum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og mun á sumar- og vetrarrepju og kemur fram að vetrarrepja sé mikilvægasta fóðurjurtin sem ræktuð er hér á landi til haustbeitar, bæði fyrir mjólkurkýr og sláturlömb. Hann fjallaði einnig um Jón Bernódusson hjá Samgöngustofu en hann hefur verið manna ötulastur hér á landi við að vekja athygli á repju og möguleikum hennar til orkuframleiðslu, einkum sem bíódísil. Í júní 2019 birti Magnús Hlynur Hreiðarsson síðan grein eða viðtal við Jón sem nefndist Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu. „„Við erum með allar kjöraðstæður fyrir slíkt verkefni. Það þarf bara að spýta í lófana og fara að taka á hlutunum, því útblástur skipa og flugvéla er mjög stór hluti þess CO2 sem nú er reynt að minnka vegna ört vaxandi hlýnunar jarðar,“ segir Jón.“ Í apríl á þessu ári fjallaði svo Hörður Kristjánsson um Örn Karlsson, bónda á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi, sem er iðinn í nýsköpun og hefur sett á markað kaldpressaða repjuolíu sem orkugjafa fyrir hesta. Repjan er til margs nýtanleg Það fer því ekki á milli mála að repjan er til margs nýtanleg og þá einkum sem orkugjafi; en hefur hún upp á eitthvað fleira að bjóða en gott fóður og orku til að knýja skip og hesta? Er hugsanlegt að finna megi efni í repjunni sem geti verið mun verðmætara en fóður og olía? Hverjum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að nýta mætti þorskroð í afurð sem er margfalt verðmætari en fersk eða frosin þorskflök? En eins og flestir vita þá hefur fyrirtækinu Keresis á Ísafirði tekist að framleiða sáraumbúðir úr fiskroði sem eru margfalt verðmætari en fersk eða frosin flök. Gildir það sama um repjuna? Er hratið kannski verðmætara en olían? Hjá fyrirtækinu TARAMAR ehf. og í samvinnu við Háskóla Íslands hafa farið fram rannsóknir á repju þar sem kannað er hvort eitthvað fleira en fóður eða bíódísil leynist í repjunni. Niðurstöður úr þessum rannsóknum voru birtar nýlega í skýrslu til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sem styrkti rannsóknirnar. Kosturinn við ræktun repju á Íslandi er staðsetning landsins en eins og við vitum öll er landið hreint og fagurt og notkun eiturefna við ræktun þekkist nánast ekki hér. Þetta er mjög ólíkt því sem gerist víðast annars staðar en höfundar áttu leið um slóðir Vestur-Íslendinga í Bandaríkjunum fyrir um tveimur árum þar sem ferðast var um ræktunarsvæði repju en þar var akurinn eftir að plægt var úðaður með illgresiseitri (Roundup), síðan með sveppaeitri og enn aftur með skordýraeitri áður en sáð var. Síðan voru þessar þrjár úðanir endurteknar aftur meðan á ræktun stóð. Það gefur auga leið að það eru ekki allir sáttir við matvæli sem koma úr þannig umhverfi. Rannsóknir á þróun afurða Meginmarkmið rannsókna okkar á repju var að skoða hvaða verðmætar afurðir má þróa úr repjuolíu fyrir matvæli, lyf, húð- og snyrtivörur og margfalda þannig verðmæti hennar á íslenskum sem erlendum mörkuðum. Þróun á afurðum sem byggja á repju geta opnað nýja möguleika fyrir íslenska framleiðendur á matvælum, lyfjum og snyrtivörum. Markaðsrannsóknir sýna að neytendur eru orðnir mjög meðvitaðir um uppruna matvæla og margir sækjast eftir hreinum matvælum sem framleidd eru við þekktar og góðar aðstæður sem og matvælum sem hafa lífræna vottun. Nýjar rannsóknir sýna að sama tilhneiging er að eiga sér stað í heimi húð- og snyrtivara. Þannig er mestur vöxtur í sölu á húðvörum sem eru taldar vera hreinar og innihalda fá eða engin skaðleg efni. Auk þessa þá býður íslenskt umhverfi upp á enn meiri verðmætaaukningu með því að láta fylgja með upprunavottorð og lýsingu á bálkakeðju sem segir frá sérstöðu hvað varðar gæði lands og afburða hreinum ræktunaraðstæðum. Í dag eru fáir sem sinna kröfu- hörðustu neytendunum sem sækjast eftir fullkomlega öruggum húð- og snyrtivörum sem byggja á lífrænt vottuðum innihaldsefnum en innihalda líka hrein lífvirk efni sem hafa sýnilega áhrif á húð. Auk þessa má segja með nokkru öryggi að það sé enginn framleiðandi sem bjóði upp á vörur með rekjanlegum innihaldsefnum. Rekjanleiki innihaldsefna í húð- og snyrtivörum er mikið vandamál. Þannig er mjög erfitt að fá upplýsingar um uppruna efna en við höfum meira en 15 ára reynslu af samskiptum við birgja út um allan heim vegna framleiðslu á afburðahreinum húðvörum. Ein örugg leið er að framleiða sem flest innihaldsefni sjálfur. Eitt af megin efnum í húðvörum eru olíur, glýseról og önnur ýrandi efni eins og vax og fosfólípíð sem eru ýruefni og vinna má úr olíum. Alls geta þessi efni numið 50-70% af innihaldi húðvara. Með tilkomu repjunnar í íslenskum landbúnaði þá er nú í fyrsta skipti hægt að þróa matarolíur, ýruefni og glýseról úr íslensku hráefni. Einnig er mjög áhugavert að skoða hvort hægt er að framleiða örferjur eins og lípósóm úr repjuolíu eða repjuhrati. Framleiðsla á örferjum fer ört vaxandi í heiminum í dag en þær eru notaðar til að verja og ferja lífvirkefni og eru mjög vinsælar í lyfjaiðnaði og njóta einnig vaxandi vinsælda í matvælum og húðvörum. Örferjur eru t.d. notaðar við tímaskömmtun lyfja þar sem lyf er tekið inn í stórum skammti sem smá skolast síðan út í líkamann með tíma. Repjuolían er ákaflega auðug af E og K vítamínum Repjuolían eins og hún kemur beint úr pressun er ákaflega auðug af vítamínum E og K en um leið þá er hún mjög þykk og með hátt innihald af plöntusterola, sem gerir hana erfiða í notkun bæði hvað varðar matseld eða gerð fínna húðvara. Repjuolía á Íslandi er einnig mjög breytileg á milli vaxtarsvæða sem og frá einu ári til annars. Þannig getur olían verið misþykk og mjög misjöfn á litinn. Olía frá kaldari svæðum (norðurlandi) er oft mjög dökkgræn á meðan olía sem kemur frá fræjum sem hafa náð fullum þroska er oft ljósari. Í þessu verkefni beindum við fyrst og fremst sjónum að þróun á staðlaðri repjuolíu sem nýta mætti í matvæli og húðvörur sem og gerð örferja úr fosfólípíðum og þá sérstaklega fosfólípða úr repjuhrati, en slík vara myndi margfalda verðmæti repjunnar um mörg hundruð prósent. 1. Vinnsla og hreinsun repjuolíu Þegar repjan er fullþroskuð eru fræ hennar sett í pressu og olía skilin frá hrati. Eftir pressunina má hreinsa hráolíuna frekar til notkunar í matvælaiðnaði. Hreinsunin felst í nokkrum vinnslu skrefum sem öll eru gerð til að auka geymsluþol og eiginleika olíunnar til notkunar í matvæli. Það er hinsvegar mjög misjafnt hversu langt neytendur vilja að gengið sé í hreinsun olíu. Til dæmis er svokölluð kaldunnin virgin ólífurolía ekki hreinsuð á neinn hátt og er olíunni eingöngu fleytt af þar sem hún er sjálfrunnin. Það fer hinsvegar eftir því hvernig á að nota olíuna hversu langt þarf að ganga og ef olía er notuð til að mynda í ýrulausnir eins og majónes þarf að kaldhreinsa en þá eru skilin frá sterín sem harðna og mynda kekki í olíunni við kælingu og geta valdið aðskilnaði í majónesinu. Við hreinsun á matarolíum til steikingar eru almennt notuð sex skref. Það fyrsta er oftast nær afsýring en þá er vítissóda (natríum hýdroxíði eða NaOH) blandað saman við olíuna og frýjar fitusýrur mynda sápu sem er skilin frá. Næsta skref er bleiking en þá er bleikileir sem er ásogsefni blandað saman við olíuna en hann dregur í sig litarefni. Yfirleitt henta viðarkol (hafa verið hituð, þurrkuð og fínmöluð) best til að ná rauðum lit (xantófyll og karótín) en sérstakur bleikileir, best til að ná grænum litarefnum (klórofyll). Leirinn er síðan síaður frá olíunni. Næsta skref er oftast nær fosfólípíðaútfelling en þetta skref er yfirleitt notað fyrir jurtaolíur. Í jurtaolíum eru fosfólípíð sem geta myndað gúmmíkendar flögur eða svif í olíunni. Fosfólípíð eru hinsvegar skautuð og eru vatnsleysanleg öfugt við aðrar fitutegundir í olíunni. Því er oftast hægt að bland olíuna með vatni en fosfólípíðin fara yfir í vatnsfasann sem má síðan skilja frá. Næsta þrep í hreinsun á matarolíum er oftast nær svokölluð kaldhreinsun en þá er olían geymd í kæli en þá harðna ákveðanar fitusýrur sem að mestu leyti eru sterín (18:0) sem eru síðan síuð frá. Það fer svo eftir tegund olíu og til hvers á að nota hana Hrá repjufræ innihalda yfirleitt um 93% þurrefni, þar af eru 19% prótein, 54% fita, 23% trefjar og tæp 4% aska eða steinefni. Repjufræin eru pressuð og olían skilin frá en hrá repjuolía er að mestu leyti úr þríglíseríðum (>90%) og öðrum fituefnum eins og fosfólípíðum, fríum fitusýrum, sterólum, tókoferólum, litarefnum eins og klórófíll, flavanóíðum og glýkólípíðum. Ólafur bóndi á Þorvaldseyri ásamt skýrsluhöfundi og nemendum við Háskóla Íslands. Fræpoki með repjufræjum. Ólafur bóndi hellir repjuolíu og skýrsluhöfundur horfir á. Vinnsla repju Þorvaldseyri. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.