Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202118 HROSS&HESTAMENNSKA FRÉTTIR Á myndinni eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur Svansins, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar og Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins, með vottanirnar. Mynd / Rakel Ósk Allar Krónuverslanir nú Svansvottaðar Undir lok nýliðins árs voru allar verslanir Krónunnar komnar með Svansvottun. Kröfur Svansins fyrir dagvöruverslanir ná yfir umhverfisþætti í rekstri verslana, svo sem matarsóun og flokkun úrgangs, orkunotkun og framboð lífrænna og umhverfisvottaðra vara. Í lok árs 2019 hlaut Krónan Svansvottun á verslunum sínum við Akrabraut og Rofabæ og voru það fyrstu verslanirnar á Íslandi sem hlotið hafa Svansvottun. Nú ári síðar er lokamarkmiðinu náð með vottun allrar keðjunnar. „Eitt þeirra umhverfismark- miða sem Krónan setti sér fyrir árið 2020 var að fá Svansvottun fyrir allar verslanir okkar. Þetta er því stórt skref sem varðar þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrir- tækið leggur áherslu á og stendur fyrir. Svansvottun er ekki eitthvað sem þú færð bara einu sinni, held- ur þarf að halda viðmiðum til að missa hana ekki. Við hjá Krónunni setjum okkur því áframhaldandi markmið á þessu sviði og fögn- um þessum áfanga,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Svansvottun er opinbert og vel þekkt umhverfismerki á Norðurlöndunum sem er meðal annars með það markmið að lág- marka umhverfisleg áhrif á neyslu og framleiðslu vara. Svansvottun Krónunnar þýðir að: • 20% af öllum rekstrarvör- um sem Krónan selur eru umhverfisvottaðar (vott- aðar með Svaninum eða Evrópublóminu) • 4% af matar- og drykkjarvöru eru lífrænt vottaðar • Markviss áhersla er lögð á að sporna gegn matarsóun og flokkun er til fyrirmyndar • Virk orkustefna sem dregur úr orkunotkun • Krónan notar einungis umhverfisvottaðar ræsti- og hreinlætisvörur fyrir eigin þrif og rekstur „Í þeim mælanlegu kröfum sem Svanurinn setur fram stóð Krónan sig í öllum tilfellum töluvert betur en mælst var til um. Til dæmis var sýnilegur góður árangur þegar kom að hlutfalli umhverfisvottaðra og lífrænt vottaðra vara og magn bland- aðs úrgangs miðað við veltu,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur Svansins hjá Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun og starfs- fólk Svansins óska Krónunni innilega til hamingju með metn- aðarfullt umhverfisstarf og hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er mjög verðmætt fyrir Svaninn að eiga sterkan samstarfsaðila sem er bæði nálægt neytendum og kemur við sögu í daglegu lífi einstaklinga. /HKr. Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2020: Styrkhæft ræktarland stækkar Rétt fyrir áramót birti atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytið niðurstöður varðandi jarð- ræktar styrki og landgreiðslur fyrir síðasta ár. Landgreiðslur voru greiddar vegna 78.628 hekt- ara, en voru 76.890 hektarar árið 2019. Jarðræktarstyrkir voru greiddir fyrir 12.325 hektara, en árið 2019 var greitt fyrir 11.413 hektara. Alls bárust 1.549 umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur á síðasta ári. Til úthlutunar vegna landgreiðslna að þessu sinni voru tæpar 380 milljónir króna og er greitt einingaverð landgreiðslna 4.831 kr. á hektara. Til úthlutunar vegna jarð- ræktastyrkja voru rúmar 382 millj- ónir króna og er greitt einingaverð jarðræktarstyrks 32.096 krónur á hektara. Landgreiðslur deilast jafnt Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 ha en hlutfallast eftir það samkvæmt settum reglum. Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr. 1260/2018. Styrkhæft land útiræktaðs grænmetis sömu stærðar Frá 2017 hafa verið greiddir sér- stakir jarðræktarstyrkir fyrir úti- ræktað grænmeti. Alls bárust 47 umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju á síðasta ári. Styrkir voru veittir vegna 516 hektara, þar af var ræktun rótarafurða á 473 hekturum og afurðir ofanjarðar á 43 hekturum. Árið 2109 voru veittir styrkir vegna 517 hektara útiræktaðs grænmetis. Til úthlutunar voru 70 milljónir króna og er einingaverð jarðræktarstyrks 113.240 krónur á hektara. Rótargrænmeti fær einfalt einingaverð (stuðull 1) fyrir hvern ræktaðan hektara en grænmeti ræktað ofanjarðar fær fjórfalt ein- ingaverð (stuðull 4). /smh Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir 2017-2020 Stærð lands er í hekturum Útiræktað grænmeti Gras Grænfóður Korn Olíujurtir Styrkhæf jarðrækt Uppskorin tún Samtals hektarar 2017 504 3.666 3.990 2.602 49 10.811 76.988 87.799 2018 563 3.143 3.962 2.473 97 10.238 76.587 86.825 2019 517 3.768 4.067 2.968 93 11.413 76.890 88.303 2020 516 4.798 4.407 3.028 92 12.841 78.628 91.469 Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Atvinnnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Styrkhæft ræktarland stækkar aðeins. Mynd / smh Matvælasjóður: Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun Nokkur skortur gætti á bein- um landbúnaðarverkefnum við fyrstu úthlutun Matvælasjóðs. Formaður sjóðsins segir úthlutun- ina þó endurspegla þær 266 umsóknir sem bárust. Stjórn BÍ skoðar með hvaða hætti hægt er að efla sókn landbúnaðargeirans í styrki. Fyrsta úthlutun Matvælasjóðs fór fram um miðjan desember sl. Alls voru 62 verkefni styrkt um 480 milljónir króna. Fjölbreytt verkefni hlutu þar styrki frá um 1–25 milljónum króna til að fram- kvæma, framleiða, rannsaka eða styrkja sókn matvara á innlend- um og erlendum mörkuðum, en Matvælasjóði er ætlað að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Í kynningu við fyrstu úthlutun var styrktum verkefnum skipt niður eftir tegundum. Stærsti flokkurinn var sjávarútvegur en alls féll 35,45% af úthlutuðu fé þar undir. Rúm 18% verkefna voru skilgreind sem garðyrkja, 13,8% heyrðu undir landbúnað, verkefni tengd þara og þörungum fengu 9,88% og mat- vælaframleiðsluverkefni 8,44% af úthlutuðu fé. Aðrir flokkar, s.s. fæðubótarefni, drykkir og matarsó- un, fengu minna. „Það er rétt að það var ekki mikið af kjarna landbúnaðarverkefnum. Hins vegar var talsvert af garðyrkju- tengdum verkefnum og mörg snúast um matvælavinnslu á landbúnaðar- afurðum, til dæmis fæðubótarefn- um og drykkjarframleiðslu,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, formaður sjóðsins. Í stefnu Matvælasjóðs er horft til þess að stuðningur við mat- vælaframleiðslu verði sem næst uppruna hennar og lögð er áhersla á að gæta jafnræðis í styrkveitingu um allt land. Gréta María segir að umsóknir hefðu mátt dreifast betur um allt land. „Við erum að hugsa hvernig við getum náð betur til allra landshluta. Við vitum af fullt af smáframleiðendum sem við vorum ekki að sjá umsóknir frá og munum skoða hvernig við getum nálgast þessa hópa betur,“ segir hún. Vilja styðja betur við þróun og nýsköpun í landbúnaði Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, segir niðurstöðu úthlutunar benda til þess að Matvælasjóður sé ekki nægilega aðgengilegur fyrir frum- kvöðla sem leggja ekki í umfangs- mikil umsóknarskrif. „Ég held við verðum að horfa á fyrstu úthlutanir sem lærdómsferli. Í raun verður tilfærsla á stuðningi við landbúnaðartengd verkefni eftir lok Framleiðnisjóðs frá bændum og frumkvöðlum til opinberra rekstr- areininga. Það hefur tæplega verið það sem ætlunin var að gerðist og þarf væntanlega að skoða sérstak- lega,“ segir Gunnar. Hann bætir við að Bænda- samtökin séu að skoða með hvaða hætti samtökin geti stutt félagsmenn betur í að sækja stuðning við þró- unar- og nýsköpunarverkefni en undirbúningur að slíku verkefni nú þegar hafinn. Tækniyfirfærslur nýtast milli atvinnugreina Við ákvörðun um styrkhæfni er m.a. litið til markmiðs og skipulags verkefnis, hagnýtingargildi, mögu- lega verðmætasköpun og getu um- sækjenda til að leysa verkefnin. Af sex hæstu einstöku styrkjum Matvælasjóðs fóru fjórir í sjávar- útvegstengd verkefni. Gréta María segir skýringu þess vera umfang umsóknanna. „Þarna er meðal annars stór markaðssókn þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og útgerðarmenn taki sig saman og sæki um og þar liggja mikil verð- mæti undir,“ segir hún. Þá sé eðli verkefnanna misjafnt og upphæðir umsókna í takt við það. „Þarna eru tækniverkefni í matvælaframleiðslu sem eru þvert á atvinnugreinar. Mikilvægt er að horfa til þess hvernig við getum náð árangri sem heild og þá þurfum við að geta horft lengra en á atvinnu- greinaflokkun. Við þurfum að horfa til þess hvernig tækniyfirfærsla getur nýst milli atvinnugreina til að auka verðmæti. Það voru dæmi um verkefni sem flokkuð voru í sjávarútvegi en geta einnig nýst í landbúnaði, t.d. við greiningu á gæði grænmetis,“ segir hún. Ákvörðun um hvaða styrk- umsóknir hljóti styrk er í hönd- um sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra skv. lögum um Matvælasjóð. Stjórn Matvælasjóðs gerir tillögu um úthlutun styrkja og leggur fyrir ráðherra til ákvörðunar, en að baki þeim liggur vinna ráð- gefandi fagráða sem leggja faglegt mat á umsóknir. Næsta úthlutun Matvælasjóðs fer fram í vor en stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í mars 2021. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.