Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202142 Á undanförnum vikum hefur umræða um landbúnaðarstefnu hér á landi tekið mikinn kipp og sjónir margra sérstaklega beinst að tollum á innfluttar landbúnað- arvörur. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda (FA), sem eru hagsmuna- samtök innflytjenda, heildsala og smásala, hefur í þeirri umræðu skrifað fjölda blaðagreina undan- farnar vikur og boðað nauðsyn þess að innflutningstakmark- anir og tollar verði afnumdir á landbúnaðarvörur. Upphaflegt tilefni þessara greinaskrifa er að á síðasta ári kom í ljós stórfellt misræmi í tollafgreiðslu á inn- flutningi á landbúnaðarafurðum til Íslands. Samkeppnisreglur á EES svæðinu Það virðist æði útbreidd skoðun að með því að rýmka heimildir fyrir landbúnaðinn til að starfa saman og leita hagræðingar með samstarfi og skipulagningu, sé verið að „...vinda ofan af umbótum í frjálsræðisátt“. Því er til að svara að líklega er hvergi á EES svæðinu jafn mikið þrengt að bændum og fyrirtækjum þeirra til að vinna saman og skipu- leggja markaðsfærslu búvara eins og hér á landi. Í því sambandi vísast til skýrslu lagastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra (sjá skýrsluna hér: https://www. stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/ stok-frett/2020/12/09/Skyrsla- lagastofnunar-um-samkeppnis- reglur-buvoruframleidenda/). Í skýrslunni kemur m.a. fram að mun víðtækari undanþágur frá samkeppnisreglum gilda í Noregi (öðru EFTA-ríki, aðila að EES- samningum) og innan ESB (aðila að EES samningnum) fyrir framleið- endur landbúnaðarvara samanborið við þrönga undanþágureglu í 71. grein búvörulaga. Í fréttatilkynn- ingu atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins um skýrsluna segir að verið sé að vinna með niður- stöður hennar í ráðuneytinu. Auk þessarar skýrslu hefur verið bent á að vegna COVID-19 heimsfarald ursins hefur fram- kvæmdastjórn ESB samþykkt styrki til bænda að fjárhæð allt að 15,6 milljónir króna og lánafyrirgreiðslur að fjárhæð allt að 31 milljón króna ) auk frekari undantekninga frá samkeppnisreglum2. Engin fyrir- greiðsla í líkingu við þetta hefur átt sér stað á Íslandi. Þvert á móti hefur staða íslensks landbúnaðar veikst enn frekar m.a. með fyrrnefndu mis- ræmi í tollafgreiðslu á innfluttum vörum sem stjórnvöld hafa þegar viðurkennt að eigi sér stað3. Á undanförnum misserum hafa hagsmunasamtök bænda bent á þann aðstöðumun sem er á milli norskra og evrópskra bænda annars vegar og íslenskra bænda hins vegar hvað þessi atriði varðar. Einhliða afnám tolla skaðar þjóðarhag Í umræðum um landbúnaðarmál er sums staðar uppi hávær krafa um að tollar á landbúnaðarvörur verði afnumdir. Aftur hefur ekkert þeirra landa sem við berum okkur saman við í lífskjörum tekið slíka stefnu, hvað þá að nokkrum hafi einu sinni dottið í hug að gera það einhliða án þess að tryggja sér neinn ávinning í staðinn. Það er þekkt niðurstaða í hag- fræði að velferð íbúa hvers lands er unnt að hámarka með réttum toll- um á milliríkjaviðskipti (sjá t.d. H. Johnson The Review of Economic Studies , 1953–1954, bls. 142–153). Þetta er auðvitað grunnástæðan fyrir því hvað tollar og viðskipta- hindranir eru þaulsetin í milliríkja- viðskiptum. Þótt vera megi að frjáls viðskipti séu í heildina hagstæðust er gallinn sá að aðrar þjóðir spila ekki samkvæmt þeim reglum. Ísland og íslensk þjóð hefði því verra af ef hún ætlaði einhliða að afnema innflutningstakmarkanir. Aukin heldur værum við að spila frítt af okkur spilum sem nota má í samningaviðræðum um viðskipta- kjör við önnur lönd. Það væri mörgum hollt að velta því fyrir sér hvers vegna tollar séu lagðir á erlendar landbúnaðarvör- ur innfluttar til ESB, Noregs og annarra landa. Væntanlega heldur framkvæmdastjóri FA t.d. því ekki fram að þessi stefna Noregs og ESB í málefnum landbúnaðar byggist á fáfræði og heimsku? Eru frjáls alþjóða- viðskipti lausnin? Reynslan af COVID-19 hefur sýnt að svokölluð frjáls viðskipti tryggja ekki að lönd geti fengið vörur sem þær vilja og eru reiðubúnar til að greiða fyrir (COVID-grímur, hlífðarfatnaður og súrefnistæki í upphafi, og nú t.d. bóluefni). Hliðstæð hætta á markaðstruflunum er gagnvart landbúnaðarvörum og öðrum nauðsynjum. Kreppur og frjáls viðskipti Framkvæmdastjóri FA fullyrðir að leið ríkja út úr kreppu í gegnum tíðina hafi verið sú að afnema hömlur í viðskiptum og auka frelsi í milliríkjaviðskiptum. Þessi söguskoðun er í meira lagi hæpin. Bandaríkin og önnur Vesturlönd komust t.d. ekki út úr kreppunni miklu 1929 vegna þess að þau tóku skyndilega upp frjáls viðskipti, heldur setti gífurlegur ríkisrekstur í hildarleik síðari heimsstyrjaldar hagkerfi þessara landa í gang. Alþjóðaviðskiptastofnunin (eða öllu heldur forveri hennar GATT) var ekki stofnuð fyrr en 1947 að lokinni heimsstyrjöld. Í fjár- málakreppunni 2008 voru alls kyns takmarkanir á frjáls fjármagnsvið- skipti tekin upp og í kjölfar hennar voru miklu strangari takmarkanir settar á fjármálastofnanir en áður og flutningar fjármagns milli landa settar þrengri skorður. Leiðir ríkja út úr kreppum hafa því jafnan verið flóknari en þarna er gjarnan látið liggja að. Er þar skemmst að minnast aðgerða sem gripið hefur verið til jafnvel hér á landi þar sem milljörðum hefur verið veitt til atvinnulífsins til að veita því viðspyrnu eftir það högg sem COVID-19 faraldurinn hefur valdið. Verndum störf og þjóðarhag Staðreynd málsins er að íslenskur landbúnaður er hryggjarstykkið í atvinnulífi víða á landsbyggðinni. Þúsundir manna starfa við greinina, í Norðausturkjördæmi einu og sér starfa sennilega nærri 1.000 manns. Bara svínakjötsframleiðsla og vinnsla svínakjöts skapar álíka mörg störf og kísilver PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík átti að gefa. Ekki er hægt að deila um mikilvægi þess að hægt er að hafa raunveruleg áhrif með því að stýra eigin landbúnað- arframleiðslu. Þá bendir margt, þ.á m. land- rými, nægt vatn og frjósamur jarðvegur, til þess að íslenskur landbúnaður geti verið öflugur atvinnuvegur sem greiði góð laun og leggi af mörkum til hagvaxt- ar. Til þess að svo megi vera er hins vegar nauðsynlegt að hinum ýmsu greinum landbúnaðar verði tryggð viðeigandi rekstrarskilyrði til þess að greinin geti dafnað og náð hámarksafköstum. Mjög mikil framleiðniaukning í mjólkurframleiðslu og mjólkur- vinnslu sl. 20 ár sýnir að þetta er unnt. Í skýrslu sem unnin hefur verið fyrir mjólkuriðnaðinn af Ragnari Árnasyni, prófessor eme- ritus, kemur fram að framleiðni hafi vaxið um 2,2% á ári að jafnaði allt tímabilið 2000-2018. Þetta er miklu meiri framleiðnivöxtur yfir svo langan tíma en dæmi eru um í hefðbundnum atvinnuvegum bæði erlendis og í íslensku atvinnulífi. Að jafnaði er vöxtur framleiðni í grónum atvinnuvegum vel innan við 1% á ári. Árlegur ávinningur nam því allt að 3 milljörðum króna á verðlagi ársins 2020. Þessi ávinningur er afrakstur grundvallarbreytinga sem inn- leiddar voru með undanþágu frá samkeppnislögum og heimild til samstarfs til að halda niðri kostnaði á grundvelli núgildandi 71. grein búvörulaga. Þessum ábata hefur verið skilað til bænda í gegnum afurðaverð og neytenda í gegnum heildsöluverð mjólkurvara. Það er hins vegar í beinni mótsögn við þjóðarhag að gera bændum og fyr- irtækjum þeirra enn þyngra fyrir fæti, jafnvel þyngra en gengur og gerist í ESB. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur 1Sjá nánar hér: https://ec.europa. eu/info/food-farming-fisheries/ farming/coronavirus-response_ en 2https://ec.europa.eu/info/ food-farming-fisheries/key- policies/common-agricultural- po l i cy /marke t -measures / market-measures-explained_ en#sectorspecificaidschemes. 3https://www.stjornarradid. is/efst-a-baugi/frettir/stok- frett/2020/10/22/Auka-tharf- nakvaemni - i - sk jo lun -og- eftirfylgni-tollafgreidslu-vegna- innfluttra-landbunadarafurda-/ Í hugmyndafræði lífrænnar garðyrkjuframleiðslu felst meðal annars að ekki skuli notuð kemísk varnarefni gegn skaðvöldum. Þau hafa mörg hver reynst vera varasöm fyrir neytendur, plönturnar sjálf- ar, umhverfið og sömuleiðis starfsfólk sem þarf að vinna með efnin og plöntur sem verða fyrir þeim. Flestir garðyrkjubændur, bæði þeir sem stunda lífrænt vottaða ræktun og hefðbundna garðyrkjuframleiðslu nota umhverfisvænar leiðir til að verja gróðurinn gegn ýmiss konar óværu sem stundum þarf að fást við í ræktuninni. Skaðvaldarnir þurfa að vara sig Skordýr, áttfætlumaurar og sveppagróður eru algengustu líf- rænu skaðvaldarnir í ylræktun. Áður fyrr þótti sjálfsagt að grípa til eiturdælunnar þegar sýnt þótti að skaðvaldarnir færu að valda usla. Þá voru garðyrkjumenn vel búnir hinum ýmsu efnavopnum. En það er löngu liðin tíð. Efni sem notuð eru í dag eru bæði sérhæfðari en áður, þekking á notkun þeirra mun meiri en áður fyrr, og síðast en ekki síst hefur þróun í framleiðslu og notkun lífrænna varanaraðgerða auk- ist mikið og náð almennri út- breiðslu í íslenskri ylræktun. Hvað eru lífrænar varnir? Besta lífræna vörnin er hrein- læti í ræktuninni og vönduð ræktunartækni en alltaf getur samt borist smit í gróðurhúsin. Þá er notast við lífrænar sápur, efni sem unnin eru úr jurtum og brotna hratt niður eða þá ýmsar lífverur sem halda niðri skað- völdum. Garðyrkjumenn hafa góða reynslu af notkun þessara aðferða og kæra sig ekki um að snúa aftur til hinna hörðu efna. Einfalt er að nota sápuefni sem vörn. Sumar sápur, t.d. venjuleg brúnsápa, geta haldið niðri stofni meindýra og hafa einnig áhrif á margvíslegan sveppagróður sem veldur skaða, einkum á laufi. Ýmis efni sem unnin eru úr jurtum eru líka mun æskilegri en hin eldri kemísku eiturefni og gagnsemin er ótvíræð þótt fara þurfi varlega í notkun þeirra. Rándýr og sníkjudýr Það sem er mest notað í dag í ylræktinni eru þó lífverur, oft alls óskyldar, sem halda niðri stofni skaðvalda. Þetta eru hinar eig- inlegu lífrænu varnir, sem hafa náð útbreiðslu í ylræktun græn- metis og blóma undanfarin ár og áratugi. Lífverurnar eru þá ann- aðhvort rándýr sem lifa á mein- dýrum eða lifa sníkjulífi á þeim, eða jafnvel smásæjar bakteríur. Gott dæmi um rándýr sem garðyrkjubændur nota eru ránmítlar. Þeir eru agnarsmáir en fótfráir (enda með átta fætur) og eiga auðvelt með að leita uppi og ráðast á spunamítla, sem geta valdið usla í ræktun og sumir pottaplöntueigendur hafa þurft að fást við. Garðyrkjubændur dreifa þessum ránmítlum á gróðurinn eftir kúnstarinnar reglum og gróðurinn nýtur góðs af matar- venjum þeirra. Dæmi um sníkjudýr sem gagnast vel í baráttunni við ýmis meindýr eru sníkjuvesp- ur. Þær eru agnarlitlar, 1-2 millimetrar að lengd. Smæðin kemur þó ekki í veg fyrir að þær ráðist til atlögu við stærri dýr eins og blaðlýs, sem eins og allir vita geta verið til mik- illa vandræða í ræktun. Þegar sníkjuvespan hefur leitað uppi blaðlús stingur hún varppípu sinni í lúsina og kemur eggjum sínum fyrir inni í blaðlúsinni. Þar klekjast út lirfur sníkju- vespunnar sem fljótt þroskast í fullvaxta dýr. Næringuna fær hin unga vespulirfa með því að éta blaðlúsina innan frá, fyrst klárar hún fituvefina og endar á mikilvægum líffærum. Síðan gerir fullþroskuð vespan hring- laga op á ofanverðan afturbol lúsarinnar og skríður út, tilbúin til að halda lífsferlinum áfram, blaðlúsinni til skelfingar en garðyrkjubóndanum til mestu gleði. Maríubjöllulirfur eru líka gráðug rándýr þótt litlar séu, þær lifa einkum á blaðlúsum. Aðrar gagnlegar lífverur Þráðormar og bakteríur geta líka verið nytsamlegir þegnar. Ein tegund agnarlítilla þráðorma sér- hæfir sig td. í að nærast á lirfum svarðmýsins, sem eru smáar svartar flugur og eru algengar í blautum jarðvegi. Bakteríur af tegundinni Bacillus thuringi- ensis hafa verið notaðar til að halda niðri meindýrum, ekki síst fiðrildalirfum. Þær leggjast á meltingarfæri þeirra og framleiða þar eiturefni sem dregur lirfurnar til dauða. Framleiðsla lífrænna varna af þessu tagi er orðin verulegur iðnaður enda hafa garðyrkju- bændur víða um heim tekið þeim fagnandi. Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Lífrænar varnir reynast garðyrkjubændum vel Dæmi um sníkjudýr sem gagnast vel í baráttunni við ýmis meindýr eru sníkjuvespur. Þær eru agnarlitlar, 1–2 millimetrar að lengd. SAMFÉLAGSUMRÆÐAN Hafa skal það sem sannara reynist Erna Bjarnadóttir. Bænda 28. janúar Maríuhæna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.