Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 29
móður minni. Auk þess sem ég
tók upp eftir henni að gera eftir
rétt úr rabarbarahófum sem voru
nýttir hér áður fyrr því þeir voru
kjarnmestir. Þá sýður maður niður
rabarbara og sveskjur í sykurvatni
og fyrr á tímum var þetta borð
að með ís eða þeyttum rjóma á
sunnudögum. Mamma var uppi á
þeim tíma sem allt var nýtt til hins
ýtrasta og reynt að drýgja eins og
hægt var. Síðan leitaði ég í bók
Helgu Sigurðardóttur sem heitir
Matur og drykkur og sá þar ýmis
legt fróðlegt.“
Ræktun og framleiðsla fer fram
á æskuslóðum Rögnu að Þverá en
þar er viðurkennt eldhús til fram
leiðslunnar.
„Ég tek upp rabarbara tvisvar
til þrisvar yfir sumarið. Síðan var
ég svo heppin að komast í kynni
við mann inni á Akureyri sem er
með mjög stóran garð og aðeins
brotabrot af honum er nýtt. Þar
fæ ég að taka upp rauðan rabar
bara. Ég sel líka ferskan rabarbara
og frosinn sem ég er þá búin að
vakúmpakka. Mín sýn er að geta
nýtt sem mest af því sem jörðin
gefur án þess að kosta miklu til
og nota til dæmis Spánarkerfil sem
vex upp við húsið á Þverá til að fá
anísbragðið.“
Elskar að vera sjálfs síns herra
Ragna er búin að vera dugleg að
fara með vörur sínar á markaði
sem hefur gengið framar vonum
að hennar sögn. Einnig er hún að
ili að Beint frá býli og Samtökum
smáframleiðenda. Þá eru vörurnar
hennar til sölu í Gott og blessað í
Hafnarfirði.
„Ég er aðallega í þessu mér til
skemmtunar en þetta er orðið meiri
vinna en ég bjóst við. Mér finnst
skemmtilegt að fara á markaði,
hitta fólk og selja. Það skiptir mig
miklu máli að básinn minn sé fal
legur og að það sjáist að ég sé að
vanda mig. Mér finnst áhugavert
að sjá hvað selst öðruvísi hér fyrir
norðan en fyrir sunnan og selst til
dæmis gamaldags rabarbarasulta
mjög vel fyrir sunnan,“ segir Ragna
brosandi og bætir við:
„Það gerðist heilmikið hjá mér
í þessu á síðasta ári þrátt fyrir
kórónuveirufaraldurinn, eins og
til dæmis varðandi að bæta merk
ingar. Nú er ég í þeirri stöðu fyrir
næsta sumar að ég þarf að útvega
mér meira hráefni, vera duglegri
að taka meira upp af rabarbara
yfir sumarið til að eiga nóg í fram
leiðsluna út árið. Þannig að þetta
sem byrjaði hjá mér sem smá flipp
og ævintýri hefur aðeins undið upp
á sig og það er mjög skemmtilegt,
enda elska ég að vera sjálfs míns
herra.“
Maður Rögnu, Jón Illugason, er liðtækur að hjálpa konu sinni eins og hér
sést við að líma merkimiða á rabarabarakrukkur.
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
SÍUR Í
DRÁTTARVÉLAR
GRÓÐURHÚS
TÖLVUPÓSTUR
sala@bkhonnun . is
SÍMI
571-3535
VEFFANG
www .bkhonnun . is
BJÁLKAHÚS
Mikið úrval!
Á GRÓÐURHÚSUM
TILBOÐ
Í JANÚAR
Á BJÁLKAHÚSUM
TILBOÐ
Í JANÚAR
A L H L I Ð A B Ó K U N A R K E R F I
R E K S T R A R Þ J Ó N U S T U R
S Í M A O G P Ó S T Þ J Ó N U S T A
T E K J U - O G V E R Ð S T Ý R I N G
W W W . G O D O . I S
HÖFÐABAKKI 9A - 1 10 REYKJAV ÍK
S ÍMI : 555 4636
NETFANG : INFO@GODO . I S
ERT ÞÚ Í GISTIREKSTRI ?
GODO BÝÐUR UPP Á FRÁBÆRAR TÆKNI - OG
REKSTRARLAUSNIR FYR IR E INSTAKL INGA OG
FYRIRTÆKI Í FERÐAÞJÓNUSTU
Friðheimar er fyrirmyndarfyrirtæki
Ábyrgrar ferðaþjónustu
Garðyrkjubýlinu og hestamið stöð
inni Friðheimum í Reykholti var á
degi Ábyrgrar ferðaþjónustu þann
7. janúar veitt hvatningarverðlaun
Ábyrgrar ferðaþjónustu. Það var
Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, sem veitti hjónunum
Knúti Rafni Ármann og Helenu
Hermundardóttur garðyrkju
fræðingi viðurkenningu, en þau
reka Friðheima ásamt fjölskyldu
sinni.
Í Friðheimum eru ræktaðir
tómatar allan ársins hring í raf
lýstum gróðurhúsum og tekur fjöl
skyldan á móti gestum og sýnir
þeim hvernig ræktunin gengur fyrir
sig og gefur að smakka. Þá er boðið
upp á hestasýningar í Friðheimum,
en þar er einnig stunduð hrossarækt.
Skapar einstaka upplifun
í ferðaþjónustu
Í rökstuðningi dómnefndar segir
að Friðheimar sé fjölskyldufyrir
tæki sem hafi vaxið og dafnað í
gegnum árin með það að markmiði
að ganga vel um og virða náttúruna.
„Umhverfismál eru eigendum hug
leikin, þau hafa verið í hvatningar
verkefninu Ábyrg ferða þjónusta
frá upphafi. Þá er fyrirtækið með
bronsvottun Vakans og stefna þau
ótrauð á gullið.
Fyrirtækið leggur mikla áherslu
á réttindi starfsfólks. Nýliðaþjálfun
og fræðsla er til fyrirmyndar enda er
starfsfólk hjarta fyrirtækisins, eins
og þau segja sjálf. Á nýliðnu ári var
lögð áhersla á að halda öllu starfs
fólki og byggja upp sterka innviði
fyrir bjartari tíma.
Á Friðheimum er lögð áhersla á
stuðning við nærsamfélagið, m.a.
með því að versla í héraði auk
þess sem allir gestir eru upplýstir
um ylrækt á Íslandi og þá merku
sögu sem svæðið hefur að geyma.
Fyrirtækið leggur áherslu á nýsköp
un og tileinkar sér umhverfisvænar
lausnir, má þar nefna aðferðir til
að minnka matarsóun og lágmarka
kolefnisspor.
Friðheimar eru lifandi dæmi um
hvernig íslenskt hugvit þar sem
landsins gæði eru nýtt getur orðið
til þess að skapa einstaka upplifun í
ferðaþjónustu. Upplifun sem tengir
saman marga þætti og styður við þá
hugsun að nýta landið á sjálfbæran
hátt, fræða, skapa, upplifa og vinna
saman að því að bæta umhverfi og
samfélag.
Dómnefnd vill jafnframt koma
því á framfæri að tilnefningar að
þessu sinni voru mjög frambæri
legar og vel rökstuddar. Það væri
greinilegt að mörg fyrirtæki eru að
standa sig frábærlega, svo eftir því
er tekið. Af þeim sökum var val
dómnefndar alls ekki einfalt. Það
var þó einróma niðurstaða dóm
nefndarinnar, þegar allir þættir voru
teknir saman, að Friðheimar séu vel
að þessum hvatningarverðlaunum
komin.
Uppbyggingin á Friðheimum
getur verið okkur öllum innblástur
um hvað hægt er að gera með
íslenskt hugvit og íslenskt hráefni í
höndunum og ábyrga ferðaþjónustu
að leiðarljósi.“
Verkefninu um Ábyrga ferða
þjónustu hefur verið haldið úti frá
10. janúar 2017 en hátt í 200 fyrir
tæki um allt land taka virkan þátt
í verkefninu í gegnum fræðslu
fundi, vinnustofur og viðburði.
Framkvæmdaaðilar eru Íslenski
ferðaklasinn og Samtök ferðaþjón
ustunnar í samstarfi við FESTU,
félag um samfélagsábyrgð. /smh
Frá viðburðinum á Bessastöðum. Helena Hermundardóttir, Knútur Rafn Ármann og Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands.