Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202112 FRÉTTIR Menningarsetur Skagfirðinga: Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð Stjórn Menningarseturs Skag­ firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda sveitar stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningar setursins sem eru eftir sölu eigna 214.000.000 króna. Í ljósi stofnskrár og með hlið­ sjón af sögu Menningarseturs Skagfirðinga fylgir gjöfinni sú kvöð að þessum fjármunum skal varið til uppbyggingar skólamann­ virkja í Varmahlíð. Menningarsetur Skagfirðinga er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 1958. Skipulagsskrá hennar var samþykkt af dómsmálaráðherra og forseta Íslands árið 1965. Stofnendur voru áhugafólk um uppbyggingu á skóla og þjónustu í Varmahlíð. Forveri Menningarseturs Skag­ firðinga var Varmahlíðar félagið sem var stofnað árið 1936, og hafði það meginmarkmið að byggja upp héraðsskóla í Varmahlíð. Til að sú uppbygging gæti orðið að veruleika keypti Varmahlíðarfélagið jarðirnar Reykjarhól og Varmahlíð af ríkis­ sjóði árið 1941, en segja má að þær fjárfestingar hafi verið undirstaðan í allri uppbyggingu í Varmahlíð. Með tímanum hafa hlutverk og áherslur hjá Menningarsetri Skagfirðinga breyst, sveitarfélögin hafa einnig stækkað og þjónustu­ hlutverk þeirra aukist í bæði skóla­ málum sem og á öðrum sviðum. Í ljósi þessa var samþykkt á stjórnar­ fundi Menningarseturs Skagfirðinga 17. desember 2020 síðastliðinn að hætta starfsemi og afhenda sveitar­ stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningarsetursins. /VH Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil, við afhendingu gjafarinnar. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra: Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og áhugaverðra verk­ efna í fjórðungnum. Alls bárust 123 umsóknir þar sem óskað var eftir 228 milljónum króna. Við tók yfirferð úthlutunarnefnd­ ar og fagráða sjóðsins sem lauk skömmu fyrir jól en niðurstaðan var sú að alls hlutu 69 umsóknir brautargengi og fengu í allt samtals rúmar 75 milljónir króna. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 28 umsóknir styrk samtals að upphæð rúmar 37 milljónir króna og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 41 umsókn með rúmum 38 milljónum króna. Engin úthlutunarhátíð var að þessu sinni vegna samkomutakmarkana. Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020–2024. Ærkjöt betri nýting Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. hlaut þrjá styrki samtals um 5,5 milljónir króna og félagið Sýndarveruleiki hlaut tvo styrki, annars vegar stofn­ og rekstrarstyrk og hins vegna vegna verkefnis við stafræna Sturlungaslóð í Skagafirði. Styrkir til Sýndarveruleika nema 5,2 milljónum króna. Félagið Brjálaða gimbrin ehf. fékk einnig styrki, annars vegar vegna verkefnis sem nefnist Ærkjöt betri nýting og hins vegar verkefnisins Hæverski hrúturinn, samtals tæplega 3 milljónir króna. Fullnýting í sauðfjárrækt Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlaut styrki við þessa úthlutun Uppbyggingarsjóðs, m.a. stofn­ og rekstrarstyrk og einnig vegna sumarsýningar og stofutónleika. Kakalaskáli ehf. fékk stofn­ og rekstrarstyrk að upphæð 2,2 milljónir króna. Pure Natura ehf. fékk styrk að upphæð 1,4 milljónir króna vegna verkefnis um fullnýtingu í sauðfjárrækt. Fíflarót og burnirót Þá má nefna að Árni Rúnar Örvarsson fékk rúmlega 1,1, milljón vegna verkefnis sem snýst um verðmætaaukningu íslensks æðardúns. Embla Dóra Björnsdóttir fékk tæplega 1 milljón vegna verkefnis sem nefnist, Fíflarót – allra meina bót og María Eymundsdóttir fékk 830 þúsund vegna verkefnis sem snýst um ræktun á burnirót á Íslandi. /MÞÞ Íbúar í Hörgársveit verði um 900 innan fárra ára Gert er ráð fyrir að íbúum í Hörgársveit fjölgi um 200 til 250 íbúa á ári næstu árin. Íbúar Hörgársveitar eru nú um 650 talsins, en verið er að byggja upp íbúðahverfi við Lónsbakka sem miðar að því að íbúum fjölgi umtalsvert á næstu árum. Þá er einnig verið að byggja á öðrum svæðum í sveitarfélaginu og hugur stendur því til þess að íbúar verði um 900 talsins innan fárra ára. „Þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða og er stækkun leikskólans Álfasteins dæmi þess. Nú eru 45 börn í leik­ skólanum og strax í vor verða þau komin yfir 50 og mun fjölga jafnt og þétt. Leikskólinn er fullsetinn og verður það þar til byggingu nýrrar deildar verður lokið í mars en með henni getum við mætt fjölguninni sem fram undan er,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í áramótapistli sínum. Skólastarfið hjartað í samfélaginu Hann segir að mikil ásókn sé í þær nýju íbúðir sem verið er að byggja, m.a. á Lónsbakka, og virðist fólk kunna vel að meta umhverfið og það orðspor sem fer af góðu sveitarfélagi sem vel hlúi að menntun og uppeldismálum. Nemendur í Þelamerkurskóla eru nú 67 og mun þeim fjölga talsvert frá árinu 2023 og svo jafnt og þétt ef áætlanir ganga eftir. „Skólastarf Álfasteins og Þelamerkurskóla er hjartað í samfélaginu, öflugt og gott og mörgum öðrum til eftirbreytni,“ segir Snorri. Íbúar í Hörgársveit fá afhent árskort í sund án endurgjalds og segir sveitarstjórinn það vera hluta af góðum lífsgæðum. Sterk staða Þrátt fyrir áhrif af völdum kórónu­ veirunnar hafi sveitarfélaginu tekist að halda í fjárhagslega sterka stöðu sína. „Við nutum þess að hafa ekki skuldsett okkur síðustu ár þrátt fyrir uppbyggingu og áttum orðið í sjóði sem við gátum nýtt til að mæta bæði tímabundnum áföllum í rekstri og haldið áfram framkvæmdum og heldur bætt í ef eitthvað var,“ segir Snorri og bætir við að tekjur hafi vissulega lækkað, einkum í kringum sundlaugina sem var lokuð svo vikum skipti á árinu. Engin ný lán voru tekin á árinu þrátt fyrir um 100 milljón króna framkvæmdir. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir lántökum til að halda áfram uppbyggingu, til að fjölga íbúðum og íbúum og fá þannig fleiri til að standa undir framtíðarrekstri sveitarfélagsins. Á liðnu sumri störfuðu um 30 námsmenn á aldrinum 13 til 25 ára hjá sveitarfélaginu við að fegra sveitarfélagið en eitt verkefnanna var að handgera nýjan göngustíg í kringum Hjalteyrartjörn. /MÞÞ Leikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit er fullsetinn og verður það þar til byggingu nýrrar deildar verður lokið í mars. Mikil ásókn er í nýjar íbúðir sem verið er að byggja í hverfinu við Lónsbakka. Myndir / MÞÞ Vitinn á Svalbarðseyri 100 ára Svalbarðseyrarviti varð 100 ára á nýliðnu ári, en hann var byggður árið 1920. Sveitarfélög við Eyjafjörð kostuðu byggingu vitans en ríkissjóður greiddi stærsta hlutann. Vitinn er byggður eftir sömu teikningu og vitarnir í Hrísey og Papey. Vitinn er 7,5 m yfir sjó og er ljóshæð hans 9 m yfir sjó. Vitavörður er Eiríkur Ásmundsson. Árið 1933 var byggt steinsteypt anddyri við Svalbarðseyrarvita en hönnuðir vitans voru þeir Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðar, verkfræðingur og hönnuður anddyris var Benedikt Jónasson verkfræðingur. Umhverfið verður lagað Umhverfi vitans hefur verið lagað og til stendur að leggja hellur umhverfis hann næsta vor eða sumar þegar lagfæringum á varnargarði lýkur. Vitinn var málaður síðastliðið sumar. Vitinn var upphaflega hvítur að lit, með rauðri rönd á miðjum veggjum en var síðar málaður gulur. Fjöldi ljósmynda er til af Svalbarðseyrarvita og nú í byrjun árs 2021 verður hafist handa við að safna myndum og skrá þær. Stefnt er að því að skilti verði sett upp með upplýsingum um vitann og dýralífið í kringum Svalbarðstjörn. Þetta kemur fram á vefsíðu Svalbarðsstrandarhrepps. /MÞÞ Vitinn á Svalbarðsseyri varð 100 ára á nýliðnu ári. Til stendur að fegra umhverfi hans og setja skilti með upplýsingum um vitann og dýralífið í kringum Svalbarðstjörn. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 GRAFAGRINDUR GOTT ÚRVAL Bænda 28. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.