Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202120 Nokkrir bílaframleiðendur eru nú að skoða möguleika sína að þátt- töku í kapphlaupinu um rafbíla sem knúnir eru vetnis-efnarafal (FCEV). Markaðshlutdeildin er lítil enn sem komið er, enda er innviðauppbygging með vetnis- dælustöðvum komin skammt á veg og þykir kostnaðarsöm. Meðal bílaframleiðenda sem komnir eru af stað með slíka vetn- isbíla eru Toyota með bílinn MIrai, Hyundai með Nexo og Honda Motors er líka með sinn „Clarity Fuel Cell“ efnarafal. BMW hyggst líka gera sig gildandi í þessari tækni. Svipaða sögu má sega um ákvörðun Daimler Benz varðandi þróun vetnisknúinna trukka, sem og General Motors og Nikola. Einnig hefur Cimmins, risinn í framleiðslu dísilvéla, kynnt áætlanir um þátt- töku í vetnisáætlun með Toyota, Hyundai, Daimler og Nikola, að því er fram kom í viðskiptatímariti Forbes. Evrópusambandið og Japan hafa gefið út vetnisvegvísi og áforma stórtæka notkun vetnis í sínum orku- kerfum. Vetnið má nýta í rafmagns- framleiðslu, iðnaðarferla, hitaveitu og sem orkugjafa í samgöngum. Ef vetnið er framleitt með endurnýj- anlegri orku er það nánast kolefnis- laust. Þar gæti Ísland hæglega nýtt sér ákveðið forskot til að framleiða „grænt“ vetni með endurnýjanlegum orkugjöfum. Vetnislestir þegar komnar í notkun Það er þó ekki bara bílaflotinn sem menn sjá fyrir sér að geti nýtt vetnið, því þróun vetnisknúinna járnbraut- arlesta er komin á talsvert skrið. Slíkar járnbrautarlestir eru stundum nefndar „Hydrail“. Má þar nefna Coradia iLint lestina í Þýskalandi sem kynnt var 2016 og framleidd er af franska fyrirtækinu Alstom. Kínverjar voru samt fyrri til með akstri á vetnisknúinni lest með 380 farþega um 100 km leið í Quingdao héraði í Kína árið 2015. Þá hóf Foshan borg í Guaqngdong héraði í Suður-Kína byggingu vetnislesta- kerfis árið 20016 með fjárfestingu upp á 72 milljónir dollara. Tilraunaakstur hófst með Coradia iLint lestina í Þýskalandi og Tékklandi 2017 og fyrsta vetn- islestin hóf akstur með farþega 18. september 2018 á milli Buxtehude, Bremerhaven og Cuxhaven í Neðra- Saxlandi. Kemst hún 1.000 km á einni tankfyllingu. Þjóðverjar ætla sér stóra hluti í vetnisvæðingu lesta- kerfisins. Þá má nefna áætlun um SmartRail í Bretlandi. Þann 30. september 2020 rann fyrsta vetnisknúna HydroFLEX tilraunalestin eftir brautarteinunum í Warwickskíri í Bretlandi. Reiknað er með að tæknin til endanlegrar smíði þessara lesta verði tilbúin 2023. Tilkynnt hefur verið um miklar fjár- festingar vegna vetnisvæðingarver- kefnis Breta, bæði vegna lestakerfis og vetnisdælustöðva. Evrópusambandið telur vetni afar mikilvægan kost í orkumálum Vetni stendur í dag fyrir minna en 2% af orkunotkun ESB- landanna og er einkum notað við framleiðslu á plasti og áburði. Um 96% af því vetni sem fram- leitt er í Evrópusambandinu er framleitt með jarðgasi sem skilar umtalsverðri losun gróðurhúsa- lofttegunda. Framkvæmdastjórn Evrópu sambandsins telur hins vegar mikil tækifæri leynast í framleiðslu á „grænu“ vetni, einkum fyrir stóra trukka og flutn- inga á lengri leiðum eins og með járnbrautum sem kæmi þá í stað dísilknúinna ökutækja. Einnig geti það skipt miklu máli við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarframleiðslu og annarrar framleiðslu í efnaiðnaði. Þá er bent á möguleikana á að geyma orku sem framleidd er með rafmagni í vetnistönkum sem skapi aukinn sveigjanleika við miðlun á orku eftir þörfum. Framkvæmdastjórn ESB segir að sú vetnisstefna muni hjálpa til við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sé í takt við „European Green Deal“ stefnu Evrópusambandsins. Þá muni vetnis framleiðsla líka geta orðið mikilvægt framlag fyrir þjóðir sambandsins til að vinna sig út úr kreppunni vegna COVID-19. Stefnt á 10 milljón tonna vetn- isframleiðslu í ESB fyrir árið 2030 Í vetnisstefnu ESB sem kynnt var í júlí 2020 segir m.a. að fram til 2024 muni sambandið styðja við uppsetningu á framleiðslustöðvum í ESB-ríkjunum sem rafgreina vetni sem samsvarar að minnsta kosti 6 gígawatta orku. Þar verði fram- leidd allt að ein milljón tonna af vetni með endurnýjanlegum orku- gjöfum. Frá 2025 til 2030 verði bætt við framleiðslu á rafgreindu vetni frá endurnýjanlegum orku- gjöfum upp á að minnsta kosti 40 gígawött og að framleidd verði allt að 10 milljónir tonna af „grænu“ vetni. Frá 2030 verði FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Skiptar skoðanir um vetnisknúna rafbíla, en nokkrir bílaframleiðendur hafa samt þegar stokkið á þann vagn: Vetni gæti leikið stórt hlutverk í að draga úr loftmengun í umferð og iðnaði – ESB hefur markað sér stefnu í vetnisvæðingu og stefnir í harða samkeppni við Kínverja sem eru taldir hafa talsvert forskot Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur árum saman hæðst af miklum hroka að hugmyndinni um að nota vetnis-efnarafala, „fuel cells“, frekar en rafhlöður til að knýja næstu kynslóð grænna ökutækja. Í júní 2020 notaði hann t.d. háðsyrði á Twitter, eins og „Fuel cells = fool sells“ eða eldsneytissellur eru sellur heimskingja. Í Bandaríkjunum er hins vegar bent á þá staðreynd að rafbílar sem geyma raforkuna í rafhlöðum séu aðeins um 2% af bílamarkaðnum þar í landi. Ástæðan fyrir að rafbílunum vegni ekki betur sé hversu langan tíma það taki að hlaða þá af orku. Þess vegna er því haldið fram, m.a. í Business Insider, að vetnið, sem hægt er að dæla á ökutæki með sama hraða og bensíni eða dísilolíu, sé helsta ógn Tesla og ástæðan fyrir fúkyrðum Elon Musk. Kínverjar ákveðnir í vetnisvæðingunni Kínverjar mótmæla líka orðum Musk um vetnisvæðinguna harðlega. Embættismenn í Kína vilja stuðla að þróun vetnisknúinna bíla, vörubíla og strætisvagna, þar sem yfirvöld í Peking bjóðast til að verðlauna borgir sem ná markmiðum um slíka uppbyggingu. Í 15 ára áætlun um nýorkubíla sem gefin var út 2. nóvember sagði ríkisráð Kína að landið myndi einbeita sér að því að byggja upp eldsneytisbirgðakeðjuna og þróa vetnisknúna vörubíla og rútur. Er það í samræmi við markmið sem Xi Jinping forseti setti í september um að hefja samdrátt í kolefnislosun árið 2030. Miklar fjárfestingar í vetni Áherslur Kínverja á innleiðingu vetnis í samgöngum eru taldar geta haft áhrif á stefnu Joe Biden, nýs forseta Bandaríkjanna, í þróun hreinorkubíla. Kínverjar eru að leggja mikla fjármuni, eða sem svarar um þrem milljörðum dollara, til byggingar vindmyllugarða í Innri-Mongólíu, samkvæmt frétt Bloomberg. Með raforku frá þessum vindmyllum er ætlunin að framleiða um 500.000 tonn af vetni á ári og á framleiðslan að hefjast á þessu ári, 2021. Þá tilkynnti ríkis olíu- hreinsifyrirtækið Sinopec þann 29. október síðastliðinn, að það hygðist fjárfesta í vetnis- framleiðslu, vetnisdrifnum sam- göng um og vetnis-efnarafala- framleiðslu sem og í dælustöðvum fyrir vetni. Fyrst og fremst horft á vetnisvæðingu stórra ökutækja Samkvæmt frétt Bloomberg mun ný innviðauppbygging Kínverja í vetni styðja við þróun vetnisknúinna trukka og rútubíla, en meginþorri smábíla verði búnir rafhlöðum. Er þar vitnað til orða Wang Chaoyun, forstjóra Anhui Mingtian Hydrogen Energy Technology Co. Samkvæmt spám mun sala Kínverja á ökutækjum búnum vetnis-efnarafölum tífaldast á næstu fimm árum, eða í 50.000 bíla. Hún verði komin í 500.000 bíla árið 2035, en fyrri áætlanir gera reyndar ráð fyrir að ein milljón vetnisknúinna bíla verði komin á göturrnar árið 2030. SAIC Motor Corp. í Sjanghæ segist ætla að setja á markað tíu gerðir vetnisknúinna ökutækja fyrir árið 2025. Þá aflaði Beijing SinoHytec Co., sem vinnur að þróun efnarafala, um 1,4 milljarða yuan (um 213 milljónir dollara) í frumútboði hlutafjár í ágúst 2020. Fyrirtækið er eitt af fimm kínverskum fyrirtækjum sem hófu í júní 2020 samstarf við Toyota um þróun vetnis-efnaarafala fyrir flutningabíla. Kínverjar gefa lítið fyrir fúkyrði Elon Musk Coradia iLint, fyrsta vetnisknúna járnbrautarlest Evrópu hóf akstur á milli Buxtehude, Bremerhaven og Cuxhaven í Neðra-Saxlandi í september 2018. Kínverjar hafa verið í forystuhlutverki í vetnisvæðingunni og hófu akstur á fyrstu vetnisknúnu járnbrautarlestinni 2015. Þeir hafa sett fram viðamiklar áætlanir um stóraukna framleiðslu á vetni og vetnisvæðingu atvinnnubíla á komandi árum. Þann 30. september 2020 rann fyrsta vetnisknúna HydroFLEX tilraunalestin eftir brautarteinunum í Warwickskíri í Bretlandi. Vetnisknúinn trukkur frá Hyundai í Suður-Kóreu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.