Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202140 Nýlega kom út skýrsla á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands sem ber heitið Loftslag, kolefni og mold. Þar hafa starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands lagst í það viðamikla verkefni að meta losun kolefnis vegna land- notkunar og hvernig sú losun tengist framleiðsluferlum í land- búnaði. Það er góðra gjalda vert að Landbúnaðarháskóli Íslands gefi út slíka skýrslu og ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að starfs- menn Landbúnaðarháskólans hafi við vinnslu skýrslunnar lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, gagn- rýna hugsun og málefnalegan rök- stuðning. Ekki er ætlunin að fjalla um efn­ istök skýrslunnar að svo stöddu. Það er hlutverk fræðasamfélagsins að rýna þessa skýrsluna til gagns. En full þörf er á því að ræða forsend­ ur og framsetningu niðurstaðna við betra tækifæri. Sannleikurinn er sá að sauðfjárbændur hafa fullan skiln­ ing á sínu hlutverki þegar kemur að loftslagsmálum. Þeir hafa nú þegar náð umtalsverðum árangri og ætla sér að gera enn betur á komandi árum. Losun gróðurhúsalofttegunda frá sauðfjárrækt hefur minnkað um 25% síðustu 30 árin Árið 2017 gáfu Landssamtök sauð­ fjárbænda út skýrslu þar sem gerð var úttekt á losun gróðurhúsaloft­ tegunda vegna sauðfjárræktar á Íslandi. Með skýrslunni var í fyrsta sinn lagt mat á losun vegna fram­ leiðslu á kindakjöti á Íslandi. Í skýrslunni er m.a. borin saman heildarlosun gróðurhúsaloft­ tegunda vegna búfjár og áburðar­ notkunar frá sauðfjárrækt á Íslandi frá árinu 1990 til ársins 2015. Á tímabilinu dróst losunin saman um 40.000 tonn CO2­ígilda. Miðað við búfjártölur og framleiðslu ársins 2020 má áætla að þessi samdráttur sé nú orðinn mun meiri, eða um 70.000 tonn, og hefur því losun minnkað um 25% á tímabilinu 1990­2020. Á sama tímabili hefur framleiðsla aukist um 300 tonn af kindakjöti. Stefnt er að kolefnisjöfnun Sauðfjárbændur hafa fullan vilja til að gera enn betur þegar kemur að loftslagsmálum og hafa nú þegar komið af stað verkefni í samstarfi við stjórnvöld, sem kallast Loftslagsvænn landbún­ aður. Verkefninu, sem er stýrt af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar­ ins, felur í sér fræðslu og ráðgjöf til bænda um hvernig má draga úr losun frá búrekstri og vegna landnýtingar. Þá vinna bændur aðgerðaráætlun fyrir sinn bú­ rekstur sem á að skila samdrætti í losun og aukinni bindingu með það að markmiði að kolefnisjafna búreksturinn. Hefjum aðgerðir og eflum rannsóknir Fyrir liggur að sauðfjárbændur þurfa að leggja mat á þá losun kolefnis sem verður frá landi sem nýtt er til sauðfjárræktar. Þetta hefur legið fyrir lengi og er í samræmi við alþjóðlegar skuld­ bindingar Íslands. Til að meta losun sauðfjárræktarinnar vegna landnotkunar þurfa að liggja fyrir ákveðnar forsendur. Fyrir það fyrsta þarf að meta losun frá landi. Hægt er að styðjast við ákveðnar grunnupplýsingar til að meta þessa losun en full þörf er á því að efla enn frekar rannsóknir á þessu sviði. Í annan stað þarf að meta hvaða land er nýtt til sauðfjárbeitar og hvernig sú losun sem tilheyrir sauðfjárræktinni er metin. Tökum dæmi: Á landi sem er 100 ha ganga 10 kindur og framleiðir hver þeirra 28 kg af kjöti. Gefum okkur að heildarlosun landsins sé 70 kg CO2­ígilda/ha, eða í heildina 7.000 kg CO2­ígilda. Ef sauðfjárræktin er gerð ábyrg fyrir allri losun af þessu landi þá væri hún um 25 kg CO2­ígilda/kg kjöt. Einnig mætti beita þeirri aðferð að meta losun vegna sauðfjárræktar með því að tengja losun landsins við uppskeru og meta síðan þann hluta uppskerunnar sem sauðfjárræktin nýtir. Höldum áfram með dæmið hér að ofan og gefum okkur að úthagi myndi skila að jafnaði uppskeru sem nemur 750 kg þurrefnis/ha og heildaruppskera landsins væri þannig 75.000 kg þurrefnis. Miðað við 90 beitardaga og hver kind (ásamt lömb­ um) þurfi 4 kg þurrefnis/dag þá væri heildaruppskera nýtt sem beit 3.600 kg þ.e. eða 4,8% af heildaruppskeru. Ef þessi aðferð væri nýtt til að meta hlut sauðfjárræktarinnar væri kolefn­ issporið 1,20 kg CO2­ígilda/kg kjöt. Hér eru settar fram mjög einfaldar forsendur til þess að leggja áherslu á að sú aðferðafræði sem er valin, þegar losun sauðfjárræktar vegna landnýtingar er metin, skiptir ekki síður máli þær forsendur sem þurfa að liggja fyrir við útreikninga. Sauðfjárbændur leggja til hundruð milljóna í landbætur á hverju ári Sauðfjárbændur hafa um áratuga skeið gert sér fulla grein fyrir því að því fylgir ábyrgð að nýta auðlindir landsins enda leggja sauðfjárbændur til hundruð milljóna til landgræðsluað­ gerða á hverju ári. Þetta gera þeir ýmist á eigin vegum og fyrir eigin kostnað eða í samstarfi við Landgræðsluna í gegnum verkefnið Bændur græða landið eða Landbótaáætlanir sem eru hluti af mótvægisaðgerðum sem eru skilgreindar í Landnýtingarþætti gæðastýrðrar sauðfjárræktar. Bændur eru tilbúnir að vinna að enn meiri krafti að landbótum og nýta landið þannig að aðgerðir skili sem mestum árangri. Þá hafa sauðfjárbændur lagt ríka áherslu á bætta stjórnun beitar­ nýtingar með því að kortleggja sauð­ fjárbeit og efla verulega vöktun á gróðurfari. Þetta er gert í verkefninu Grólind sem Landgræðslan stýrir en er að stærstum hluta fjármagnaður í gegnum búvörusamninga. Niður­ stöður verkefnisins munu verða öflugt verkfæri í þeirri vinnu sem er fram undan. Sauðfjárbændur hafa nú þegar lagt mikið af mörkum til að draga úr kolefnislosun og hafa metnaðarfull áform um að gera enn betur. Til þess þurfum við stuðning víða úr samfé­ laginu. Við köllum eftir sanngjarnri og uppbyggilegri umræðu sem leiðir okkur áfram veginn. Þeir sem hjakka í gömlum hjólförum komast lítið áleiðis. Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda úrdráttaraðferðir sem byggja á svo­ kallaðri „supercritical R134a/butane extraction,“ en þær gera kröfur um kostnaðarsaman búnað. 2. Lífvirkar örferjur (lípósóm) úr repjuolíu og repjuhrati Mörg næringarefni og lífrænt virk efni sem geta verið fæðubótarefni eða virk efni í hágæða húðvörum eru mjög hvarfgjörn og því viðkvæm og þola illa umhverfi í matvælum eða húðvörum sem eru almennt flókin bæði byggingarfræðilega og efnafræðilega. Þetta á sérstaklega við um lífvirk efni sem hafa verið einangruð frá sínu upphaflega umhverfi og bætt í matvæli sem fæðubótarefni eða sem virk efni í húðvörur. Gott dæmi um þetta er lýsi og sérstaklega ómega­3 fitusýrur sem eru stöðugar sem hluti af fiskholdi en brotna niður og þrána eftir einangrun. Mikill fengur væri að aðferð sem gæti veitt þessum lífvirku heilsubætandi efnum vörn á meðan þau eru hluti matvæla eða húðvöru en gæfi jafnframt möguleika á að efnin kæmust á áfangastað í meltingarvegi eða húðinni og gerði þau þar með virk til upptöku. Ein leið til að ná þessu markmiði er að verja og flytja efnin með svokölluðum örferjum. Örferjur geta verið mismunandi að stærð og gerð en einföld útgáfa örferja eru lípósóm sem má segja að séu litlir hnettir gerðir úr fosfólípíðum sem geta innihaldið ákveðin lífvirk efni. Lípósóm eru í raun holar fitukúlur sem eru smíðaðar úr fosfólípíðum. Lípósóm byggja á tvíkskautuðum eiginleikum fosfólípíða sem veldur því að þessi fituefni raða sér upp í tvöfalda keðju sem myndar litla kúlur með holrými innst í kjarnanum. Fosfólípíð eru afar hentug til notkunar í húðvörum vegna þessara tilteknu tvískautseiginleika. Þessir eiginleikar valda því að þau geta hvarfast við fituleysanleg lífvirk efni og myndað vel uppleystar ýrulausnir. Auk þess að mynda örferjur, þá koma þau einnig í veg fyrir samloðun uppleystu efnanna með því að húða virku efnin í húðvörunum. Fosfólípíð auka stöðugleika við geymslu með því að hindra endurkristöllun fituefnanna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lífvirk efni sem eru steypt í örferjur eru tekin upp í hærri styrk af húðinni heldur en lífvirk efni án slíkra ferja. Rannsóknir okkar undanfarin ár við Háskóla Íslands og í samstarfi við virta háskóla í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafa sýnt fram á að það má auka stöðugleika náttúrulegra litarefna eins og beta karóten mjög mikið með örferjum og að gerð lesitíns í ferjunni hefur lykiláhrif á stöðugleika. Einnig höfum við sýnt fram á að það má auka stöðugleika ómega 3 fitusýra með örferjum en þar skiptir gerð lesitíns einnig höfuð máli. Frumrannsóknir okkar á repju sýna fram á að vinna megi nýtanleg magn fosfólípíða úr repjunni og þá sérstaklega hratinu sem má nýta til að smíða örferjur. 3. Markaðsmöguleikar Heimsframleiðsla á repjuolíu hefur vaxið mikið á undanförnum árum og nú er talið að framleiðsla á repjufræjum samanborið við önnur fræ til olíuvinnslu sé hæst í heim­ inum að undanskildri framleiðslu á sojabaunum. Stærstu framleiðend­ urnir eru Kína, Indland, Kanada og Evrópusambandið. Nýting repjuolíu hefur einnig vaxið mikið og þá mest í þeim löndum sem rækta og pressa fræ, s.s. í Evrópu. Talið er að u.þ.b. 10% af fræolíu sé breytt í lífelds­ neyti og er mest framleiðsla á því í Argentínu, Evrópu og Taílandi. Verð á repjuolíu á heimsmarkaði hefur hækkað og náði tæplega $1800 / tonn árið 2008. Síðan 2015 hefur verð haldist tiltölulega stöð­ ugt um og í kringum $800/tonn. Ljóst er af ofangreindu að Ísland getur ekki keppt við hinn alþjóðlega markað hvað varðar framleiðslu og sölu á repjuolíu. Ísland hefur þó upp á aðra hluti að bjóða og því er áhugavert að meta hvort grundvöllur er fyrir að þróa verðmætari afurðir út repju og markaðssetja með leiðum sem gera olíuafurðirnar ennþá verð­ mætari, s.s. með rekjanleikakerfi, upprunavottorði og/eða svoköll­ uðum „bálkakeðju“ (blockchain) upplýsingum. Þannig væri hægt að draga fram sérstöðu Íslands og staðreyndir sem vilja gleymast eins og það að öll ræktun á Íslandi á sér stað í hreinu umhverfi og án notkunar skordýra­, illgresis og sveppaeiturs. Þróa má fjölbreyttar vörur úr repjuolíu, s.s. glýseról, ýruefni, fosfólípíð og ferjur (lípósóm). Af þessu öllu þá eru ferjur verð­ mætasta afurðin. Finna má ferjur á 100­400$ líterinn og fer verð eftir innihaldi ferjanna (sjá nánar í skýr­ slu höfunda). Hráefnið, fosfólípíð­ in, sem notuð eru til að byggja ferj­ ur finnast í bæði í olíunni og í hratinu. Því má segja að afurðaaukningin sé marg­ föld, því hratið er vannýtt auðlind í dag. Ferjur eru mikið notaðar í matvæla­, lyfa­, og snyrtivöruiðnaði til að ferja lífvirk efni yfir frumuhimnur og auka upp­ töku á þeim hvort sem er í meltingarvegi eða í gegnum húð. Sem dæmi þá eru notaðar ferjur í næstum öllum TARAMAR vörun­ um til að ferja ensím og lífvirk efni úr þangi og jurtum inn í dýpri lög húðarinnar. TARAMAR stefnir að því að framleiða allar sínar ferju sjálf úr íslenskri repjuolíu. Þetta yrði einstakt því í dag er ekki hægt að fá ferjur sem eru smíð­ aðar úr eins hreinni olíu og Ísland hefur upp á að bjóða. Við bendum áhuga­ sömum um frekari nýtingu repju að nálgast Lokaskýrslu okkar til Framleiðnisjóðs landbúnað­ arins: ÞRÓUN VERÐMÆTRA AFURÐA ÚR REPJUOLÍU eftir Guðrún Marteinsdóttir og Kristberg Kristbergsson, TARAMAR EHF. Í samstarfi Organic Iceland ehf, Háskóla Íslands, Gróðrastöðina að Hæðarenda, Móðir Jörð ehf, og Þorvaldseyri ehf. Einnig viljum við biðja þá sem hefðu áhuga á að halda áfram með rannsóknir og þróun á repjuafurð­ um fyrir matvæla, lyfja­ og snyrti­ vöruiðnaðinn, að hafa samband við okkur. Kristberg Kristbergsson Guðrún Marteinsdóttir Höfundar eru bæði prófessorar við Háskóla Íslands í líffræði og matvælafræði og eigendur fyrirtækisins TARAMAR ehf. Á FAGLEGUM NÓTUM Framleiðsla krems með repjuolíu. Lípósóm gert úr tvöfaldri röð fosfólípíða með lífrænum kjarna LANDSSAMTÖK SAUÐFJÁRBÆNDA Kolefnisspor sauðfjárræktarinnar Unnsteinn Snorri Snorrason. Taramar krem voru fram- leidd með repjuolíu. Ath., þó að þau krem sem eru á markaði í dag séu með annarri olíu en síðar þegar framleiðslu- og gæðaferli fyrir repjuna er tilbúið þá mun Taramar markaðssetja krem með repjuolíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.