Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202146 vistvænum Árið 2020 var frekar vistvænt prófunarár í ökutækjum hér í Vélarbásnum í Bændablaðinu. Strax í byrjun árs var úrval af rafmagnsökutækjum meira en yfir var komist í þessum 24 blöðum sem komu út á síðasta ári. Reynt var að komast yfir sem flest og fjölbreyttust ökutæki til að fjalla um, en eins og svo oft áður þá vantaði að fá dráttarvélar til prufuaksturs og umfjöllunar. Einn bíl prófaði ég sem virðist vera rangt tollaður inn í landið og því of dýr, en bílinn kalla ég „Bóndabíl“, vinnutæki sem engum dettur í hug að nota sem leiktæki, en er bráðsniðugt vinnutæki til ýmissa verka. Þetta er Corvus Terrain frá Vallarbraut. Rafmagnsbílar og tæki Alls voru prófaðir fimm rafmagns fólksbílar, einn sendibíll, einn liðléttingur og eitt rafmagns fjórhjól. Að gefa þessum ökutækjum einkunn og raða niður í sæti var ekki auðvelt, en eingöngu frá mínu persónulega mati með hliðsjón af notkunargildi og þægindum í akstri á íslenskum „ónýtum“ vegum væri valið svona: 1. KIA Soul (þar skoraði hæst frábær fjöðrun og stöðugleiki við akstur á malarvegi). 2. MG frábært verð, góð drægni á rafmagninu og fín snerpa. 3. Tesla 3 (lang söluhæsti bíll landsins 2020), ógnarkraftur, fjórhjóladrifinn, en það var verð og umhverfishljóðin inni í bílnum sem settu hann niður í 3. sæti (mín skoðun er að ef keyptur er rafmagnsbíll til að njóta verður hann að mælast undir 70 db. í farþegarými). Sendibíllinn Maxis er fínn fyrir borgarsnatt, en ekki neitt spennandi fyrir langkeyrslur. Rafmagns liðléttingurinn Multi One EZ7 er tæki sem allir ættu að skoða vandlega sem innitæki á fóðurgöngum og í nálægð við dýr og matvælaframleiðslu. Rafmagns fjórhjólið er nýjung og spennandi kostur framtíðarinnar, kæmi mér ekki á óvart ef maður sæi það í notkun á götum Reykjavíkur í þjónustu Íslandspósts sem öruggara og burðarmeira en núverandi „póstþríhjól“. Rafmagns torfæruhjólið (rafmagnscrossarinn) var eitthvert skemmtilegasta leiktæki sem ég hef prófað, langt síðan ég hef skemmt mér svona mikið við að prófa „dót“. Plug-in Hybrid og aðrir vistvænir bílar Nokkra vistvæna bíla prófaði ég og af þeim stóð upp úr Jeep Compass Trailhawk, jeppi eða jepplingur? Þó svo að ég hafi alltaf nefnt hann í umfjölluninni sem jeppling verð ég að setja hann í flokk jeppa þar sem hann er hár á vegi, með hátt og lágt drif og að mínu mati skoraði hæst að hann er með fullbúið varadekk. Aðrir bílar komu á eftir þó svo að Suzuki A-Cross hafi verið kraftmeiri og snarpari í akstri og þar af leiðandi skemmtilegri á malbiki, þá vantaði betra varadekk, meiri hæð undir bílinn og verðið fullhátt. Mótorhjól og fjórhjól voru tvö og tvö Tvö fjórhjól prófaði ég, annars vegar Yamaha 700 með snjótönn. Það hjól keyrði ég eingöngu á ís og því hef ég enga umsögn um fjöðrun, en hjólið skilaði sínum snjómokstri vel en stýrið mætti vera breiðara. CanAm 1000 er öflugt fjórhjól sem þægilegt er að keyra ýmist á vegum og torfærum (mér hefði alveg dugað færri hestöfl). Mótorhjólin tvö voru mjög ólík, annars vegar BMW 750F sem er ferðahjól fyrir alla venjulega malar- og malbiksvegi, mjög tæknilega fullkomið mótorhjól og lágt til ásetu sem hentar jafnt lágvöxnum sem þeim hærri. SWM 650 ferðahjólið er fullkomið ferðahjól fyrir hálendisslóða og vegi, skemmtileg vinnsla í mótor og á verði sem er hreint hlægilegt. Besti bíllinn var Landrover Defender Það var enginn bíll af þeim sem prófaðir voru 2020 sem komst nálægt Landrover Defender í gæðum, þessi bíll er einfaldlega bara snilldin ein í hönnun, útliti og gæðum. Það eru engan veginn allir sammála mér því ég hef heyrt menn segja að þessi bíll sé forljótur, en þetta er mín skoðun á bílnum og þarf ekkert að orðlengja það. Í öðru sæti var SsangYong Korando sem hefur fengið nýtt útlit, en sá bíll skoraði hæst hjá mér með því að mælast ekki með meiri hávaða á 90 km hraða en 70 db. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Landrover Defender, bíll ársins 2020 – bara einfaldlega bestur. Myndir / HLJ Tesla 3 var í 3. sæti rafmagns, snerpa og kraftur, en fullmikill hávaði inni í bíl. MG var í 2. sæti rafmagnsbíla. Verð og hljóðeinangrun skoraði þar hæst. KIA Soul í 1. sæti af rafmagnsbílum, þar skoraði hæst góð fjöðrun. BMW 750F er mjög fullkomið alhliða mótorhjól fyrir Íslenska malar- og malbiksvegi. Multi One EZ7. Sniðugt vinnutæki við matvælaframleiðslu. Jepplingur eða jeppi, rafmagn og bensín. Jeep Compass Trailhawk – Gallalaus bíll. SWM 650. Ódýrt ferðahjól fyrir ævintýraferðir. Rafmagnsfjórhjól fyrir 15 ára og eldri á góðu verði. Öflugt fjórhjól frá CanAm. Svona tæki kalla ég Bóndabíl. SsangYong Korando er einstaklega vel hljóðeinangraður og velheppnaður jepplingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.