Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202148 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Í Forsæludal búa þau Einar Árni Sigurðsson og Þóra Margrét Lúthersdóttir með rúmlega 600 kindur, en þau tóku við búi árið 2014. Býli: Forsæludalur. Staðsett í sveit: Vatnsdal í Húnavatnshreppi. Ábúendur: Einar Árni Sigurðsson og Þóra Margrét Lúthersdóttir tóku við búinu 1. júní 2014 af foreldrum Þóru. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjölskyldan telur sex manns, Einar og Þóru og börnin fjögur. Börnin heita Jóhanna María 11 ára, Benedikt Þór 10 ára, Ólafur Egill 8 ára og Erna Katrín 7 ára. Stærð jarðar? Jörðin er 2.753 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú en eigum nokkur hross og hænur líka. Erum líka í skógrækt og er núna búið að planta í um 30 ha. Fjöldi búfjár og tegundir? Erum núna með 607 kindur á fóðrum, 32 hross og 20 hænur. Svo eigum við eina tík sem er hálf gagnslaus sem fjárhundur en ágætis músaveiðari og að láta vita ef umferð er við bæinn. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög misjafnt eftir hvaða tími ársins er. Á veturna er farið í fjárhús­ in kvölds og morgna, og hrossum og hænum sinnt eftir þörfum. Á sumrin er það mestmegnis heyskapur sem á hug okkar og einnig að keyra rúll­ um heim í stæðu. Haustin, göngur og réttir og á vorin kemst fátt að annað en sauðburður. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegustu bústörfin eru að tína grjót úr flögum og moka út skít. Svo er alltaf leiðinlegt þegar skepnur veikjast. Skemmtilegustu bústörfin eru miklu fleiri og má þar nefna sauð­ burð, að velja ásetning að haustinu, að taka saman vel verkað hey og byggja upp og laga á jörðinni. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ný fjárhús og ný skemma yrðu komin upp. Búið væri að ljúka við að taka niður aflagðar girðingar og klára að gera upp þær girðingar sem eiga að standa. Bústofnsstærð svipuð, og vonandi kominn smalahundur sem gagn er að. Svo væri auðvitað gott að fara að geta lifað af búskap en þá gæti Einar hætt að starfa á sjónum og við gætum einbeitt okkur að lífinu í sveitinni. Hvar eru helstu tækifærin í framleiðslu á íslenskum búvör- um? Ég tel að margir átti sig ekki á mikilvægi hreinleikans sem íslenskar búvörur eru framleiddar við. Sýklalyfjanotkun í algjöru lág­ marki og vaxtarhvetjandi efni ekki notuð í framleiðsluferlinu. Að gera vörurnar „girnilegri“ því allt of oft sér maður slælegan frágang og framreiðslu á vörum og eins held ég að búa ætti til meira af forelduðum réttum fyrir fólk á þönum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, mjólk, kavíar og lýsi ... svo er oftast 1 mygluð gúrka þar líka þar sem af einhverjum ástæðum þær daga alltaf uppi í kæliskápnum. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hryggur af veturgömlu með sveppasósu og kartöflum og heimagerðar kjötbollur með brúnni sósu og rabarbarasultu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Hrútakaupaferð í Öræfin þar sem við Einar völdum í fyrsta skipti hrúta til kaups. Gleymist líka seint þegar Þóra velti nýju múgavélinni og hallaði traktornum upp að rafmagnsstaur í túninu. Hleypt egg með mörðu avókadó Hér koma nokkir einfaldir en gómsætir hollir réttir sem henta vel eftir hátíðarnar. Hleypt egg með mörðu avókadó Þið verðið með fulla orku fram að hádegi með þessum holla morgunmat. Ljúffengt avókadó með hollri fitu og passar vel með rennandi blautri eggjarauðu þegar skorið er í réttinn. › ½ tsk. repjuolía › 2 egg › 1 msk. edik að eigin vali › 1 lítið þroskað avókadó › 2 sneiðar gott súrdeigsbrauð › handfylli klettasalat Aðferð Hitið vatn í potti og bætið edikinu við, brjótið eggin varlega út í og látið sjóða rólega í 1–2 mínútur þar til hvíturnar eru þéttar en eggjarauðan er enn rennandi. Skerið avókadó til helminga og takið steininn úr með skeið, takið aldin­ kjötið úr og merjið á brauðið. Bætið soðnum eggjunum við, kryddið yfir með svörtum pipar og bætið handfylli af klettasalati við hvern skammt. Eða rífið góðan ost yfir. Eggaldin og feta-baka með tómötum Þessa einföldu böku er auðvelt að búa til og geymist vel í frysti. Tilbúið smjördeig úr búð gerir undirbúninginn fljótlegan. Hráefni › 2 eggaldin (um það bil 300 g), endar snyrtir af og sneitt í þunnar sneiðar › 100 ml ólífuolía, auk viðbótar fyrir lokaframsetningu › 320 g tilbúið smjördeig › 1 lítið egg, léttþeytt › 4 msk. sólþurrkað tómatmauk › 2 hvítlauksgeirar, saxaðir › 1 tsk. þurrkaður basil › 100 g feta ostur › salt og malaður svartur pipar › handfylli fersk basilikublöð, rifin, til að bera fram › 2 tómatar, skornir í helminga, eða litlir kirsuberjatómatar Fyrir salatið › 5 hvítlauksgeirar › 150 ml ólífuolía › 50 ml balsamik edik › 1 msk. majónes › 4 stórar lúkur klettasalat eða blönduð laufsalat › 1 lítill rauðlaukur, þunnt skorinn › 50 g furuhnetur, ristaðar Aðferð Hitið ofninn í 220 gráður. Hitið eldfasta pönnu sem er hitaþolin, penslið tómatana með smá olíu, eldið þá, sárið niður á pönnuna þar til þeir hafa mýkst og aðeins karamelliseraðir (bara heila ef notaðir eru kirsuberjatómatar). Í ofnfat, penslið eggaldinsneiðar ríku­ lega með ólífuolíu og kryddið létt á báðum hliðum. Eldið undir grilli í ofni þangað til það er meyrt og brún­ að, en snúið þó til hálfs. Þið gætuð þurft að gera þetta í lotum. Setjið smjördeig á eldfast bökunarfat. Notið lítinn hníf til að skera 1 cm rákir utan um sætabrauðið og stinga botninn til að koma í veg fyrir að hann lyfti sér. Penslið með þeyttu eggi. Blandið tómatmaukinu, hvítlauknum og þurrkaða basilikum í litla skál og dreifið yfir botninn, forðist að það fari út á kantana eins og gert er með pitsur. Leggið eggaldin ofan á. Myljið fetaost og stráið eggaldini yfir. Bakið í miðjum ofni í 25–30 mínútur, eða þar til hliðarnar hafa blásið upp og sætabrauðið er eldað í gegn. Leyfið að standa í 10 mínútur. Gerið salatið á meðan. Setjið hvítlaukinn, olíuna, edikið, majónesið og klípu af salti í lokaðri krukku og hristið þar til það er slétt. Setjið laufin, laukinn og furuhneturnar í stóra skál og dreypið dressingunni yfir (afgangs dressingu er hægt að setja í kæli). Til að bera fram er gott að skera tertuna í fjórar til sex sneiðar og bera fram með salatinu. Stráið fersku basilikum yfir og ögn af ólífuolíu. Berið tómatana fram til hliðar. Caprese salat með avókadó, ferskum basil og þroskuðum rauðum tómötum Ef þér líkar við hefðbundna ítalska Insalata Caprese skaltu prófa þetta svipaða avókadó í staðinn fyrir mozzarellaost, ferskt basilikum og þroskaðir rauðir tómatar. Caprese salat er oft nefnt ítalskt „tricolore“ salat þar sem það hefur þrjá liti ítalska fánans: rauðir tómatar, hvítur mozzarella og grænn basil. En hér er aðeins breytt og gæti þetta flokkast sem vegan kostur. Þið munuð elska bragðið af avókadó með smá sjávarsalti og ferskum mörðum svörtum pipar. Prófið salatið á báða vegu og sjáið hvort þið viljið, með eða án osts. › 2 avókadó (sneitt) › 2 þroskaðir tómatar › fullt af ferskum basilblöðum › 1/4 bolli af góðri ólífuolíu › 1/4 bolli balsamikedik › Salt (eftir smekk, sjávarsalt) › Pipar (eftir smekk, ferskur malaður svartur pipar er bestur) Skerið tómata með litlum hníf, kjarn­ ann úr, og síðan í sneiðar með beittum hníf. Raðað er saman avókadósneiðum, sneið af tómat og fersku basil og raðið þeim eins og þið viljið á disk. Dreypið ólífuolíunni og balsamik­ edikinu ofan á avókadó og tómata. Úðið yfir smá olíu. Kryddið létt með sjávarsalti og fersk­ um möluðum svörtum pipar. Berið ítalska tómat­, basilíku­ og avókadósalatið fram með ítölsku brauði eða fersku baguette (frönsku brauði) eða ef þið viljið strá yfir klettasalati eða salatlaufum yfir. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Forsæludalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.