Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 7 Kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á árskýr á árinu 2020 samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.579 kg yfir árið. Það er býsna vel að verki staðið fyrir okkar smávöxnu kýr að skila tæpum 8,6 tonnum af mjólk á einu ári, en á Búrfelli eru 42,6 árskýr. Bændur á Búrfelli eru Guðrún Marinósdóttir og Gunnar Þór Þórisson. Guðrún er fædd og uppalin á Búrfelli í Svarfaðardal, hún tók við búinu af foreldrum sínum árið 1998, en Gunnar Þór, sem ólst upp í Auðbrekku í Hörgársveit, flutti að Búrfelli árið 2000. Þau reistu glænýtt 688 fermetra fjós á árunum 2017–2018. Þar er pláss fyrir 64 kýr auk kálfa að 6 mánaða aldri. Nýja fjósið að Búrfelli er stálgrindarhús sem flutt var inn frá Póllandi í gegnum Byko og var það fyrsta sinnar tegundar sem reist er hér á landi. Kýrnar á Hurðarbaki í öðru sæti Í öðru sæti hvað nyt varðar á síðasta ári voru kýrnar á Hurðarbaksbúinu í Flóahreppi. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.445 kg yfir árið, en 51,7 árskýr eru þar í fjósi. Afraksturinn nú er heldur minni en árið 2019 þegar meðalnyt hjá kúnum á bænum var 8.678 kg, enda voru þær þá afurðahæstu kýr landsins að meðaltali yfir árið. Búið á Hurðarbaki er rekið af Reyni Þór Jónssyni og Fanneyju Ólafsdóttur. Hraunhálsbúið í þriðja sæti Í þriðja sæti á árinu 2020 var Hraunhálsbúið í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Þar eru við stjórnvölinn bændurnir Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson. Voru kýrnar hjá þeim að að mjólka að meðaltali 8.357 kg yfir árið, en 27,7 árskýr eru á bænum. Kýrnar á Hraunhálsi voru líka í þriðja sæti yfir landið á síðasta ári og hafa skorað mjög hátt á landsvísu árum saman og hafa margoft verið afurðahæstar á Vesturlandi. /HKr. LÍF&STARF T ilvalið er að hefja vísnaárið með nýjum vísum Eiríks Grímssonar. Eiríkur hefur verið kynntur fyrr í þessum þáttum, en til að sannfæra lesendur um ágæti hans, þá er rétt að upplýsa, að hann er fæddur Austur-Húnvetningur. Hann sendi þættinum á dögunum þessar tvær snjöllu vísur: Árið leið með árans fári, endalaust það hrellti lýði. Fárið var svo fjárans ári ferlegt- að það skellti Víði. Þó að ýmsir missi móð og mæða teppi veginn, sést þá oftast sólarglóð sindra hinum megin. Fyrr í þessum þáttum birtist ögn af kveðskap Friðbjarnar Björnssonar, kenndum við Staðartungu í Hörgárdal. Hörgdælir hafa sýnt þessum hraðkvæða stökusmið þann ómælda heiður, að taka saman allnokkuð af vísum hans. Það sem lifir þáttar, er tekið úr þessu vísnasafni Friðbjarnar, sem lést þann 3. mars 1945. Á sjúkrahúsi orti Friðbjörn: Hér hef ég lengi legið, langar og dimmar nætur. Ennþá ekki þegið afl til að rísa á fætur. Þrautirnar oft mig þvinga, þrotin er heilsa og kraftur. Haltrandi kom ég hingað, hálfdauður fer ég aftur. Hollráð: Gakktu státinn lífsins leið, lítt mun grátur bæta. Láttu kátur hverri neyð kuldahlátur mæta. Við hélaðan glugga: Litlu hrósi safnar sér svakafenginn vetur, þó að rós á gluggagler grafi enginn betur. Friðbjörn átti leið framhjá Miðhálsstöðum í Öxnadal.Guðrún húsfreyja var við slátt í hrísmóa, og beit illa hjá henni, en Lárus bóndi hennar lá þar hjá og dengdi ljá sinn. Hundaþúfa var og þar nærri: Ljótt er engið Lárusar, lítið bítur spíkin, hann er að dengja þessi þar; þarna skítur tíkin. Friðbjörn sá tvo misháa og misþrekna menn standa álengdar: Það er skrýtin sjón að sjá saman standa Björn og Fúsa. Þetta minnir okkur á útvarpsstöng og mjólkurbrúsa. Kveðju í tveimur stökum sendi Friðbjörn manni, sem orti honum afleitlega: Hjá þér finnst ei list í ljóði, leikni fáir tala um. Líka vinnst þér lítið, góði, að loka á þér kjaftinum. Víða um landið vísur mínar vængjatökin reyna létt. Hvað er að segja þá um þínar? Til þeirra hefur enginn frétt. Snotur er þessi mannlýsing hjá Friðbirni: Í viðskiptunum var hann fær, vildi hjálpa snauðum, gekk þó af þeim oftast nær efnalega dauðum. Gjarnan vildi Guði í vil gefa smælingjunum, fékk bara aldrei tíma til að taka af peningunum. Þegar hann sagði sjálfur frá sínum kostagrúa, æði margur átti þá örðugt með að trúa. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 265MÆLT AF MUNNI FRAM Afurðahæstu kúabúin á Íslandi 2020 Miðað við meðalnyt á hverja kú Bú Skýrsluhaldarar Árskýr Mjólk á árskú Fita á árskú Prótein á árskú Búrfell Svarfaðardal Guðrún og Gunnar 42,6 8.579 3,97 3,48 Hurðarbak í Flóahreppi Hurðarbaksbúið ehf. 51,7 8.445 4,16 3,44 Hraunháls í Helgafellssveit Guðlaug og Eyberg 27,7 8.357 4,51 3,35 Afurðahæstu kýr landsins 2020 voru á bænum Búrfelli í Svarfaðardal – skiluðu þær að meðaltali tæplega 8,6 tonnum hver um sig yfir árið SAMFÉLAGSUMRÆÐAN Kolefnisspor framleiðslu og ábyrg umræða Hvernig ætlar vísindasamfélagið að nálgast umræðuna um loftslagsmál, þá sérstaklega þann hluta umræðunnar sem snýr að ákveðinni framleiðslu eða neyslu? Það er vandi hvernig farið er með upplýsingar um losun og bindingu og hvernig þau gögn eru útlögð og notuð til að heimfæra á ákveðna framleiðslu. Er eðlilegt að skrifa allan skurðgröft fortíðar á framleiðslu dagsins í dag? Þessar vangaveltur vakna í kjölfar skrifa og málflutnings Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, um kolefnislosun landbúnaðar þar sem hann tekur framleiðslu á lambakjöti sérstaklega sem dæmi. Samkvæmt þeim útleggingum gætu eftirfarandi sviðsmyndir átt sér stað: A. Jón býr á Brekku með 500 kindur á 1000 ha jörð. Á jörðinni er 300 ha framræst land í úthaga, eða 0,6 ha/kind. Með því að reikna alla losun frá framræsta landinu á framleiðsluna reiknast losun á hvert kg því gríðarhátt. Jón og fjölskylda ráðast í að selja undan jörðinni þessa 300 ha sem eru framræstir enda er þetta ekki eftirsótt eða gott beitiland fyrir féð og þeim lítils virði. Þau fá hins vegar mjög gott verð fyrir landið enda jörðin vel í sveit sett gagnvart ferðaþjónustu. Kaupandi jarðarhlutans hyggst byggja sumarhús á landinu til útleigu fyrir ferðamenn. Viðhald framræslunnar er því nauðsynlegt til að byggja megi á landinu. Við þetta snarfellur kolefnislosun á hvert lambakjötskíló á Brekku. Landið verður jafn framræst eftir sem áður og kolefnið líður út í loftið á sama hátt og áður, það bara reiknast ekki lengur á framleiðslu. B. Guðrún býr á Hóli með 500 kindur á 1000 ha jörð. Jörðin er þurrlend. Í úthaga jarðarinnar er 50 ha skóglendi sem Guðrún plantaði út sjálf, auk þess sem fjölskyldan hefur stundað uppgræðslu með góðum árangri á ógrónum hluta jarðarinnar, um 30 ha. Afurðir eftir hverja kind eru góðar og kolefnislosun við framleiðsluna tiltölulega lítil. Kolefnisbinding í skógi og landgræðslu gerir meira en að dekka þá losun. Þ.e. búskapurinn hefur nettó bindingu í CO2 ígildum. Við hliðina á Hóli er jörð sem heitir Tjarnarland. Tjarnarland er 100 ha jörð sem hefur verið í eyði sl. 20 ár og enginn búskapur stundaður á jörðinni. U.þ.b. helmingur jarðarinnar er illa framræst mýrlendi en um helmingur frjósamt valllendi. Framræslan á landinu fór fram árið 1963. Guðrún sér mikil tækifæri í að nýta þurrari hluta jarðarinnar til beitar og ákveður því að kaupa jörðina. Við þann gjörning einan og sér margfaldast kolefnisspor á framleiðsluna á Hóli. Þó hafði fjölskyldan á Hóli ekkert frekar ætlað að nota framræsta landið til beitar. Skyndilega er hægt að reikna kolefnislosun á hvert framleitt kg til jafns við svo og svo marga keyrða km eða keyptar gallabuxur. Kolefnið sem áður rauk út í loftið og reiknaðist ekki á neitt. Einhver gæti núna sagt að ég sé bara að drepa málum á dreif og taka athyglina frá nýtingu bænda á landi. Það er ekki markmiðið og rétt að árétta að það skiptir miklu máli hvernig við nýtum land, til þess þarf að vanda, hvert svo sem tilefni til umgengni um landið er. Þar hafa sauðfjárbændur ekki stungið höfðinu í sandinn. Þvert á móti hafa samtök sauðfjárbænda ásamt Bændasamtökunum lagt ríka áherslu á að kortleggja sauðfjárbeit, fylgjast með þróun gróðurs og jarðvegs og meta áhrif beitarinnar. Allt nauðsynleg viðfangsefni til að vinna áfram að því að styrkja stjórn beitarnýtingar á Íslandi og leggja línur um sjálfbærni. Að þessu er nú unnið í gegnum verkefnið Grólind sem Landgræðslan fer með stjórn á og er að stærstum hluta fjármagnað í gegnum búvörusamning bænda við ríkisvaldið. Við þurfum öll að stuðla að uppbyggilegu samtali um þessa hluti. Byggja umræðuna alltaf á bestu fáanlegu gögnum og sanngjarnri nálgun. Oddný Steina Valsdóttir Oddný Steina Valsdóttir. Þessi mynd af þeim Gunnari Þór Þórissyni og Guðrúnu Marinósdóttur, bændum á Búrfelli í Svarfaðardal, var tekin í september 2017. Þá voru þau á kafi í vinnu við nýja fjósbyggingu sem tekin var í notkun vorið 2018. Þetta fjós, sem er með stórbættri aðstöðu og einum mjaltaþjóni, á trúlega sinn hlut í að skila þeim í efsta sæti meðal íslenskra kúabænda hvað meðalnyt varðar á hverja kú. Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir Fanney Ólafsdóttir og Reynir Þór Jónsson, bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi í Árnessýslu, voru í 2. sæti með afurðir á hverja kú á síðasta ári og í 1. sæti árið 2019. Mynd / HKr. Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir, bændur á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, voru með þriðju afurðamestu kýr landsins að meðaltali á síðasta ári. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.