Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202116 Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Nýliðið ár, 2020, COVID- 19 árið var mörgum erfitt, ekki síst fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa haft afkomu sína af ferðamennsku og tengdum greinum. Öðrum þótti árið erfitt eða bara leiðinlegt vegna þeirra takmarkana sem settar voru á samkomur og skemmtanir af öllu tagi. Mikið hefur verið rætt og ritað um um lausnir og hvort rétt hafi verið að grípa til hinna eða þessara aðgerða. Sjálfur hef ég litið svo á að ég hafi engar forsendur til að taka vitræna afstöðu um hvort rétt sé að bera andlitsgrímu eða ekki. Ég hef því valið að fara að ráðum sóttvarnaryfirvalda og vera með grímu í almannarými og halda mig að mestu heima. Fyrstu vikurnar eftir að alvarleiki pestarinnar varð að veruleika birgði ég mig upp af humar og íslenskum landbúnaðarafurðum, hvít- og rauðvíni. Afstaða mín var sú að ef ég yrði settur í sóttkví og gæti jafnvel dáið þá skyldi ég að minnsta kosti njóta lífsins eins og hægt væri með góðum mat og drykk. Dósamatur er ekki matur í mínum huga og bannvara. Ólíkt fjölda fólks gat ég samt sem áður mætt til vinnu og einangrast ekki og gat haft samskipti við samstarfsmenn mína á vinnustað og gegnum fjarfundi. Framan af var ég talsverður klaufi hvað það varðar að komast inn á fjarfundina en nú orðið er mér sagt að ég tali of mikið á þessum fundum og að aðrir eigi erfitt með að komast að. Á mínum vinnustað, sem er í fremur stóru húsnæði, hefur starfsfólk getað valið hvort það vill vinna heima eða mæta. Margir hafa gert hvort tveggja eftir þörfum, aðrir mætt upp á dag og enn aðrir ekki komið í hús síðan um mitt síðasta ár. Í kjölfar alls kyns takmark- ana á samkomuhaldi hélt ég mig að mestu heima í frítíma mínum eins og reglur gerðu ráð fyrir og sótti ekki mannamót. Ekki það að ég sakni fjölmennis, ég er það sem kallast „introvert“ og líklega „antisocial“. Tómstundir mínar fóru mikið í að lesa bækur og hlusta á tónlist þar sem ég er ekki mikið fyrir sjónvarp nema þá einstaka bíómynd og seríu. Ég las alls konar bækur, bæði skáldsögur og fræðirit, skemmtilegar og góðar bækur en einstaka sinnum grútleiðinlegar bækur sem ég lét mig samt hafa að klára. Hvað tónlist varðar húkkaðist ég á miðalda- og kirkjutónlist ásamt því að rifja upp eitt og annað sem ég var búinn að gleyma. Samkvæmt fréttum fer að sjá fyrir endann á pestinni og er það vel og mörgum skiljanlega létt. Ekki síst þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og hafa misst atvinnuna vegna ástandsins. Niðurstaða mín er sú að þrátt fyrir allt hafi árið 2020 fyrir mér verið að mestu hefðbundið þrátt fyrir COVID-19. Að því undanskildu að ég borðaði meira af humar en undanfarin ár, sem var alls ekki svo slæmt. Það sem ég sakna helst er að ég hafi ekki komist í utanlandsferð síðastliðið haust og ég hafði hlakkað mikið til. En hvað um það, vonandi kemst ég í hana næsta haust. Ég hlakka til ársins 2021 og óska öllum heilla. /VH STEKKUR Áætlað er að 20–50% af fisk- aflanum úr heimshöfunum komi frá ólöglegum, óskráðum eða stjórnlausum veiðum. Þetta er ein ástæða þess að mörgum fiskistofnum hrakar hratt. Rányrkjan kemur harðast niður á fátækum strandveiðisamfélögum. Þessi ólöglega starfsemi elur svo af sér annars konar glæpi, svo sem vinnuþrælkun og mansal, en glæpamennirnir sleppa yfirleitt með lágar sektir og halda síðan áfram iðju sinni. Þessar ólöglegu veiðar birtast á margvíslegan hátt. Breska tímaritið The Economist gerir þessu málefni skil nýlega og nefnir nokkur dæmi. Nú um nokkurra ára skeið hefur það undarlega gerst að frumstæð tréfiskiskip frá Norður-Kóreu hefur rekið upp að strönd Japans í hundraða tali, oftast mannlaus en stundum með líkamsleifum sjómanna um borð. Vitað er að fiskveiðar í Norður-Kóreu eru vanþróaðar en sjórinn við strendur landsins er ríkur af sjávarfangi. Því hafa menn furðað sig á því að svona frumstæðar fleytur hafi leitað svo langt frá landi að þær hafi annaðhvort týnst eða hrakist af leið í stormum og stórsjó í Japanshafi. Þúsund skip á veiðum Á sama tíma hefur strandgæsla Suður-Kóreu orðið þess vör að stór floti hraðskreiðra smokkfiskskipa frá Kína hafi siglt í einni röð í gegnum lögsögu Suður-Kóreu með slökkt á sjálfvirku auðkenniskerfi þeirra (AIS). Með hjálp gervihnattaeftirlits hefur verið áætlað að næstum eitt þúsund kínversk smokkfiskskip hafi verið að veiðum á ári hverju innan 200 mílna lögsögu Norður-Kóreu. Ofveiði þessara skipa er talin hafa hrakið norður-kóreska sjómenn lengra á haf út en góðu hófi gegnir með fyrrgreindum afleiðingum. Auk þess er ofveiði kínversku skipanna við strendur Norður-Kóreu talin orsök þess að mjög hefur dregið úr smokkfiskafla úti fyrir ströndum Suður-Kóreu og Japans hin síðari ár. The Economist segir að ólíklegt sé að kínversku skipin séu þarna að veiðum samkvæmt samningi kínverskra stjórnvalda og Kim Jong Un, einræðisherra í Norður-Kóreu, en jafnvel þótt sú sé raunin séu veiðarnar engu að síður ólöglegar því þær séu brot á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna frá 2017 gagnvart Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopnamála. Kínverjar umsvifamiklir á heimshöfunum Kínverjar eru mjög umsvifamiklir í fiskveiðum á heimshöfunum. Skömmu eftir að skýrsla um smokkfiskveiðar þeirra við Norður- Kóreu var birt var frá því skýrt að floti 260 kínverskra fiskiskipa væri á smokkfiskveiðum rétt utan við lögsögu Ekvador við Galapagoseyjar og sum þeirra hefðu slökkt á tækjum sínum og laumast inn fyrir lögsögumörkin. Flest skipanna voru þó að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði og virtust því ekki brjóta nein lög. Smokkfiskveiðar í úthafinu eru ekki háðar neinni stjórnun gagnstætt því sem á við um t.d. túnfiskveiðar, og því er ekki hægt að hafa neinn hemil á þeim. Kínverski flotinn flytur sig yfirleitt í kringum áramót að landgrunnsbrún Argentínu og mokar þar upp smokkfiski áður en smokkfiskvertíð Argentínumanna byrjar í kjölfar hrygningar. Þetta skerðir lífsafkomu þúsunda suður- amerískra fiskimanna sem veiða nær landi. Sókn í smokkfisk í heimshöfunum hefur aukist verulega í seinni tíð vegna þess hve mjög hefur verið gengið á stofna fiska sem eru ofar í fæðukeðjunni. Þetta er ekki síður alvarleg þróun vegna þess að smokkfiskur er mikilvæg fæða margra fisktegunda, sem fiskimenn með ströndum fram byggja afkomu sína á. Víðtækt vandamál Þótt kínverski flotinn sé sá umsvifamesti á heimshöfunum er hann auðvitað ekki sá eini. Þannig hefur verið ljóstrað upp um ólöglegar veiðar næstum 200 íranskra fiskiskipa sem nota reknet til veiða á túnfiski undan ströndum Sómalíu og Jemen og svo eru ólöglegar veiðar á hinum verðmæta tannfiski í Suðurhöfum einnig áhyggjuefni, svo einhver dæmi séu nefnd. Þótt ólöglegar veiðar svonefndra sjóræningjaskipa séu alvarlegt og útbreitt vandamál má ekki loka augunum fyrir því að flest brotin eiga sér stað á skipum sem eru löglega skráð. Skip sem veiða meira en þau hafa leyfi fyrir eða skrá ranglega þær tegundir sem þau veiða. Skip sem nota ólögleg reknet eða net með of smáum möskvum svo inn hrúgast meðafli sem síðan er fleygt í sjóinn, bæði fiskur og friðuð sjávardýr. Vinnuþrælkun og mannréttindabrot Svo rammt kveður að þessum lögbrotum að eftirlitsaðilum í fátækari löndum heims, svo sem í Afríku, Suðaustur-Asíu og við Kyrrahaf, er algjörlega ofviða að stemma stigu við þeim eða koma lögum yfir brotamennina. Ofan á fiskveiðilagabrotin koma svo alvarleg mannréttindabrot á sjó. Vinnuþrælkun og önnur misnotkun á vinnuafli er útbreidd um borð í asískum fiskiskipum. Fiskveiðar eru gríðarlega stór atvinnugrein í Taílandi en Taílendingar eru sjálfir tregir til að ráða sig í skipsrúm og því er tugþúsundum manna smyglað inn í landið á ári, aðallega frá Kambódíu og Míanmar, til að vinna á skipunum. Óvandaðir skipstjórar versla með þessa menn eins og búfénað og aðbúnaðurinn og meðferðin á mannskapnum er oft eins og í þrælabúðum. Taívan hefur einnig orð á sér fyrir illa meðferð á sjómönnum og slæma umgengni um fiskistofna. Það leiddi m.a. til þess að Evrópusambandið hótaði árið 2015 að banna innflutning á sjávarafurðum frá landinu og bandarísk tollayfirvöld hafa hert eftirlit sitt af sömu ástæðu. Ólöglegum veiðum fylgir svo einnig önnur ólögleg starfsemi, svo sem vopnasmygl og peningaþvætti. Hvað er til ráða? Erfitt er að meta umfang ólöglegra, óskráðra og stjórnlausra veiða í heimshöfunum en hugveitan Stimson NYTJAR HAFSINS Árið gert upp Þ ótt ólöglegar veiðar svonefndra sjóræningja­skipa séu alvarlegt og útbreitt vandamál má ekki loka augunum fyrir því að flest brotin eiga sér stað á skipum sem eru löglega skráð. Argentínska strandgæslan hefur afskipti af kínversku túnfiskveiðiskipi. ólöglegum óskráðum stjórnlausum Eitt af hundruðum norður-kóreskra „draugabáta“ sem rekið hafa upp að strönd Japans í seinni tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.