Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 35 Hveitiframleiðsla heimsins heldur áfram að aukast: Spáð er 781 milljón tonna hveitiframleiðslu á þessu ári – Þá verða framleidd yfir 60 milljónir tonna af þurrkuðu korni fyrir vín- og bjórgerð Samkvæmt spá Efnahagssam­ vinnu og þróunar stofnunarinnar (OECD) og Matvæla­ og land bún­ aðar stofn unar Sameinuðu þjóð­ anna (FAO), þá mun korn fram­ leiðsla í heiminum aukast á árinu 2021 miðað við síðasta ár og fara í tæplega 781 milljón tonna. OECD og FAO gera ráð fyrir að hveitiframleiðslan haldi áfram að aukast á næstu árum og ný framleiðslu met verði slegin á hverju ári. Þannig fari hveitiframleiðslan í heiminum yfir 800 milljón tonn árið 2024 og verði komin í 838 milljónir tonna árið 2028. Er þetta þvert á spár á undanförnum árum um að samdráttur verði í hveitiframleiðslu og annarri kornrækt vegna hlýnunar jarðar. ESB-löndin og Kína framleiða mest af hveiti Mestu hveitiframleiðsluþjóðir heimsins á síðasta ári, samkvæmt áætluðum tölum á vefsíðu World Agriculture Prodution, voru ESB- þjóðirnar samanlagt með um 143 milljónir tonna. Þá kom Kína með um 135 milljónir tonna, Indland með um 103 milljónir tonna, Rússland með um 77 milljónir tonna, Bandaríkin með tæplega 51 milljón tonna, Kanada með um 34 milljónir tonna, Úkraína með um 28 milljónir tonna og Pakistan var með rúmlega 26 milljónir tonna, Ástralía með um 24 milljónir tonna og Argentína var í tíunda sæti með um 21 milljón tonna. Spáð um 1,2 milljarða tonna maísframleiðslu í ár Framleiðsla á öðrum korntegundum hefur einnig verið að aukast og er þar líka búist við áframhaldandi fram- leiðsluaukningu. Þannig fór fram- leiðsla á maís í fyrsta sinn yfir einn milljarð tonna á árinu 2013 og verður samkvæmt spám tæplega 1,185 millj- arðar tonna á árinu 2021. Er því spáð af OECD og FAO að maísframleiðsla heimsins verði orðin yfir 1,3 millj- arðar tonna árið 2028. Um 304 milljónir tonna af öðru grófu korni Framleiðsla á „öðru grófu korni“, sem svo er skilgreint í tölum OECD og FAO, nam tæplega 301 milljón tonna á árinu 2020. Er því spáð að framleiðsla á slíku korni muni fara í rúmlega 304 milljónir tonna á yf- irstandandi ári. Um 60 milljónir tonna af korni fer í vín- og bjórgerð Framleiðsla á þurrkuðu korni til vín- og bjórgerðar hefur stóraukist, en það er sérstaklega skilgreint í tölum OECD og FAO fyrir utan aðra korn- framleiðslu. Þannig var framleiðslan á slíku korni í nærri 59,9 milljónir tonna á síðasta ári og fer yfir 60 milljónir tonna á árinu 2021. Um 538 milljónir tonna af hrísgrjónum Hrísgrjónaframleiðsla heimsins nam rúmlega 532 milljónum tonna á árinu 2020 samkvæmt áætluðum tölum. Er því nú spáð að hrísgrjónaframleiðslan fari í tæplega 538 milljón tonn á árinu 2021. Ræktun og framleiðsla á hrís- grjónum hefur verið að aukast jafnt og þétt á liðnum árum og mun halda áfram að aukast samkvæmt spám. Hrísgrjónaframleiðsla heims ins mun samkvæmt spám fara yfir 578 millj- ónir tonna árið 2028. /HKr. Íslendingar eru ekki stórtækir í framleiðslu á korni á heimvísu. Eigi að síður hefur íslenskum bændum af eljusemi tekist áratugum saman að framleiða hér ýmsar tegundir af korni, m.a. bygg, hveiti og hafra. Hér er Páll Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, að losa úr þreskivél á vagn. Mynd / HKr. Um 60 milljónir tonna af korni eru notuð í bruggun á bjór og víni í heiminum árlega. Hér er Hákon Hermannsson í brugghúsinu Dokkunni á Ísafirði að huga að sinni bjórframleiðslu. Korn maltað fyrir framleiðslu á viskíi. Mynd / Whisky Intelligence Þreskivélar á akri í Rússlandi. Mynd / Sputnik International Hveitiuppskera í Kasakstan. Ármúli 7, 2 hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Sérfræðingar í sölu fyrirtækja • Myndarlegt matvinnslufyrirtæki á Vesturlandi, fyrirtækið er með sterka stöðu á Vesturlandi.Meðal viðskiptavina eru veitingahús, stofnanir og sveitafélög. Velta er rúmar 100 milljónir. • Áhugaverð sérverslun á Laugaveginum með mikla sérstöðu og mikil tækifæri þegar ferðamenn birtast á ný. • Öflugt fyrirtæki í barnavörum, velta tæpar 200 milljónir, góður hagnaður. • Lítil heildverslun með sælgæti. Velta um 60 milljónir. • Við vinnum að sölu á herrafataverslun, verslunin er með góð viðskiptasambönd. Góður hagnaður hefur verið af starfseminni um árabil. • Við höfum til sölu kvenfataverslun í Kringlunni, velta um 100 milljónir. • Sérhæft matvælafyrirtæki sem veltir um 130 milljónum, mikill vöxtur. • Bílasprautun með samning við öll tryggingarfélögin. Næg verkefni. Við vinnum að nokkrum söluverkefnum sem snúast um sterk merki í veitingarekstri sem velta frá 200 til 400 milljónum. Töluverð eftirspurn er eftir fyrirtækjum á verðbilinu 50 til 200 milljónir. Mest er spurt eftir fyrirtækjum í heildsölu, innflutningi, veitingahúsum, ferðaþjónustufyrirtækjum og verktakafyrirtækjum auk þess er eftirspurn eftir fyrirtækjum í sjávarútvegi. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða sölu á þínu fyrirtæki. LANDBÚNAÐUR Á HEIMSVÍSU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.