Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 20214 FRÉTTIR Útflutningur hrossa til Belgíu stöðvaður í kjölfar slyss Útflutningur á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar Icelandair Cargo fyrir Evrópu, Liege í Belgíu, hefur verið stöðvaður um óákveðinn tíma í kjölfar slyss sem varð vegna mannlegra mis­ taka starfsmanns á flugvellinum í Liege rétt fyrir jólin. Slysið varð þegar gámur með hestum féll af palli með þeim afleiðingum að hestar slösuðust og aflífa þurfti tvo þeirra. „Við höfum flutt hesta í sérút­ búnum gámum frá árinu 1995 með sambærilegum búunaði og það hefur gengið afar vel. Við erum með ákveðna verkferla sem við fylgjum og okkar undirverktakar eiga einnig að fylgja. Síðan gerist það að starfsmaður í Belgíu fylgir ekki verkferlum, hann festir ekki gáminn nægilega svo hann fell­ ur um 50 sentímetra af palli og því verður þetta slys. Þetta eru mannleg mistök og við þurftum að fella tvo hesta í samstarfi við dýralækni á svæðinu og eigendur þeirra. Einn hestur til viðbótar var með minni áverka en ekki þurfti að fella hann. Yfirvöld í Belgíu hafa í fram­ haldinu stöðvað innflutning á hestum frá okkur þar til við erum búin að aðlaga okkur að nýjum og breyttum reglum yfirvalda þar í landi. Við þurfum að átta okkur betur á hvernig við náum að upp­ fylla þær og höfum meðal annars fundað með MAST hér heima til að fara yfir verkferla. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir hrossabændur og við tökum svona slys mjög alvarlega en öryggi og velferð er alltaf í fyrsta sæti hjá okkur,“ útskýrir Mikael Tal Grétarsson, framkvæmdastjóri útflutnings hjá Icelandair Cargo. /ehg Verkefnið Þróun íslenskrar haframjólkur, sem Sandhóll bú ehf. stendur fyrir, hlaut 19 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Styrkurinn er sá hæsti sem veittur var til verkefnis sem tengist landbúnaði og flokkast undir Afurð sem veitir styrki til verkefna sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi, segir að aðdragandi verkefnisins sé að árið 2019 hafi verið flutt inn um 1,1 milljón lítrar af haframjólk. „Í grunninn samanstendur haframjólk af höfrum, vatni og ensímum og þar sem við á Sandhóli ræktum hafra á um 100 hekturum fórum við að velta fyrir okkur framleiðslu á haframjólk.“ Við höfum ræktað hafra til þroska frá 2010 og undanfarin ár selt þá til manneldis og þeir hafa selst upp á hverju ári.“ Fyrsta skrefið vöruþróun Að sögn Arnar er greinilega mikill markaður fyrir haframjólk hér á landi og full ástæða til að skoða hvort ekki sé hægt að framleiða hluta hennar innanlands. „Við verðum reyndar að auka afkastagetuna ef við förum út í framleiðsluna en það er ekkert því til fyrirstöðu að rækta meira af höfrum ef það er markaður fyrir þá. Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni er vöruþróun sem felst í því að búa til vöru sem neytendur hafa áhuga á og stenst erlenda samkeppni hvað varðar bragð og gæði. Hráefniskostnaður við fram­ leiðsluna er í sjálfu sér fremur lágur svo lengi sem vatnið er ókeypis og við vildum láta á það reyna með því að sækja um styrk í Afurð hvort framleiðslan sé raunhæf.“ Afurð Styrkveitingum Matvælasjóðs er skipt í fjóra flokka sem kallast Bára, Afurð, Fjársjóður og Kelda. Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu og stuðla þar með að verðmætasköpun. Örn segir að síðastliðið sumar hafi Erla Diljá Sæmundardóttir landfræðinemi og Guðný Halldórs­ dóttir, eðlisfræðingur og meistara­ nemi í kennslufræði við Háskóla Íslands, starfað hjá Matís við rannsóknir á haframjólk á styrk sem ætlað var að efla atvinnuþátttöku háskólanema. „Meðal þess sem þær gerðu var að búa til haframjólk úr höfrum frá okkur og var árangurinn góður. Í framhaldinu af því viljum við því fara alla leið með verkefnið og finna réttu formúluna sem fólki líkar við í blindsmökkun og í samanburði við vinsæla innflutta haframjólk. Ef það gengur eftir er ekkert því til fyrirstöðu að hefja framleiðslu á innlendri haframjólk. “ 10 til 30% markaðshlutdeild „Næsta skref verður mikið til unnið hjá Matís og felst í því að búa til vöruna sjálfa. Haframjólk er gerð úr einum hluta af höfrum, átta af vatni og ensímum sem brjóta niður sterkj­ una í höfrunum til að búa til vökva sem ekki er með botnfall og hefur eitthvert geymsluþol. Í framhaldi af því verður búin til viðskiptaáætlun og kortlagt hvað þarf af tækjum og mannskap og hver kostnaður við framleiðsluna verður.“ Örn segir að eins og hug­ myndin var lögð upp í umsókninni í Matvælasjóð er gert fyrir að fram­ leiðsla Sandhóls gæti náð milli 10 og 30% markaðshlutdeild. „Satt best að segja kom mér á óvart hvað þarf lítið af höfrum til að búa til haframjólk og það þarf ekki mjög marga hektara til að rækta hafra í alla þá haframjólk sem flutt er til landsins.“ Að sögn Arnar eru ætlaðir tólf mánuðir til að hanna vöruna og búa til viðskiptaáætlun um framleiðslu hennar. Mannakorn hafra Sandhóll tengist einnig verkefni sem kallast Mannakorn hafra ásamt Háskóla Íslands, Matís, Líflandi og Landbúnaðarháskóla Íslands sem fékk 14,8 milljónir í styrk. „Það verkefni felst í því að Landbúnaðarháskólinn leggi áherslu á að finna hafrayrki sem henta við íslenskar aðstæður. Fram til þessa höfum við á Sandhóli að mestu unnið í því sjálf að finna yrki sem henta. Sé litið til þess hversu mikið bygg hefur verið rannsakað og að fram eru komin íslensk yrki sem henta vel hér á landi er kominn tími til að gera það sama fyrir hafra. Verkefnið felst því í að finna hafrayrki sem gefa vel af sér og hafa líka gott bragð og lit til manneldis og eru því verkefnin náskyld,“ segir Örn Karlsson á Sandhóli að lokum. /VH Úthlutun úr Matvælasjóði: Sandhólsbóndi vinnur að þróun á íslenskri haframjólk Hafraakrar við Sandhól í Skaftárhreppi. Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli. Guðný Halldórsdóttir, eðlisfræðingur og meistaranemi í kennslufræði, og Erla Diljá Sæmundardóttir, landfræðinemi við Háskóla Íslands, störfuðu síðastliðið sumar hjá Matís við rannsóknir á haframjólk. Yfirvöld í Belgíu stöðvuðu innflutning á hestum frá Íslandi í kjölfar slyss sem átti sér stað við innflutning á íslenskum hestum á flugvellinum í Liege. Mynd / HKr. Samkeppniseftirlitið: Samruni afurðastöðva enn til skoðunar Samkeppniseftirlitið er enn með fyrirhugaðan samruna Norð­ lenska, Kjarnafæðis og SAH afurða til skoðunar og er að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, áætlað að rannsókninni ljúki í febrúar. Hann segir að undir meðferð málsins hafa eftirlitinu borist ýmis sjónarmið og upplýsingar frá sam­ runaaðilum og hagsmunaaðilum sem m.a. er haft hliðsjón af við rannsókn málsins. Auk þess hefur eftirlitið látið framkvæma kannanir á meðal bænda og neytenda sem ætlað er að gefa betri mynd af markaðnum og mögulegum áhrifum samrunans á samkeppni. Páll Gunnar segir að verið sé að vinna frekar úr framkomnum sjón­ armiðum. Þegar ákvörðun í málinu liggur fyrir mun hún verða birt á vef Samkeppniseftirlitsins. /MÞÞ Sprenging varð í hrossaútflutningi á árinu 2020: Ekki hefur verið meira flutt út af hrossum síðan 1997 Útflutningur á hrossum frá Íslandi á síðasta ári var með mesta móti og hefur ekki verið meiri síðan 1997. Alls voru flutt út 2.320 hross á síðasta ári og þar af voru 700 með A­vottun samkvæmt tölum frá WorldFeng sem heldur utan um skráningu á íslenska hestinum um allan heim. Er þetta mesti fjöldi útfluttra hrossa á einu ári síðan 1997 þegar flutt voru út 2.565 hross. Mest var hins vegar flutt út árið 1996, eða 2.841 hross. Flutt voru út íslensk hross á síðasta ári til 20 landa. Flest voru seld til Þýskalands, eða 974. Næstflest voru seld til Svíþjóðar, eða 306. Þá fóru 271 hross til Danmerkur, 145 til Austurríkis, 141 til Bandaríkjanna og 135 til Sviss. Í sjöunda sæti kom Holland með 80 hross, þá Finnland með 62 hross, Noregur var með 56 og Belgía var í tíunda sæti með 43 hross. Þar á eftir kemur Bretland með 31 hross, Frakkland með 28, Færeyjar með 17, Lúxemborg með 12, Lettland með 3 hross, Ítalía með 2 og Ungverjaland og Litháen reka lestina með eitt hross hvort land. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.