Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 25 Verkefnisstjórn Landsáætlunar um uppbyggingu innviða 2020– 2022 hefur lagt til að um 140 millj- ónum króna verði varið til bráða- aðgerða og uppbygginga innviða á svæðum sem friðlýst voru á síðasta ári. Meðal svæða sem þar eru undir eru Geysissvæðið, Kerlingarfjöll, Búrfell og Goðafoss. Samkvæmt tilkynningu á vef umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins er gert ráð fyrir því í gildandi verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða 2020-2022 að hægt sé að nota fjármagn þess til upp- byggingar á nýfriðlýstum svæðum, sem voru átta á síðasta ári. Tillögur verkefnisstjórnar taki mið af mati umsjónarstofnana náttúruverndar- svæða að slíkum verkefnum. Fjármagn í Lands áætluninni er um einn milljarður króna ár hvert Í tilkynningu umhverfis- og auðlinda ráðuneytisins er farið yfir helstu verkefnin við bráðaaðgerðir og uppbyggingarstarf á nýfriðlýstu svæðum á Íslandi. „Á Geysissvæðinu, sem friðlýst var sl. sumar, verður m.a. farið í smíði timburpalla við Konungshver, Strokk og útsýnisskífu, sem og ráðist í gerð malarstíga. Þá verð- ur farið í uppbyggingu innviða í Kerlingarfjöllum, en svæðið er á rauðum lista í ástandsmati vegna mikils álags af völdum ferða- manna og hætta á að svæðið tapi verndargildi sínu ef ekkert verður að gert. Álagið er hvað sýnilegast í Neðri Hveravöllum þar sem mikill skortur er á stýringu og innviðum til að verja einstök hverasvæði og leirkenndan jarðveginn. Þar verður farið í gerð göngupalla, en í dag eru hveraútfellingar og hveraleir traðkaður niður og hentistígar eða villuslóðar algengir. Einnig á að ráðast í gerð göngu- brúar á 5 km langri gönguleið úr Ásgarði í Hveradali. Þetta er ein vinsælasta gönguleiðin á svæðinu en Ásgarðsá, sem getur verið djúp, kröftug og er ísköld, hefur reynst mikill farartálmi fyrir þá sem ekki eru útbúnir í að vaða. Verkefnisstjórnin leggur einnig til að ráðist verði í vinnu í umhverfi Búrfells og Búrfellsgjár, en göngu- leiðin í Búrfellsgjá er mjög vinsæl og mikið álag á henni. Við kvæmur gróður á svæðinu liggur því sums staðar undir skemmdum vegna traðks. Önnur verkefni sem má nefna eru gerð upplýsinga- og gönguleiða- skilta við Goðafoss, sem og vinna í Þjórsárdal við viðhald innviða við Háafoss og frumathugun á uppbyggingarþörf í Gjánni og við Hjálparfoss,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Friðlýsingar geta nýst til atvinnusköpunar Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrands syni umhverfis- og auðlindaráðherra af þessu tilefni að friðlýsing svæða sé mikilvæg til að vernda náttúru- og menningarminjar svæða fyrir komandi kynslóðir – að með friðlýsingu verði líka oft til frekara aðdráttarafl sem getur nýst í atvinnusköpun heima í héraði. „Ég hef lagt áherslu á að hægt sé að beina fjármagni úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða inn á nýfriðlýst svæði og taka á vandamálum strax,“ segir Guðmundur Ingi. /smh Léttmál er hrein grísk jógúrt með hollum og stökkum toppi eða jarðarberjum í botni. Handhægur, próteinríkur og bragðgóður réttur sem létt er að grípa með og njóta hvar og hvenær sem er. LÍF&STRAF Um 140 milljónum króna verði varið til aðgerða á friðlýstum svæðum Hveradalir í Kerlingarfjöllum. 28. janúar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.