Bændablaðið - 14.01.2021, Side 25

Bændablaðið - 14.01.2021, Side 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 25 Verkefnisstjórn Landsáætlunar um uppbyggingu innviða 2020– 2022 hefur lagt til að um 140 millj- ónum króna verði varið til bráða- aðgerða og uppbygginga innviða á svæðum sem friðlýst voru á síðasta ári. Meðal svæða sem þar eru undir eru Geysissvæðið, Kerlingarfjöll, Búrfell og Goðafoss. Samkvæmt tilkynningu á vef umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins er gert ráð fyrir því í gildandi verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða 2020-2022 að hægt sé að nota fjármagn þess til upp- byggingar á nýfriðlýstum svæðum, sem voru átta á síðasta ári. Tillögur verkefnisstjórnar taki mið af mati umsjónarstofnana náttúruverndar- svæða að slíkum verkefnum. Fjármagn í Lands áætluninni er um einn milljarður króna ár hvert Í tilkynningu umhverfis- og auðlinda ráðuneytisins er farið yfir helstu verkefnin við bráðaaðgerðir og uppbyggingarstarf á nýfriðlýstu svæðum á Íslandi. „Á Geysissvæðinu, sem friðlýst var sl. sumar, verður m.a. farið í smíði timburpalla við Konungshver, Strokk og útsýnisskífu, sem og ráðist í gerð malarstíga. Þá verð- ur farið í uppbyggingu innviða í Kerlingarfjöllum, en svæðið er á rauðum lista í ástandsmati vegna mikils álags af völdum ferða- manna og hætta á að svæðið tapi verndargildi sínu ef ekkert verður að gert. Álagið er hvað sýnilegast í Neðri Hveravöllum þar sem mikill skortur er á stýringu og innviðum til að verja einstök hverasvæði og leirkenndan jarðveginn. Þar verður farið í gerð göngupalla, en í dag eru hveraútfellingar og hveraleir traðkaður niður og hentistígar eða villuslóðar algengir. Einnig á að ráðast í gerð göngu- brúar á 5 km langri gönguleið úr Ásgarði í Hveradali. Þetta er ein vinsælasta gönguleiðin á svæðinu en Ásgarðsá, sem getur verið djúp, kröftug og er ísköld, hefur reynst mikill farartálmi fyrir þá sem ekki eru útbúnir í að vaða. Verkefnisstjórnin leggur einnig til að ráðist verði í vinnu í umhverfi Búrfells og Búrfellsgjár, en göngu- leiðin í Búrfellsgjá er mjög vinsæl og mikið álag á henni. Við kvæmur gróður á svæðinu liggur því sums staðar undir skemmdum vegna traðks. Önnur verkefni sem má nefna eru gerð upplýsinga- og gönguleiða- skilta við Goðafoss, sem og vinna í Þjórsárdal við viðhald innviða við Háafoss og frumathugun á uppbyggingarþörf í Gjánni og við Hjálparfoss,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Friðlýsingar geta nýst til atvinnusköpunar Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrands syni umhverfis- og auðlindaráðherra af þessu tilefni að friðlýsing svæða sé mikilvæg til að vernda náttúru- og menningarminjar svæða fyrir komandi kynslóðir – að með friðlýsingu verði líka oft til frekara aðdráttarafl sem getur nýst í atvinnusköpun heima í héraði. „Ég hef lagt áherslu á að hægt sé að beina fjármagni úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða inn á nýfriðlýst svæði og taka á vandamálum strax,“ segir Guðmundur Ingi. /smh Léttmál er hrein grísk jógúrt með hollum og stökkum toppi eða jarðarberjum í botni. Handhægur, próteinríkur og bragðgóður réttur sem létt er að grípa með og njóta hvar og hvenær sem er. LÍF&STRAF Um 140 milljónum króna verði varið til aðgerða á friðlýstum svæðum Hveradalir í Kerlingarfjöllum. 28. janúar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.