Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 45 Búvörudeild SS tekur fjölmörg heysýni ár hvert. Nú í haust voru tekin yfir 100 sýni víðsvegar af landinu en þó mest á Suður- og Vesturlandi. Fróðlegt er að skoða þennan samanburð milli ára, en hafa verður í huga að þessir heysýnaútreikningar eru gerðir á forsendum Búvörudeildar SS sem er einn stærst söluaðili á áburði á Íslandi. Við upphaf sprettutíðar var kalt og þurrt sem seinkaði fyrri slætti um viku til tíu daga á Suður- og Vesturlandi. Á Norður- og Austurlandi fengu menn gott vor eftir erfiðan vetur. Snjó tók seint upp og lentu margir bændur í gríðarlega miklum kalskemmdum. Orka og prótein Ef skoðuð eru meðaltöl fyrir fyrri slátt þá er orkan 0,87 FEm á árinu 2020 var heldur lægra en 2019. Próteinið er hins vegar hærra í heyjunum þetta árið eða 145 g/kg. Mikilvægt er að skoða kjarnfóðurgjöf með hliðsjón af niðurstöðum heysýna. Stein- og snefilefni Steinefnainnihald var heldur betra 2020 en í 2019. Ef meðaltöl hey- sýna eru skoðuð fyrir uppskeru úr fyrri slætti þá eru bara kalsíum (Ca) og natríum (Na) undir viðmiðunar- mörkum. Gríðarleg hækkun er á fosfór (P) milli ára en í fyrra var meðaltal fosfórs 2,4 g/kg en er nú 3,1 g/kg. Allt bendir til þess að aukin kölkun hafi skilað sér í betra steinefnainnihaldi gróffóðurs. • Ef fosfór er undir viðmiðunar- mörkum þá er mikilvægt að skoða hlutina í samhengi, hversu mikill fosfór hefur verið borinn á og hver er kalsíumstaðan. • Mikilvægt er að sýrustig jarðvegs sé rétt því fosfórinn bindst auðveldlega jarðvegi við lágt sýrustig. • 49% sýna eru undir við- miðunarmörkum fyrir fosfór. Mikilvægt er því að taka jarð- vegssýni og skoða áburðar- gjöfina. • 80 % sýnanna eru undir viðmiðunarmörkum fyrir kalsíum (Ca). • Mikilvægt er að bændur hugi vel að kölkun túna sérstaklega ef kalsíum (Ca) er lágt í gróffóðrinu. • Góðir kalkgjafar sem Sláturfélag Suðurlands er að selja eru Dolomit-Mg kalk og kalksalpeter. Tímabært að gera áburðaráætlanir fyrir komandi sumar Nú er rétti tíminn til að huga að áburðaráætlun og gera plön fyrir komandi sumar. Mikilvægt er að hafa hey-, jarðvegs- og skítasýni til þess að áætlunin verði sem nákvæmust. Auk þess eru bændur hvattir til að vigta heyrúllurnar. Ef rúllurnar eru vigtaðar og fyrir liggja heysýni þá er m.a. hægt að: • Reikna út hve margar fóður- einingar fengust af hverjum ha. • Reikna út hve mörg kg þurr- efnis fengust af hverjum ha. Gróffóðuröflun er einn stærsti kostnaðarliðurinn í landbúnaði. Það er því gríðarleg hagræðing að fá sem mest fóður í magni og gæðum af hverjum ha. Hægt er að sjá niðurstöður heysýna 2020 í heild sinni inni á https://www.yara.is/. Á FAGLEGUM NÓTUM 0 1 2 3 4 5 6 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Fo sf ór , g /k g þ e Þurrefni, % Fosfór Allar mælingar Káranes Brúsastaðir Stærri-Árskógur Hánefsstaðir Brekkur 1 Bræðratunga Tafla 1. Fyrri sláttur - Helstu meðaltals niðurstöður heysýna frá 2017-2020 - Rauðu tölurnar eru undir viðmiðunarmörkum Fyrri sláttur Þe. FEm NDF Protein AAT PBV Sykur P K Ca Mg S Na Se Ár % kg þe g/kg g/kg g/kg g/klg g/klg g/klg g/klg g/klg g/klg µg/kg Æskileg gildi: 32-45 0,8-0,9 450-520 140-180 80-90 1 40-80 3,0-4,0 18-28 4,0-6,0 2,0-3,0 2,0-4,0 2,0-3,0 250-600 Meðalt. 2020 47,5 0,87 521 145 88 -7,6 60 3,1 20,8 3,6 2,2 2,2 1,6 253 Meðalt. 2019 52,6 0,89 488 138 86 -10,8 79 2,4 17,1 3,7 2 2 1,4 173 Meðalt. 2018 41,6 0,88 506 150 89 -4 65 3,3 18 3,6 2,2 2,4 1,3 197 Meðalt. 2017 46,3 0,87 507 152 88 0 68 3 18,6 3,4 2,2 2,2 1,4 269 0,0 2,0 4,0 6,0 8,0 10,0 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Ka lsí um , g /k g þ e Þurrefni, % Kalsíum Allar mælingar Káranes Brúsastaðir Stærri-Árskógur Hánefsstaðir Brekkur 1 Bræðratunga Niðurstöður heysýna Búvörudeildar SS fyrir árið 2020: Orkugildi lækkaði milli ára en próteininnihald jókst Mynd 1: Y-ásinn er fosfór (P), g/kg og X-ásinn er Þe%. – Viðmið fyrir fosfór (P) er 3-4 g/kg, svörtu brotalínurnar sýna neðri og efri mörk. – Bláu punktarnir eru öll heysýnin úr fyrri slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara. Mynd 2: Y-ásinn er kalsíum (Ca), g/kg og X-ásinn er Þe%. – Viðmið fyrir kalsíum (Ca) 4-6 g/kg, svörtu brotalínurnar sýna neðri og efri mörk. – Bláu punktarnir eru öll heysýnin úr fyrri slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði víðs vegar um landið og erlendis. Eignirnar þurfa að vera snyrtilegar, fullbúnar húsgögnum og öðrum viðeigandi búnaði. Átt þú orlofseign sem þú vilt leigja? Áhugasamir sendi upplýsingar á hjukrun@hjukrun.is eða hafi samband við skrifstofu í síma 540 6400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.