Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 41 Ég get sagt í einni setningu að ég sé ekki meðmæltur miðhálend- is-þjóðgarði eins og stjórnun hans er teiknuð upp. Það er hins vegar langt mál að útskýra ástæður þess að ég treysti ekki Umhverfisstofnun til að fara með stjórn á miðhálendisþjóðgarði, en það á sér langan aðdraganda. Þetta á reyndar við um fleiri frið- lýst svæði, sem hafa fengið mörg mismunandi heiti, en eiga það sam- eiginlegt að í stjórn þeirra hefur yfirleitt verið handvalið, eða ráðist þar mesta öfgafólk, sem fyrirfinnst á landinu á sviði landverndar. Þar er umhverfisráðherra og hans ráðuneyti á heimavelli og þekkir sitt fólk. Af minni reynslu ræður heimafólk þar litlu sem engu og segi ég mína sögu því til sönnunar. Fyrir um 60 árum höfðum við nokkrir ungir menn áhuga á sjósókn héðan úr Mýrdal. Höfðum reyndar stundað róðra héðan um nokkurra ára tímabil með alls konar tilfæring- um. Tímarnir höfðu breyst frá fyrri tíð, þegar héðan var róið frá sand- inum um aldir á opnum árabátum með nægum mannafla frá bændum og búaliði. Af þeirri reynslu sem við höfðum aflað okkur sáum við möguleika á öruggari sjósókn með smá lendingarbótum við Dyrhólaey. Lendingarbætur þessar fólust í því að gera skarð í hamravegginn á Dyrhólaey niður á svokallaða Kirkjufjöru. Koma síðan upp hring- dráttarbúnaði sem gæti dregið báta inn og út frá þessu skarði í þar til gerðum flotvagni. Staðsetningin var valin þarna vegna þess að unnt var að festa blökk og taug í drang þar út af. Að vísu skal játað að þetta var barn síns tíma og betri lausnir mögulegar núna. Við heimamenn stofnuðum félagsskap um þessa framkvæmd og hugðumst standa að henni í fullri sátt við landið okkar, landeigend- ur og landnytjendur Dyrhólaeyjar. Dyrhólaey var ekki friðlýst þá. Við fórum samt á fund formanns náttúru- verndarráðs, sem svo hét þá. Okkur var vel tekið og töldu menn þar á bæ að vel gæti farið saman að friðlýsa Dyrhólaey og gera þar lendinga- bætur. Í þeirri trú aðstoðuðum við því náttúruverndarráð með því að fara á milli eigenda og nytjahafa eyjunnar og fá undirskriftir þeirra og samþykki fyrir okkar fram- kvæmdum og auk þess friðlýsingu eyjunnar. Fórum síðan með þessar samþykktir samtímis til sýslumanns til þinglýsingar. Jafnframt unnum við að því að Alþingi samþykkti að koma þessum lendingarbótum inn á fjárlög. Fengum jafnframt útmælt og löggilt hafnarsvæði, sem var til- greint á uppdrætti. Verkfræðingar Vita- og hafnamálastjórnar hönnuðu vélbúnaðinn. Fengum síðar styrk á fjárlögum til byrjunarframkvæmda. Í fyrstu gekk samstarf okkar við náttúruverndarráð vel, en skyndi- lega urðu veðrabrigði og þá hófst eitt erfiðasta tímabil lífs míns. Það var eins og skrattinn hlypi í náttúrverndarráð og nú skiptust á verkbönn og kærur í hvert skipti sem við reyndum að gera eitthvað. Með síendurteknum útskýringum og málamiðlunum tókst okkur að þoka þessum framkvæmdum aðeins lengra. Gerðum upphækkaðan veg yfir Dyrhólaós, sem farinn er enn í dag að Dyrhólaey og að skarðinu, sem nú orðið gengur undir nafninu „Glópaskarð“. Einnig lögðum við rafstreng að Skarðinu og komum þar fyrir vélbúnaðinum og dráttar- búnaði. Mótleikur náttúruvernd- arráðs var að loka Dyrhólaey, þar sem í samþykktum þess stóð að ráðið hefði heimild til þess að loka eynni til fuglaverndar á varptíma á tímabilinu 1. maí til 26. júní. Þeirri heimild hafði ekki verið beitt áður. Lokuninni var svo vel framfylgt að við sem unnum að framkvæmd- um á þessu löggilta hafnarsvæði, svo og hafnarstjóri eða löggiltir eigendur Dyrhólaeyjar, fengum ekki einu sinni að koma inn um hliðið að eynni. Jafnframt var okkur sagt að við yrðum að sýna fram á nytsemi þessara framkvæmda, sem okkur var bannað að koma að, eða fullgera. Mér tókst með þrjósku að fara með bát minn í laumi og prófa ófullgerðan búnaðinn (tók því til sönnunar filmubút af prófun- inni, sem á að vera til hjá RÚV). Fékk strax þegar það fréttist kæru og verkbann á tiltækið. Þar sem ég var þá orðinn lögreglu- varð stjóri í sýslunni, fékk ég það undarlega hlutverk að framfylgja verkbanninu á sjálfum mér og mátti þola það að standa í skarðinu, sem ég hafði átt mestan þátt í að gera, frammi fyrir sýslunefnd okkar, og kæruaðilum. Að mér fannst, sem sakamaður. Náðarhöggið kom svo nokkru síðar, þegar þessar löggiltu lendingarbætur og hafnarsvæði var strikað út með einu pennastriki umræðulaust. Þar fór tveggja ára sjálfboðavinna og hugsjónastarf fyrir bí með einu pennastriki. Þrátt fyrir að í samþykktum og reglugerð um friðlýsingu Dyrhólaeyjar stæði að leitað skyldi umsagnar lögreglu- stjóra og landeigenda um lokun á varptíma var það ekki gert. Hvorki þá né síðar. Þegar Umhverfisstofnun, UMST, hafði tekið við af nátt- úruverndarráði lét það gera mal- bikað bílaplan við Glópaskarð. Núna hefur veginum verið lokað að því plani og byggt náðhús og annað bílaplan og síðan göngu- gata að Skarðinu. Í stað þess að fella náðhúsið inn í l landslagið öðrum hvorum megin við planið trónir það nú sem miðpunktur um veg þveran og sem höfuðdjásn Dyrhólaeyjar. Ekki var haft samráð við heimamenn um stað- setningu náðhússins. Þá berast nú fréttir af því að Vegagerðin vilji lagfæra veginn upp á Dyrhólaey að vitanum en UMST lagt bann á þá framkvæmd og hyggst loka veginum upp á eyna fyrir almennri umferð. Mér kæmi ekki á óvart að á næstu árum færu heimamenn víðsvvegar um landið að biðla til alþingismanna að losa þá við ýmsar friðlýsingar sem komið hefur verið á í þeirra umhverfi. Það verða sennilega næstu „Brexit“ mál okkar Íslendinga. Þá er einnig þagað þunnu hljóði um Glópaskarðið og um þau mann- virki sem ekki fékkst að fullgera þar. Þrátt fyrir mörg upplýsinga- skilti á svæðinu er ferðafólk látið trúa því að þarna sé um náttúrulegt skarð að ræða. Þagað þunnu hljóði um tilurð þess. Festingar, sem eru beggja megin Skarðsins hafa senni- lega dottið af himnum ofan. Þessir „glópa“ minnisvarðar okkar hafa þó fengið að standa en án nokkurra útskýringa, eða viðhalds. Er það svo nokkur furða þótt Mýrdælingar hafi afþakkað til- raunir Umhverfisstofnunar til þess að friðlýsa austurhlíð Reynisfjalls, þegar það fréttist að fyrirhuguð væri gangagerð í gegnum fjallið.Það á nefnilega við um margt okkar, máltækið, „Að brennt barn forðast eldinn“. Við eigum einnig eftir að sjá viðbrögð Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar við nýrri vega- hugmynd á aðalskipulagi, í gegn- um Reynisfjall, eða hvort þessum stofnununum tekst að gera úr þeirri áætlun nýtt „Teigskógs mál“. Eftir að hafa lesið og hlustað á úrskurði þessara stofnana um ýmis verk, hefur því miður sú tilfinning mín styrkst að innan þeirra sé fleira öfga- fólk og „lífríkisspírur“ heldur en raunsæisfagfólk. Einnig tel ég að þetta rándýra svokallaða umhverfis- mat sé uppfullt af þvælu og rann- sóknum sem oft eiga ekki við og engu máli skipta um framkvæmdina, nema til þess að auka kostnað og búa til ástæður til kostnaðarauka. Ásamt því að tefja eða koma í veg fyrir viðkomandi framkvæmd. Ég teldi það þarft verk fyrir alþingismenn að einfalda þetta umhverfismat og koma því á skyn- samlegra plan svo og að vera á varð- bergi fyrir ýmsum friðlýsingum sem gagngert hafa þann felutilgang að koma í veg fyrir þarfar umbætur og framkvæmdir víðs vegar um landið. Reynir Ragnarsson Kt.160134-3139 SAMFÉLAGSUMRÆÐAN Víti til varnaðar Mynd / Þórir Kjartansson Reynir Ragnarsson. Kamar á Dyrhólaey. Mynd / Þórir Kjartansson Lágey, Skorpunef. Mynd / Þórir Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.