Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202114 FRÉTTIR Harley-Davidson á Íslandi í rúm 100 ár: Ættfræði gamalla mótorhjóla – Njáll Gunnlaugsson blaðamaður kallar eftir aðstoð lesenda vegna bókarskrifa Hópmynd af fjórum Harley-Davidson hjólum úr safni Gissurar Erasmussonar tekin 1937. Frá vinstri eru Sigurður Sigurðsson, Guðni Sigurbjarnason járnsmiður, Karl Pétursson og Adolf Hólm. Njáll Gunnlaugsson, blaðamaður og ökukennari, er um þessar mundir að skrifa um sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. Hann hefur áður skrifað bókina „Þá riðu hetjur um héröð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi“ sem kom út árið 2005 og er þessi bók annað bindi í þeirri ritröð. Saga Harley-Davidson á Íslandi hófst snemma en fyrstu hjólin sem hingað komu voru af 1917 árgerð. „Mér líður dálítið eins og ættfræðingi í þessu verkefni því að oft þarf að finna út úr því hver átti hjólið á hvaða tíma og bera saman við myndir sem til eru af hjólunum,“ segir Njáll um bókarsmíðina. „Tökum til dæmis myndina með greininni, sem sýnir fjóra menn á Harley-Davidson 1929- 31 árgerð. Elsta mótorhjólið má þekkja af tvöföldu framljósunum en myndina tók Gissur Erasmusson rafvirki sem átti tvö Harley- Davidson mótorhjól fyrir stríð. Gissur lést 1941 og átti R-93 hjólið þegar það var með númerið RE-93. Það hjól seldi hann í ágúst 1937. RE-472 er einnig á myndinni en það númer var á hjólinu meðan Guðni Sigurbjarnason járnsmiður átti það, en hann seldi það 1938,“ segir Njáll um eigendur hjólanna á myndinni. Nánast ekkert eftir „Ég ákvað að setjast niður og skoða hversu mikið efni ég ætti til um Harley-Davidson þegar COVID-19 skall á okkur og ég neyddist til að fara í kennsluhlé frá ökukennslunni. Ég byrjaði á að taka saman hvað ég ætti til um hjól frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina og þá kom í ljós að ég var með skráningar um flest þeirra og myndir af meira en helmingi þeirra.“ Leitin að heimildum um hjólin hefur leitt Njál víða og í sumar kom í ljós að skráning á fyrsta Harley-Davidson lögregluhjóli Íslands leyndist í Danmörku. Hjólið fannst að lokum en reyndist þá svo mikið breytt að nánast ekkert var eftir af upprunalega hjólinu. „Við komumst þó að því að mótorinn var í hjólinu fyrir um það bil þremur árum síðan og höfum ekki gefið upp alla von um að hann muni finnast. Eins er verið að rekja slóð annars Harley-Davidson lögregluhjóls sem var af 1955 árgerð, en það var selt til Danmerkur kringum 1970. Það hjól er af 1955 árgerð og er upprunalegt en það var nýlega selt til Þýskalands.“ Óskar eftir upplýsingum Það er nú einu sinni þannig með söguna að alltaf er að bætast við hana og til þess að bókin verði betri vill Njáll auglýsa eftir öllu því sem tengst getur sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. „Það er alveg sama hvað það er, myndir, sögur, þess vegna hlutir úr gömlum Harley-Davidson mótorhjólum. Eflaust hafa mörg þeirra verið seld úr landi og þá mörg hver til Danmerkur. Um 40 hjól komu hér fyrir stríð svo vitað sé og ég hef aðeins náð að finna leifar af fimm þeirra. Sum þeirra voru á skrá þar til á sjötta eða sjöunda áratugnum og gætu leynst hér enn þá.“ Þeir sem vilja hafa samband við Njál með upplýsingar um sögu Harley-Davidson er bent á að skrifa honum tölvupóst á njall@adalbraut. is eða að hringja í síma 898-3223. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021 ef allt gengur eftir. /VH Númeraplata sem eitt sinn var á elsta Harley-Davidson mótorhjóli Íslands komst í hendur Njáls á dögunum. Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði: Fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar reistar utan höfuðborgarsvæðisins Fyrsta skóflustunga var tekin að tveimur þriggja herbergja, um 80 m2 íbúðum í parhúsi sem á að reisa við Melgötu 6 við Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði. Félagið Leigu- íbúðir Þingeyjarsveitar hses. stendur fyrir byggingunni en það er húsnæðissjálfseignarstofnun sem hefur þann tilgang að byggja eða kaupa íbúðir til leigu. Eftirspurn hefur verið eftir leiguíbúðum í Þingeyjarsveit og er því framtak félagsins mikilvægt fyrir sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að afhending á íbúðunum verði á vormánuðum 2021. Íbúðirnar verða byggðar af verktakafyrirtækinu Faktabygg Ísland ehf. sem var valið af stjórn Leiguíbúða Þingeyjarsveitar eftir forvali vegna fyrirhugaðra framkvæmda félagsins árið 2020. Umhverfisvænni kostur Þá hafa Leiguíbúðir Þing- eyjarsveitar og verktaki ákveðið að byggingarnar verði Svansvottaðar og þar með er um að ræða fyrstu Svansvottuðu húsin utan höfuðborgarsvæðisins. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Viðmið Svansins fyrir nýbyggingar taka til margra ólíkra þátta sem eiga að stuðla að betri gæðum byggingarinnar fyrir umhverfið og heilsu notenda. Auk þess að byggja parhúsið við Melgötu 6 hefur félagið áform uppi um að kaupa eina til tvær íbúðir í fjögurra íbúða nýbyggingu sem stendur til að reisa við Lautarveg 10 á Laugum á þessu ári. /MÞÞ Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla ára Matvælaverð hækkar um allan heim Vísitala matvælaverðs hjá Matvæla- og landbúnaðar stofn- uninni hækkaði sjöunda mánuðinn í röð í desember þar sem hún náði hæstu hæðum yfir sex ára tímabil. Í flestum heimshlutum er vísitala neysluverðs ásamt útgjöldum til einkaneyslu haldið niðri með veiku atvinnustigi og lágmarks launahækkunum. Á sama tíma hefur kostnaður fólks við matvælakaup og aðrar vörur hækkað umtalsvert á síðasta ári. Verðgreidd vísitala fyrir þjónustugeirann í Bandaríkjunum náði hæsta stigi á síðasta ári frá nóvember árið 2012 á meðan verð í framleiðslugeiranum náði hæstu hæðum frá lok árs 2018. Markaðurinn hefur verðlagt sig jafnt og þétt sem leiðir af sér hærri verðbólgu svo mánuðum skiptir, með 5, 10 og 30 ára broti í verðbólgu sem hafa undanfarin tvö ár náð hæsta stigi. Orsakir þessa eru að birgðakeðjur hafa raskast og alheimsfaraldurinn veldur usla hjá vinnuafli um allan heim. Þar að auki, eru gull og aðrar hrávörur ásamt stórum hluta matarbirgða í heiminum verðlagðar í dollurum og þegar hann fellur á sitt veikasta stig í rúm tvö ár þá hækkar matvælaverð. Í nýjustu skýrslu frá Hag- stofu Bandaríkjanna kemur í ljós að 29 milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna höfðu stundum eða ekki nægilegan mat vikurnar áður en könnunin var gerð. Það þýðir að um 14 prósent af öllum fullorðnum einstaklingum í landinu, um 18 prósent fullorðinna með börn, 21 prósent af fólki af latínskum uppruna og 24 prósent af blökkumönnum falla þar undir. Aðeins 3,4 prósent af fullorðnum einstaklingum greindu frá því árið 2019 að á einhverjum tímapunkti væri ekki til nægilegur matur á heimilinu þannig að aukningin er gríðarleg í kjölfar alheimsfaraldursins. /ehg - Axios Bænda bbl.is Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.