Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2021 39 Á FAGLEGUM NÓTUM hvaða skref eru notuð og í hvað röð þau eru unnin. Til dæmis er síðasta þrepið í hreinsun á lýsi og sumum jurtaolíum aflyktun en þá er heitri gufu blandað saman við olíuna sem rífur með sér rokgjörn illa lyktandi efni. Til vinnslu á hágæða repjuolíu fyrir matvæli og húðvörur notuðum við bleikingu til að ná burtu græna litnum og fosfólípíðafellingu til að ná burtu gúmmíkendum fosfólípíðum en þau má einnig nota í verðmætar aukafurðir eins og fjallað er nánar um í þessari grein Bleiking Fyrsta skrefið í hreinsun repju­ olíunnar var bleiking, en með henni er dregið úr magni blaðgrænu (klórófíll) úr olíunni en blaðgrænan hefur oxunarhvetjandi áhrif og flýtir fyrir þránun olíunnar auk þess sem hún gefur olíunni mjög sterkan grænan lit. Olía var fengin frá Þorvaldseyri og var hún pressuð af Ólafi bónda en ekki unnin frekar. Í rannsóknastofunni var olían hituð í 90°C og 3% bleikileir bætt út í olíuna. Leirblönduð olían var höfð við 90°C í 40 mínútur á meðan hrært var. Í kjölfarið var leirinn síaður frá og breytingar í olíunni mældar. Niðurstöður sjást á myndinni hér á síðunni. Nokkur munur var á upphafsmagni klórófíll milli ára en í öllum tilfellum var olían græn fyrir bleikingu en ljósgul eftir bleikingu og mældist þá mjög lítið af klórófílefnum í henni eða niður í 0,3mg/kg. Þessi hreinsaða olía frá Þorvaldseyri var síðan notuð af fyrirtæki okkar Taramar til að framleiða húðvörur eins og dagkrem og reyndust mjög vel. Áður var olían þó unnin aðeins frekar því fosfólípíðin voru fjarlægð. Við bleikingu fyrir almennan markað er einfaldlega notast við pott sem hægt er að hræra í og vitanlega er kostur ef hægt er að nota ketil með gufu kápu til hitunar. Olían er síðan síuð í síupressu eða með einfaldri aðferð allt eftir umfangi reksturs á hverjum stað. Bleikileirinn er ekki dýr en verð er vitanlega mjög háð magni sem keypt er en hann er seldur í litlum einingum fyrir tilraunastofur eða í 50 kg pokum og í lausu í tonnum fyrir stærri framleiðendur Fosfólípíðafelling („degumming“) Næsta skref var fosfólípíðafelling (degumming) en þá eru skautuð fosfólípíð fjarlægð úr olíunni. Að öðrum kosti geta þau fallið út sem gúmmíkendar útfellingar sem draga verulega úr gæðum olíunnar. Hinsvegar má vinna verðmætar afurðir úr fosfólípíðunum eins og kemur fram hér fyrir neðan. Olíur sem innihalda mikið af fosfólípíðum hafa almennt verri lykt og bragð og eru litsterkari. Ef fosfólípíð eru til staðar í olíu sem á að nota til bíódísil framleiðslu þá geta þau haft skaðleg áhrif á hvata sem notaðir eru í framleiðslunni (eins og KOH) en þau valda einnig ýringu í lausninni og gera það að verkum að mun erfiðara er að aðskilja ester og glyserín fasana frá hvor öðrum. Við framleiðslu á fosfólípíðum úr repju notuðum við hrat frá hjónunum Eymundi Magnússyni og Eygló Björk Ólafsdóttur sem eiga og reka fyrirtækið Móðir Jörð að Vallarnesi en þar rækta þau lífræna repju sem hentar einkar vel í þessar rannsóknir. Fosfólípíðin eru nánast alfarið staðsett í frumuhimnum í olíufræjum en við vinnslu þeirra bæði hitun og núning þegar að olían er pressuð úr fræjum brotna himnurnar upp og jafnframt losna ensím úr læðingi sem losa um fosfólípíðin sem eru bæði vatns og fituleysanleg og þau flæða að hluta til yfir í olíuna og eru pressuð út með henni. Mikið af fosfólípíðum verður þó eftir í hratinu. Magn fosfólípíða í repjufræjum fer meðal annars eftir afbrigðum repjunnar og er meira af fosfólípíðum í vor og sumarrepju ( 26,5 g/kg) heldur en í vetrarrepju (um 19,1 g/kg) en einnig eru til afbrigði sem liggja þarna á milli. Í öllum jurtaolíum er því auk þríglýseríðanna ávalt nokkuð af fitutegundum eins og fosfólípíðum og fitu­prótein­komplexum sem hafa gúmmíkenda áferð í olíunni. Þegar fosfólípíð komast í snertingu við vatn verða þau óupp­ leysanleg í fitu og falla út. Það er því algeng aðferð til að hreinsa þessi efni úr olíum að hrista olíuna saman við vatn og láta fosfólípíð­ in falla út í vatninu. Fosfólípíðin verða gúmmíkennd og safnast saman og má sía þau frá olíunni enda nefnist aðferðin á ensku „deg­ umming“ og er upphaflega gerð til að hreinsa olíuna og gera hana betri til notkunar t.d. í matvæli, húðvörur og á seinni tímum bíódísil. Það má auka úrdrátt fosfólípíða með því að nota svokallaða sýru fosfólíp­ íðafellingu en þá er olían hituð og síðan bætt við hana fosfórsýra eða sítrónusýra sem er blönduð mjög vel við olíuna áður en vatni er bætt við til að fella út fosfólípíð­ in. Fosfórinnihald er mælikvarði á magn fosfólípíða í olíunni en magn fosfór í olíunni minnkar við fos­ fólípíðafellingu með vatni og enn meira við sýrumeðferð. Fosfólípíðafelling er mjög ein­ föld vinnsluaðferð og krefst ein­ göngu tanks þar sem hægt er að hræra vatni saman við olíuna (og sýru ef þess er óskað en þá er olían einnig venjulega hituð) og síðan er hægt að fleyta olíunni ofan af gúmmíkennda hlutanum eða sía hann frá. Venjulega er olían þó skilin frá í skilvindu. Nota má sama tækja­ búnað og notaður er við bleikingu. Gúmmíkennda afurðin sem eftir verður þegar olían er skilin frá er að langmestu leyti fosfólípíð og er þetta því aðferð sem er notuð til að vinna og framleiða fosfólípíð sem jafnan eru kölluð lesitín vegna þess að fosfatitílchólín er í langmestu magni fosfólípíða en það fosfólíp­ íð er einnig kallað lesitín og hefur það fest sem samheiti fosfólípíða úr plöntufræjum. Í hratinu eftir að olían hefur verið pressuð úr þeim verður eftir tölu­ vert af frumuhimnum og þar með fosfólípíðum. Samsetning hratsins fer mjög eftir því hvernig pressað er og hvort hitað sé við pressun t.d. má pressa meiri olíu í upphitaðri skrúfupressu heldur en í lítilli framleiðslu pressu. Almennt er þó miðað við um 87% þurrefni þar sem að prótein geta verið 12­20% og fita 13­25% en mest af þeirri fitu eru fosfólípíð, afgangurinn er svo mismunandi gerðir af trefjum sem geta verið bæði meltanlegar og ómeltanlegar. Fitan í hratinu er almennt dregin út með leysum eins og eter sem hefur mjög lágt suðumark og er því auvelt að eima frá fitunni. Besti leysir fyrir fosfólípíð er hexan en það verða ætíð leifar af hexan í afurðinni sem er mjög óæskilegt í hágæða snyrtivörur eða matvæli, auk þess sem hexan er ekki talið mjög umhverfisvænt. Eter er hinsvegar vandmeðfarinn vegna sprengihættu. Fosfólípíðin eru síðan dregin út með vatni eins og gert er með fosfólípíðafellingu á olíunni. Þróaðar hafa verið mjög sérhæfðar Bleikileir (Bleaching earth). Repjuolía fyrir og eftir bleikingu. Klórófíll í olíu fyrir (R.O) og eftir (B.O) bleikingu. Repjufræ pressuð.Repjufræ tilbúin til vinnslu. Gúmmíkennd fosfólípíð í olíu. Fosfór í hrárri olíu og eftir fosfólípíða fellingu með vatni (W.D.) og sýru (A.D.) Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 – Framhald á næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.