Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 202154 S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta www.velavit.is Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar S: 527 2600 Við hjá Eco&LawConsult ehf. óskum viðskiptavinum okkar Gleðilegs nýs árs. Bjóðum LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ OG FJÁRMÁLA- RÁÐGJÖF fyrir einstaklinga og fyrirtæki, fjárhagslega endurskipulagninu fyrirtækja í kjölfar COVID og gerð skattframtala. Viðtöl samkvæmt tímapöntun í Reykjavík, Selfossi fyrir Sunnlendinga og á Ísafirði fyrir Vestfirðinga. Eco&LawConsult ehf. Hátúni 6a, 105 Reykjavík. Sími 777-5729 og 780-2728. Netfang: law@ecolawconsult.com Steffen Möller hagfræðingur og Þuríður Halldórsdóttir lögmaður Örugg og þægileg Götuskráð fyrir 15 ára og eldri Eru fáanleg í 3 litum Helluhraun 4 Hafnarfirði s. 565-2727 & 892-7502 HECHT rafmagns fjórhjól Falleg þriggja herbergja 73 fm íbúð með sérinngangi á 1. hæð í þríbýli. Eignin leigist með öllum húsgögnum og húsbúnaði. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi (bæði með tvíbreiðum rúmum) stofu, eldhús, baðherbergi. Í eldhúsi fylgja eldhúsáhöld og uppþvottavél. Í þvottahúsi er þvottavél og þurrkari. Eignin er laus til 1. febrúar n.k. Langtímaleiga í boði. Frábær staðsetning - stutt í helstu stofnæðar, strætó, verslanir, kaffihús, veitingastaði og sund. Til leigu í hjarta Hafnarfjarðar Allar nánari upplýsingar veitir Gyða Gerðarsdóttir, lögg. fasteignasali & leigumiðlari í s. 695-1095 / 414-6600 og á gyda@nyttheimili.is Mývatnssveit: Hótel Gígur verður starfsstöð Vatnajökuls þjóðgarðs Ríkissjóður hefur gengið frá kaupum á fasteigninni Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit. Með því er fengin niðurstaða um framtíðaraðstöðu fyrir meginstarfsstöð Vatnajökuls­ þjóðgarðs á NA landi og starfs­ aðstöðu annarra stofnana umhverfis­ og auðlinda ráðu­ neytisins í Mývatnssveit, sem eru Umhverfisstofnun, Land græðslan og Rannsóknastöðin við Mývatn. Undirbúningur þessa hefur staðið um hríð, meðal annars í nánu samstarfi við sveitarfélagið Skútustaðahrepp. Það var niðurstaðan að kaup á eldra húsnæði og endurbætur þess væri hagstæður kostur fyrir ríkissjóð og skapaði fjölmörg tækifæri í Mývatnssveit. Þetta hús, sem áður hýsti Skútustaðaskóla, stendur á einstökum útsýnisstað við Mývatn. Byggingin hentar vel sem ein af meginstarfsstöðvum Vatnajökulsþjóðgarðs og Hálendis­ þjóðgarðs, verði frumvarp um hann að lögum. Gestastofu og sýningum í tengslum við þjóðgarðinn og verndarsvæði Mývatns og Laxár er þannig fundinn varanlegur staður í Mývatnssveit, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Nokkrar stofnanir sameinaðar á einum stað Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform ríkisins um að halda úti sex meginstarfsstöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Þegar hafa meginstarfsstöðvar í Ásbyrgi, Skaftafelli, á Skriðuklaustri og Hornafirði verið settar á laggirnar og bygging meginstarfsstöðvar á Kirkjubæjarklaustri er hafin. Með kaupum á húsnæðinu í Mývatnssveit er því búið að fullnusta uppbyggingu þessa miki lvæga þjónustunets Vatnajökulsþjóðgarðs. Með kaupunum nú gefst jafn­ framt tækifæri til að sameina á einum stað starfsemi nokkurra af helstu stofnunum ríkisins á svæðinu og er gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og Landgræðslan hafi starfsstöðvar í húsnæðinu, auk Vatna jökulsþjóðgarðs. Þá hefur Skútustaðahreppur áform um að nýta hluta af húsnæðinu undir atvinnuskapandi nýsköpun og þekkingarsetur. Einnig gefst möguleiki á að útbúa þar starfs­ aðstöðu fyrir opinber störf án stað­ setningar, t.d. á vegum annarra stofnana ríkisins, háskóla og rannsóknaraðila. Umhverfis­ og auðlinda­ ráðu neytið mun á næstu vikum hefja vinnu við skipulagningu á nýtingu húsnæðisins í samvinnu hlutaðeigandi aðila. Þar gerir ráðuneytið ráð fyrir að nýta, til endurbóta á húsnæðinu og til að standa fyrir nauðsynlegum aðlögunum og breytingum, fjármuni sem ráðstafað var til þessa af framlögum til atvinnusköpunar vegna COVID­19. Stór og mikilvæg skref í byggðaþróun „Með kaupum á gamla skólanum á Skútustöðum gefst einstakt tækifæri til þess að aðlaga og endurnýta húsnæði sem fyrir er á besta stað á bakka Mývatns undir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár. Þar sem rýmið er nægt skapast heilmikil tækifæri í því að sameina á einum stað starfsaðstöðu nokkurra stofnana og skapa nýsköpunarumhverfi með sveitarfélaginu, allt í einum suðupotti hugmynda. Við horfum líka til þess að aðstaðan geti jafnframt nýst öðrum opinberum starfsmönnum sem kjósa að búa í Mývatnssveit sem getur eflt byggð í Skútustaðahreppi. Þannig höfum við á þessu kjörtímabili lokið fjármögnun við gestastofur á Hellissandi og Kirkjubæjarklaustri og hafið þær framkvæmdir, og svo nú komið gestastofu í Mývatnssveit í góðan farveg líka. Þetta eru stór og mikilvæg skref í náttúruvernd og byggðaþróun,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis­ og auðlindaráðherra /MÞÞ Með kaupum á gamla skólanum á Skútustöðum gefst einstakt tækifæri til þess að aðlaga og endurnýta húsnæði sem fyrir er á besta stað á bakka Mývatns undir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár, segir umhverfis- og auðlindaráðherra. Mynd / Hugi Ólafsson Bænda 28. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.